Fíknin sterk

Það gekk mun verr að draga úr veflestri í sumar en ég ætlaði. Auðvelt væri að afsaka það að skjótast á síður hinna og þessa, enda alltaf eitthvað áhugavert í trúmálaumræðunni eða nauðsynlegt að fylgjast með krepputali landans enda erum við hjónin háð gengissveiflum. Veruleikinn er hins vegar sá að ég man mjög fátt af því sem ég varð að lesa.
Þannig fólst veffríið mitt aðallega í samdrætti í skrifum, þó ég gæti haldið því fram að lestur hefði eitthvað minnkað. Eftir þessa sumarreynslu hef ég því ákveðið að taka ekki upp notkun á rss-lesara á ný, heldur fylgjast með umræðunni á vefsvæðum á óskipulagðan hátt líkt og í sumar.
Ég hyggst heldur ekki opna fyrir umræður á vefjum mínum að jafnaði, enda lít ég á þetta sem mitt sápubox frekar en kaffihús. Hvort ég breyti þessu fyrir einstakar færslur mun hins vegar koma í ljós.

Meðan ég man. Í samræmi við þá fullyrðingu mína að launamál einstaklinga og skattgreiðslur séu ekki einkamál, þá er sjálfsagt að taka fram að ég greiddi enga skatta á síðasta ári og heildartekjur mínar á Íslandi og í BNA námu alls 26.908 krónum á mánuði.

Ekki beint

Sjálfsagt er talan ekki fjarri lagi að 4 milljarðar manna hafi aðgang að sjónvarpi sem sýnir frá setningu Ólympíuleikanna. Hvort allir þessir setjist niður og horfi er önnur saga. Það vekur samt sem áður athygli mína að það er ekki sýnt beint frá athöfninni hér í BNA. Skv. NBC verður athöfnin ekki fyrr en kl. 18:00 í kvöld eða 22:00 að íslenskum tíma.

Sexual Violence in the Church

Sexual abuse by people in power has been reality in religious circles since the beginning of times. Joy A. Schroeder has written a book about how sexual violence in the Bible has been interpreted by the church through the ages, Dinah’s Lament: The Biblical Legacy of Sexual Violence in Christian Interpretation.

Joy A. Schroeder wrote an article about sexual abuse in the middle ages in Lutheran Quarterly, 7 (1993): 171-190, called “Marguerite of Navarre Breaks Silence about Sixteenth Century Clergy Sexual Violence.”

The third text worth mentioning is by Marguerite de Navarre, The Heptameron, but stories twenty-two and twenty-three in that book address a sexual abuse of clergy.

Á Íslandi í mánuð

Ég verð með börnin á Íslandi í einn mánuð í sumar. Við mætum öll til landsins á fimmtudaginn og ég verð með krakkana fram yfir Verslunarmannahelgi. Jenný verður með okkur í eina viku en þarf síðan að fara aftur út í vinnu. Ég verð m.a. með hugleiðingu á Sæludögum í Vatnaskógi og með fræðsluerindi á sama stað á laugardeginum um Verslunarmannahelgi um Obama, Wright og Guð – Um Bandaríkin sem fæst okkar þekkja. Þar mun ég staldra stuttlega við þann veruleika sem Jeremiah Wright talar út úr/talar inn í, kem inn á frelsunarguðfræði svartra og nálgun James Cone. Ég velti fyrir mér hvernig þessi guðfræði hefur mótað Barack Obama og hvernig fjölmenningarlegur (postmodern) bakgrunnur hans hjálpar honum að standa samtímis innan og utan kenninga frelsunarguðfræðinnar.

Ef þú þarft að hafa samband við mig meðan ég er á Íslandi, þá er síminn minn 893 6687. Ég verð ekki með tölvu að staðaldri og veit ekki hvort ég tími að skoða póstinn minn reglulega með 3G símanum mínum.

Sumarbúðir

Þessi grein vakti áhuga minn í Time þessa helgina.

I’ll hate not talking to my daughter. But I agree with MIT psychologist Sherry Turkle, who says our gizmos are a “tethering technology,” a new kind of apron string, strong albeit wireless, a safety net woven a bit too tight. When colleges report kids explaining their lateness to class with the excuse that their mother forgot their wake-up call, when a professor finds undergraduates communicating with parents more than 10 times a week, I look back on my once-a-week calls home to the parents I was very close to and wonder if this really counts as progress.

The Meaning of Summer Camp by Nancy Gibbs.

