1. Mósebók 15. kafli

Abram upplifir auð sinn til einskis, þar sem hann og Saraí eru barnlaus. Guð mætir honum og lofar því að hann muni eignast marga afkomendur, en segir honum jafnframt að niðjar hans verði hrepptir í þrældóm en muni losna þaðan með mikinn auð. Það er auðvelt að ímynda sér mikilvægi svoleiðis vilyrðis fyrir fólk í útlegð, hvort sem þessi frásögn nær flugi í Egyptalandi eða Babýlon. Vilyrði Guðs um að ástandið sé tímabundið og í lok kúgunarinnar geti þau snúið aftur til landsins sem Guð hafði lofað.

1. Mósebók 14. kafli

Við lesum hér um átök milli mismunandi ættflokka við botn Miðjarðarhafs. Við lærum að borgirnar Sódóma og Gómorra hafi verið rændar og íbúar hnepptir í þrældóm, m.a. Lot frændi Abram. Þegar Abram heyrir tíðindin safnar hann liði og ræðst að sigurvegurunum að næturþeli, bjargar Lot og endurheimtir eigur fólksins (konungana sem töpuðu orustunni í upphafi). Continue reading 1. Mósebók 14. kafli

1. Mósebók 13. kafli

Abram hagnaðist gífurlega á Egyptalandsævintýrinu sínu. Við lesum um hvernig hann flytur hjörð sína og ættfólk í áföngum til Kanaansland og hvernig þessi mikli auður veldur því að hann og Lot ákveða að skilja skiptum. Abram heldur áfram til á landsbyggðinni og fær vilyrði Guðs fyrir landi til ræktunar og lífs fyrir sig og afkomendur sína. Lot flutti í borgirnar á sléttlendinu. Ein borg er nefnd til sögunnar sérstaklega, Sódóma, þar sem íbúarnir voru bæði illir og syndugir.
Líkt og áður getum við lesið að Abram reisir altari þar sem hann sest að, fyrst við Betel og nú í Hebron.

1. Mósebók 12. kafli

Frásagnirnar af Abram og Saraí eru um margt óþægilegar. Textinn í 1. Mósebók er eins og oft áður ofinn saman úr tveimur mismunandi heimildum, þannig virðast atburðir endurtaka sig, þegar farið er frá einni frásagnarhefðinni til annarrar. Jafnframt neyðir lestur textans mig til að takast á við stöðu Hagar og sonar hennar Ísmael. Síðast en ekki síst kallar textinn okkur til að velta fyrir okkur hvað það merkir að njóta sérstakrar blessunar Guðs. Hvort að mér takist gera þessu góð skil þegar ég skrifa mig í gegnum næstu 11-12 kafla verður síðan að koma í ljós.
Continue reading 1. Mósebók 12. kafli

1. Mósebók 11. kafli

Sagan um turninn í Babel er sagan um tilraun mankyns til að taka sæti Guðs. Þannig lærði ég hana alla vega í sunnudagaskóla. Þegar ég les hana í dag, þá les ég um menn sem ætla að byggja sér minnismerki til að verða frægir eins og stendur í íslensku þýðingunni, eða “make a name for ourselves” í NRSV. Ísland á síðasta tug tuttugustu aldar og fyrsta tug þeirrar tuttugustu og fyrstu var fullt af svona fólki. Continue reading 1. Mósebók 11. kafli

1. Mósebók 10. kafli

Hér fáum við aðra ættartölu 1. Mósebókar. Þeir eru til sem nota þessar tölur til að reikna nákvæmlega út ártalið sem Guð skapaði heiminn. Þeir eru til sem halda að hér sé verið að lýsa með mikilli nákvæmni uppruna allra þjóða. Þeir hinir sömu eru á villigötum. Meðan ég man, það verður ekki heimsendir 21. maí 2011 og ástæðan er ekki að verkfræðingurinn hafi reiknað vitlaust, heldur einfaldlega sú að dæmið sem hann er að glíma við er ekki til. Continue reading 1. Mósebók 10. kafli

