Ferðalangurinn farinn

Það hefur ekki gengið vel að festast yfir sjónvarpsseríum hér í BNA, ég man sjaldnast hvaða daga þættir eru og stóru stöðvarnar brjóta seríurnar upp með endursýningum, beinum útsendingum og extended úrslitaþáttum í endalausum raunveruleikaþáttum. Reyndar vorum við hjónin orðin fastir áhorfendur Jon Stewart þegar við ákváðum að segja upp kaplinum. En þættirnir hans Jon eru birtir á netinu innan 12 tíma eftir sýningu þannig að það var svo sem ekki vandamál.

En það kom að því í upphafi sumars að ég rakst á þátt til að festast yfir. Traveler byrjaði gífurlega vel. Spenna, margs konar tvist og snúningar í söguþræði, en um leið skiljanleg saga. Ég náði meira að segja að læra að þátturinn væri á dagskrá á miðvikudögum kl 22.  Þátturinn féll niður á 4. júlí, meðan ég var á Íslandi og ég náði síðan að horfa á þáttinn 11. júlí á hótelherbergi í Baltimore. Þátturinn endaði á óvæntan hátt, spennan í hámarki og óljóst hvert stefndi fyrir söguhetjur þáttarins. Síðasta miðvikudag var síðan tvöfaldur þáttur af hinum stórundarlega raunveruleikaþátti “American Inventor” þannig að ekki var pláss fyrir Traveler í dagskránni og nú í kvöld virðist kominn annar spennuþáttur í slottið milli 22-23 á miðvikudögum.

Ég vafraði því smá og uppgötvaði að einungis 8 þættir voru framleiddir, ABC eru hættir við og því enn á ný ekkert til að sjá í sjónvarpinu hér í sjónvarpslandinu mikla.

 Athugasemd: Í þessu samhengi er merkilegt að dóttir mín benti mér á í dag að hún hefur ekki horft á einn einasta sjónvarpsþátt síðan við sögðum kaplinum upp, en þess þeim mun meira á DVD, en hægt er að leigja diska án endurgjalds á bókasafninu og auk þess erum við í áskriftarpakka hjá Blockbuster, þannig að á hverjum tíma erum við með 2-4 myndir í láni frá þeim.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.