Candidacy

Nine months ago I looked into what courses I will be lacking if I would decide to become a pastor in the Evangelical Lutheran Church in Iceland. According to Icelandic Laws, only individuals finishing M.Div. or Cand. Theol. degree can become ordained pastors and the degree has to be in line with the Cand. Theol. degree offered in the University of Iceland. I consider the seminar credits at TLS as the same as the credits counted at the University in Iceland.

What I am missing:
Graduate Courses in Old Testament/Hebrew Scriptures – 7,5 credits
Hebrew – 5 credits
Graduate Courses in New Testament – 9,5 credits
Greek – 10 credits

I would need to finish 32 credit hours of Biblical Studies, Greek and Hebrew to be academically qualified as a pastor in ELCI. It might be worth considering or …

Af vefnum

Nokkrum sinnum á undanförnum árum hef ég tekið mér vef-sabbatical eða veffrí, ýmist að fullu eða hluta í lengri eða skemmri tíma. Fyrir rúmum mánuði fór ég yfir netnotkun mína og síðustu daga, í tengslum við áhugaverða umfjöllun Thomas L. Friedman í “The World is Flat” um blogg hef ég ákveðið að nota tækifærið og gera nokkrar breytingar. Þar sem ég er ekki lengur í námi næstu fjóra mánuði mun ég draga verulega úr netneyslu. Þannig mun ég í sumar ekki notast við FaceBook, Twitter og hætta skrifum á blog.is og annall.is fram undir miðjan ágúst. Ég hyggst hætta alfarið að lesa blogg og draga úr lestri fréttamiðla sem frekast er kostur. Á þessum tíma mun ég ekki notast við Flock-vafrann heldur einvörðungu Safari.

Ég mun takmarka vefnotkun við upplýsingasíður um sýningartíma kvikmynda, sjónvarpsdagskrá og veður. Ég hyggst einskorða vefsamskipti við gmail, gCal og Skype. Ég mun notast við flickr og gVideo en einvörðungu í tengslum við upplýsingasíðu fjölskyldunnar. Aðrar síður sem ég mun nota þegar þörf krefur eru ferðasíður, heimabankar, Donatos, Amazon og Papa John’s. Loks mun ég annast nauðsynlegt viðhald á vefsíðum sem ég hef gert fyrir aðra ef þörf krefur, og í tengslum við sérverkefni mun ég notast við vefgögn The Benefit Bank, heimasíðu Healthy Congregations, OhioLink og heimasíðu Trinity.

Ég mun um miðjan ágúst, skrifa færslu hér á annál um hvernig meðvituð breyting á netnotkun hefur áhrif á atferli og líðan. Síðan mun auðvitað fljótlega koma í ljós hversu sterk fíkn blogglestur og -skrif er í raun og veru.

Meistaranámi í leikmannafræðum næstum lokið

Í fyrramálið mæti ég í síðustu kennslustundina í meistaranáminu mínu í leikmannafræðum (Master of Lay Ministry). Jafnframt skila ég ritgerð um Sálgæslu sem verkefni safnaðarins alls, sem ég var að ljúka við að skrifa núna kl. 3:19, en geri reyndar ráð fyrir að lesa og leiðrétta í fyrramálið (á eftir). Það er við hæfi að leikmannanámið mitt endi á ritgerð, þar sem ég gagnrýni málefnalega en ákveðið prestamiðlægni kirkjunnar og bendi meðal annars á hvernig Biblíurýni og veikur sakramentisskilningur kirkjunnar, gerði sálgæslu að sérstöku fagi presta, í tilraun til að öðlast hlutverk þegar allt benti til að prédikunarhlutverkið og útdeiling sakramentana hefðu misst gildi sitt. Mér til stuðnings vísa ég í tvo stórkostlega ólíka fræðimenn. Annars vegar anglíkana að nafni A.J. van den Blink, mikinn sálgæslugúru og hins vegar gasprara úr ranni evangelista eða baptista að nafni Reggie McNeal.

[Ég skilaði ritgerðinni rafrænt kl 8:46 í morgun og mætti þar af leiðandi 17 mínútum of seint í tíma sem byrjaði 8:30. Þegar tímanum lauk núna kl. 9:45 er ég því formlega búin með öll verkefni og alla tíma vegna MALM gráðunnar. Nú er bara að bíða fram á laugardaginn 24. og sjá hvort ég fái ekki pappír um afrekið.]

Óháð úttekt / Kosning

Úttekt Eduniversal er á engan hátt fræðileg, þó e.t.v. sé hún óháð. Þannig eru deildarforsetar Háskóla beðnir um að mæla með skólum í öðrum löndum en sínum eigin (en þó ekki meira en helmingi allra skóla í viðkomandi landi). Út frá meðmælum deildarforsetana er síðan listinn útbúin. Hér er því mun fremur um að ræða fegurðarsamkeppni en úttekt.