1. Mósebók 9. kafli

Kaflinn byrjar á stefi sem við höfum séð fyrr. Flóðið markar nýtt upphaf. Ritstjórar 1. Mósebókar endurtaka blessun Guðs úr 1. kaflanum. “Verið frjósamir, fjölgið ykkur og fyllið jörðina.” Það er reyndar áhugavert að hér í 9. kaflanum er blessunin í karlkyni en hvorugkyni í 1. kaflanum (alla vega í íslensku þýðingunni frá 2007). Continue reading 1. Mósebók 9. kafli

1. Mósebók 8. kafli

Böðvar bendir réttilega á í athugasemd við 7. kaflann að nálgun mín á textanum er e.t.v. einhliða. Vissulega er hægt að sjá Nóa sögurnar sem áminningu um að illska mannsins geti orðið óbærileg fyrir Guð. Þannig má lesa sögurnar sem ákall um iðrun og yfirbót, kannski í svipuðum stíl og ræða Jónasar yfir Nínevubúum. Slíkur lestur var mér samt ekki ofarlega í huga, þegar ég las kaflann í gær.

En þá að 8. kaflanum. Þegar ég sé fréttamyndir frá flóðasvæðum, þegar ég sé myndir sem félagar mínir tóku á ströndinni í Jacmel, þar sem það leit út fyrir að vatnið væri að ganga á land fáeinum mínútum eftir skjálftann á Haiti, þá velti ég fyrir mér, hvaðan kemur allt þetta vatn og hvert fer það þegar flóðinu sjatnar. Continue reading 1. Mósebók 8. kafli

1. Mósebók 6. kafli

Það er erfitt að fullyrða um gamla texta, en þegar ég les fyrsta hlutann hér í 6. kafla velti ég fyrir mér, hvort hér sé um einhvers konar tilraun skrifara til að tengja ýmsar guðshugmyndir fornaldar inn í heildarmynd YHWH, þannig séu vísanir í glæsilega guðasyni og risa hugsanlega tilvísanir til goðsagna Grikkja. Þannig séu þessi vers einhvers konar “spin” á handriti kvikmyndarinnar Thor sem er væntanleg í kvikmyndahús nú í sumar. Nú veit ég ekki, en minnir að það hafi verið einhverjar aðrar skýringar nærtækari þegar ég stúderaði textann. En hvað um það. Continue reading 1. Mósebók 6. kafli

1. Mósebók 5. kafli

Nú er komið að fyrstu ættartölu Biblíunnar og það vekur athygli að allir urðu þeir fremur gamlir sem nefndir eru. Ég hef alltaf verið skotinn í hugmyndinni að talan sem nefnd sé, eigi við mánuði (tungl) en ekki ár (sól). Það hins vegar gengur vart upp þegar haft er í huga að þá var Kenan um 6,5 árs þegar hann átti sitt fyrsta barn. Continue reading 1. Mósebók 5. kafli

1. Mósebók 4. kafli

Sagan af Kain og Abel er margþætt. Á persónulegum nótum lýsir hún, öfund og ólund, glímir við reiði, sorg og eftirsjá. En hún er líka saga um spennu á milli akuryrkjusamfélaga með fasta búsetu og hirðingjasamfélaga. Ef til vill á sagan uppruna sinn í akuryrkjusamfélagi með léleg landgæði, sem hrekst frá einum stað á annan. Hugsanlega er hér um að ræða réttlætingu á því að til séu landlaus samfélög. Síðari hluti kaflans gerir síðan grein fyrir tilvist margvíslegra menningarhópa í frjósama hálfmánanum, þar sem í senn er gerð grein fyrir sérkennum þeirra og minnt á að þau eiga sér sameiginlegan uppruna.

1. Mósebók 3. kafli

Adam var ekki lengi í Paradís. Tími sakleysisins entist ekki lengi, frásagan sem hefst í 2. kaflanum kynnir til sögunnar blygðun og skömm, vitneskjuna um gott og illt. Guð er hér eins og í síðasta kafla í nánu samneyti við mannkyn. Tilraun Guðs til að vernda mannkyn frá veruleikanum mistekst, og e.t.v. kallast sagan á við söguna um Búdda og tilraunir föður hans til að halda honum frá eymdinni og óréttlætinu. Continue reading 1. Mósebók 3. kafli

1. Mósebók 2. kafli

(Frá 5. versi)