Spurningin sem lögð var fyrir var eitthvað á þessa leið. Ef nemandi væri á leið til Íslands í nám í viðskiptafræðum með hvaða skóla mælirðu? Rétt er að taka fram að HR var eini íslenski skólinn á listanum.

En það er samt þörf á að óska HR til hamingju með að vera sætur. 

Verkefnaskil og námið mitt

Í dag kl. 13:10 sendi ég með tölvupósti lokaverkefnið í námskeiðinu Transformational Leadership, ritgerð upp á rúmlega 20 síður til kennarans míns í Methodist Theological School of Ohio. Ég fékk tölvupóst frá kennaranum mínum kl. 14:14, þar sem hún var búin að fara yfir verkefnið og tillkynnti mér að einkunnin mín fyrir kúrsinn væri B. Það liðu þannig 64 mínútur frá því að ég skilaði þar til kennarinn hafði lokið við að lesa það yfir, skrifa ábendingar og athugasemdir við ritgerðina og gefa mér einkunn fyrir kúrsinn.
Continue reading Verkefnaskil og námið mitt

Áminning

We typically hire children’s and student ministers to run programs for children and young people. In fact, this approach by the church may do more to decimate the home as a spiritual center than anything coming into the home on television or the Internet.
(McNeal, Reggie. The Present Future. San Francisco: Jossey-Bass, 2003. p 88)

Prayer

Part of my studies in Transformational Leadership at The Methodist Theological School in Ohio is writing prayers dealing with our life, happiness, success as well as frustrations. In April, having seen a bit to much of the other America, in New Orleans, Detroit and in a Food Pantry in mid-Ohio, this was my prayer.

Lord, where are you,
When I watch an abusive husband shout at his wife
in the waiting room at the food pantry.

Lord, where are you,

When I tell the old woman which recently lost her job,
that the application for food stamps we just compiled
will most likely be rejected.

Lord God, our creator,
where are you when I sit down with a young fella
who lost his future, his house, his girlfriend in the
aftermath of Hurricane Katrina.

Almighty God,
I know you have called me to be your hands,
your mouth piece, your feet.

But God,
are you sure you called the right person.
I have immigration papers to fill out,
IRS complications to solve.
I have a daughter who needs time with me,
I have a son that is calling me too.
I have a wife that deserves my time.

God,
where are you,
why are you calling me
to deal with your mess.

Why don’t you leave me
to deal with mine.

Amen.

“Healthy Congregations” ráðgjafi

Í gær lauk ég ráðgjafanámskeiði hjá “Healthy Congregations, Inc”, en þar með hef ég heimild til að skipuleggja námskeið og kenna námsefni fyrirtækisins. Efnið byggir í grunninn á kenningum Murray Bowen um fjöskyldumynstur eða -kerfi (Family systems theory) og hvernig þau hafa áhrif og móta félagsheildir og leiðtoga.
Það var líklega komin tími til að ég lyki svona námskeiði enda hef ég unnið að sérverkefnum ýmiskonar fyrir HC í næstum eitt ár.

Áhugaverður

Ég fór í tilraunakennda guðsþjónustu á sunnudaginn þar sem Spencer frá stopconsuming.org lét dæluna ganga. Ekki besti guðfræðingur Bandaríkjanna en þörfin fyrir að breyta einhverju var svo sannarlega til staðar. Hverju og hvernig á að breyta var hins vegar e.t.v. ekki skýrt. Spencer heldur út í samstarfi við fleiri eða er á einhvern hátt tengdur shemamovement.com.

Áframhaldandi nám

Í dag fékk ég staðfestingu á áframhaldandi námi við Trinity Lutheran Seminary. En næstu 1-2 árin mun ég vinna að námsgráðu sem heitir Master of Sacred Theology (S.T.M.), en um er að ræða framhaldsgráðu í guðfræði, eftir M.Div. eða hefðbundið meistaranám. Hægt er að nýta S.T.M. gráðuna sem hluta af Ph.D. námi við Lutheran School of Theology in Chicago, en það er þó ekki stefnan eins og er.
Áherslan í rannsóknarverkefninu mínu verður að öllum líkindum samspil kirkjufræða (Ecclesiology) og leiðtogakenninga, en sá annmarki er á fjölmörgum kenningum um leiðtoga og stjórnun sem notaðar eru í kirkjustarfi að þær eru á stundum lítt eða illa tengdar eldri hugmyndum um eðli kirkjunnar. Vissulega eru frasar eins og almennur prestsdómur notaðir í leiðtogatextum og í markmiðsplöggum, en merkingin er ekki alltaf skýr. Þannig mætti spyrja hvort að SVÓT og árangursmiðuð skorkort séu heiti kirkjufræða 21. aldarinnar.

Um námið
Trinity Lutheran Seminary offers a Master of Sacred Theology (S.T.M.) degree program to a limited number of candidates. The program is intended for those persons whose interests lie in pursuing an advanced theological degree with emphasis upon study of an academic nature. The seminary believes that the scholarly vocation is a gift to the ministry of the church. Because theology can never properly be separated from its relationship to mission and ministry, the S.T.M. degree aims at enriching both scholarly and pastoral competency. It is thus an appropriate program for both parish pastors and those whose goals include further graduate study on an advanced level.

Trúarafstaða mín

Vegna ummæla sem má finna um mig hér á blog.is er rétt að taka fram að ég er vígður djákni en ekki prestur. Þannig er mér ekki ætlað að hafa um hönd sakramenti kirkjunnar, heldur að sinna kærleiksþjónustu við einstaklinga og hópa án tillits til bakgrunns, kyns eða trúar.

Þessi hugmynd um kærleiksþjónustu kirkjunnar byggir á þeirri trú að allar manneskjur séu skapaðar í Guðs mynd og hafi rétt á því að komið sé fram við þær af virðingu og kærleika. Framkoma okkar í garð einstaklinga á þannig ekki að stjórnast af utanaðkomandi þáttum eins og trúarskoðunum, kyni, kynhneigð, móðurmáli eða uppruna. 

Um leið hljótum við að viðurkenna og takast á við þá staðreynd að heimurinn er “fallinn”, óréttlætið er til staðar og manneskjur nota stöðu sína og völd til að gera það sem er rangt. Sem einstaklingur sem játar trú á Jesús Krist, hlýt ég að líta til hans, aftöku hans og upprisu í leit að von fyrir óréttlátan heim. Eins hlýt ég að líta til Jesús og viðbragða hans þegar hann mætti óréttlætinu á sinni vegferð í heiminum. Viðbrögð hans voru skýr, okkur ber að standa upp þegar ráðist er á þá sem minna mega sín. Gagnrýni Jesús á ráðandi stétt samtíma síns, er mér sem vígðs þjóns þjóðkirkjunnar, sífelld næstum óleysanleg glíma.

Í þessari glímu trúi ég að Jesús sé með. Verði mér á mistök í tilraun minni til að feta í fótspor Krists, þá veit ég að náðarboðskapur kristninnar, fyrirgefningin er til staðar.

Skattaskemmtun

Það er óneitanlega kómískt að sitja við tölvu í LSS West Pantry, bíða eftir næsta kúnna sem þarf hjálp með skattskýrslu eða aðstoð við að fylla út umsóknir um húshitunarstyrk, læknishjálp eða matarmiða og lesa á sama tíma eftirfarandi texta í bók Thomas Friedman, The World Is Flat.

This weekend there will be accountants painting watercolors in their garages. There will be laywers writing screenplays. But I guarantee you that you won’t find any sculptors who on weekends will be doing other people’s taxes for fun.

Það er nefnilega þannig að sum okkar sem tilheyrum “liberal arts” hluta heimsins, leggjum stund á listir, heimspeki eða guðfræði, lítum á tölur og “fill-in-form” sem áhugaverð hliðarskref sem er vert að stíga sér til skemmtunar. Thomas hefur þannig einfaldlega vitlaust fyrir sér í þönkum sínum hér að ofan. En þetta er svo sem ekki eini galli bókarinnar.

Sá hlær best sem síðast hlær

Í síðustu viku þegar ég mætti í frístundaknattspyrnuna hér í Bexleybæ, hugsuðu ýmsir liðsmenn mínir honum nágranna okkar Mike Hodge þegandi þörfina. Tveir liðsmenn höfðu enda pantað flug fyrir sig og fjölskylduna til Florida með Skybus og ljóst að sú pöntun var gagnslaus og framundan kærumál til kreditkortafyrirtækis til að fá endurgreiðslu. Mér varð að orði á vellinum að ég væri glaður hafa staðist freistinguna að panta Boston flugið mitt og minnar fjölskyldu hjá Mike, en ég hefði í stað þess kosið að notast við þjónustu Delta.

Það er vonandi að knattspyrnufélagar mínir hlæi ekki að mér næsta sunnudag, ef fara skyldi að Delta tæki upp á að skera niður ferðir. 

Olympíueldurinn

Er það almenn vitneskja að þessi hefð að hlaupa með eldinn í gegnum borgir á leiðinni frá Grikklandi til mótsstaðar, var hönnuð af áróðursmaskínu Nasista í þriðja ríkinu í tengslum við leikanna 1936?