Sköpunarsaga annars kaflans segir frá Guði sem er virkur þátttakandi. Sköpunarverkinu er fundin staður í Frjósama hálfmánanum. Lífið í aldingarðinum er ljúft líf, maðurinn virðist lifa í sátt við sköpunarverkið. Textanum virðist ætlað að réttlæta mismunandi stöðu karla og kvenna, með tilvísun til þess að maðurinn kom fyrst og konunni var fyrst og fremst sköpuð sem meðhjálpari. Misvægi milli karla og kvenna er þó ekki algjört í textanum, þar sem það virðist gert ráð fyrir að karlar yfirgefi sína fjölskyldu og gangi til liðs við fjölskyldu konu sinnar við giftingu. Þannig er það stórfjölskylda konunnar sem er ráðandi en ekki karlsins. Þessa nálgun á ráðandi þætti fjölskyldu konunnar má sjá í samskiptum Bóasar við Rut og Naómi í Rutarbók, þó hún sé ekki til staðar í fyrri hluta þeirrar bókar.

Í lok 2. kaflans lesum við að í heimi aldingarðsins hafi blygðun ekki verið til. Allt var gott og fallegt.

1. Mósebók 1. kafli

(Hér horfi ég til 1. Mós 1.1-2.4)

1. Mósebók hefst á helgihaldstexta. Texta sem líkast til hefur mótast í helgihaldinu, þar sem lesari fer með texta sem lýsir mögnuðu sköpunarverki Guðs og þátttakendur í helgihaldinu svara. Ýmist með orðunum: “Það var kvöld, það varð morgun …” eða “Og Guð sá að það var gott.” Continue reading 1. Mósebók 1. kafli

Að lesa flókna texta

Næsta rit Biblíunnar sem ég ætla að blogga er Genesis eða 1. Mósebók. Það er líklega flóknasta rit Biblíunnar fyrir margar sakir. Ritið er ofið saman úr margvíslegum textum frá mismunandi tímum, sem margir höfðu varðveist í munnlegri geymd jafnvel um aldir. Það eru margar leiðir til að greiða ritið í sundur, sú þekktasta er að greina ritið í J, E og P þræði. J stendur fyrir Jahve eða öllu heldur YHWH, Guð Ísraelsmanna sem gengur úti í kvöldsvalanum í Eden. E stendur fyrir Elohim, Guð alsherjar sem skapar allt og hefur tilhneigingu til að horfa á heiminn úr fjarlægð, Guð sem Bette Midler syngur um í laginu “From a Distance.” Loks stendur P fyrir texta sem eiga líkast til uppruna sinn hjá prestastétt gyðinga í herleiðingunni í Babylóníu. Continue reading Að lesa flókna texta

Óbadía

Óbadía er sár og reiður. Edómitar notfærðu sér varnarleysi íbúa Júdeu. Ekki nóg með að þeir létu hjá líða að koma til aðstoðar, þeir mættu á staðinn og rændu því sem eftir stóð. Sýn Óbadía fordæmir siðleysið, minnir á að jafnvel í stríði milli þjóða þurfi að gilda ákveðnar reglur. Þannig sé herfang ekki meira en sigurvegarinn þarfnast, það sé skylda sigurvegarans að eftirláta eitthvað til viðurværis þess sigraða. Continue reading Óbadía

Jóhannesarguðspjall 20. kafli

Jæja, það er ekki nóg með að Pétur sé yfirleitt úti á þekju. Hann hleypur líka hægar en lærisveinninn sem Jesús elskaði. Hversu mikið “diss” er það að koma því að í mestseldu bók heims að félagi þinn hlaupi hægar en þú. Ef ég hef haft minnstu efasemdir um að lærisveinninn sem Jesús elskaði hafi komið að ritun Jóhannesarguðspjalls, þá eru þær efasemdir ekki lengur til staðar. Vá, þú ert að fara að tala um upprisu Jesú Krists, stærsta viðburð sögunnar og byrjar á því að tala um að þú hlaupir hraðar en félagi þinn Pétur. Djíí, ég verð að segja að þetta toppar eiginlega allt, nema kannski þá upprisuna sjálfa. Continue reading Jóhannesarguðspjall 20. kafli