Í Ministry of Educating myndaðist umræða áðan um fagmál í kirkjunni. Mikilvægt umræðuefni fyrir margra hluta sakir og ekki síður í íslensku samhengi. Hvernig getur kirkjan talað á “relevant” hátt í umhverfi sínu. Continue reading Vandamál guðfræðískunnar
Category: Íslenska
Þarf að segja meira
https://www.youtube.com/watch?v=_n4mdcXa8B0
Sitt eigið
Ég hef undanfarna mánuði notað lítillega sértækan rss-lesara sem ég setti upp á “eigin server” og þannig fylgst með uppfærslum hjá fjölda miðla og bloggara á internetinu. En í stíl við yfirfærslu annála af hinu hreint ágæta kerfi Örvars yfir á WordPress MU, ákvað ég að leggja eigin kerfi, sameina enska bloggið mitt (sem var fremur smátt í sniðum) við annálinn minn og taka upp Google Reader til að vakta náungann.
Lokið, en þó aldrei lokið
Í kvöld var lokahluti námskeiðsins um viðbrögð kirkjunnar við stóráföllum. Við sem vorum í New Orleans stóðum að fjáröflunarkvöldverði í Trinity Lutheran Seminary, þar sem við fluttum stutt erindi, sýndum myndir og stóðum að uppboði. Rúmlega 130 manns mættu og borðuðu spagettí, með kjötbollum og sósu. Alls söfnuðust $3249 til styrktar Lutheran Disaster Response og $1627 sem renna til safnaða á svæðinu. Stuðningsaðilar málsverðarins voru m.a. Bexley Monk, Cosí, Panera og Kroger. Nú er þessum hluta lífsins formlega lokið, en reynslan hefur breytt mér mikið.
Trúarlegar tilvísanir Frjálslynda flokksins
Það er nú einfaldlega svo að trúarleg stef hafa tilhneigingu til að endurtaka sig. Höfnun réttborna erfingjans er líklega þekktast þeirra. Nú sjáum við fleiri stef ljúkast upp, Lk 4.16-30, kemur skiljanlega upp í hugann. En hætt er við að pálmagreinafögnuðurinn, þegar spámaður finnur sér nýja borg breytist í krossfestingu, en vonandi bíður síðan upprisan handan við hornið.
Upphaflega birt á halldorelias.blog.is sem viðbrögð við “Magnús Þór kjörinn varaformaður Frjálslynda flokksins.”
99 stig
Fyrir tæpum 20 árum kallaði skólastjórinn í gagnfræðaskólanum mínum, mig inn á skrifstofuna sína. Þannig var að niðurstöður samræmdu prófanna voru nýkomnar í hús. Af einhverjum ástæðum sá hann ástæðu til að ræða við mig sérstaklega um niðurstöðu stærðfræðiprófsins.
Vinaleiðin
Ég var fyrir margt löngu búin að ákveða að skrifa ekki færslu um Vinaleiðina hér á annálinn minn, nema undir rós. En þar sem ég er ekki mikill prinsipmaður, þá ætla ég að nótera nokkra mikilvæga þætti, sem ég tel að þurfi að líta til og byggi á ummælum mínum á Vantrúarvefnum.
Glósukrot
Ég var að taka til í glósunum mínum, nokkrar setningar á annars óskiljanlegu krotblaði, líklega úr nokkrum ólíkum kúrsum.
- Heresies are luxury of a bored church.
- Skoða tengsl Nestorianisma og kristinna í Kúrdistan samtímans.
- Word of God í skilningi Luthers er fjórþættur a.m.k. Logos, Message about Jesus, Kerygma of Jesus og The Holy Scriptures. Hvernig við nálgumst þessa þætti og forgangsröðum þeim hefur áhrif á the Authority of the Bible.
Fjölbreytt verkefni
Það er nóg að gera þessa dagana.
Sjálfhverf trúarnálgun
Hin sjálfhverfa trúarnálgun var bara ekki til í veröld Biblíunnar. Hinn trúaði reynir hins vegar að þjálfa sig í tengslunum, reynir að skilja í hverju vilji Guðs með lífi hans eða hennar er fólginn.
Prédikun Sigurðar Árna í dag er líklega ein af þeim allra bestu sem ég hef lesið. Hún er fræðandi, gagnrýnin á samfélagið, hún hefur spámannlegt blik. Sigurður hafi kærar þakkir fyrir.
Já, ekki yngist maður
Ég er að skrifa pappír í Ministry in Worship, þar sem ég geri grein fyrir aðkomu minni að trúarlegu helgihaldi. Ég að sjálfsögðu lít á barnamessurnar í Laugarneskirkju, þegar Jesús í rauða sloppnum gnæfði yfir altarinu. Ég geri grein fyrir uppbyggingu KFUM/KFUK og síðar KSS funda sem helgihalds með ofuráherslu á orðið og orðið eitt. Hins vegar var mest sjokkerandi vangaveltan um hlutverk bænastunda í kapellunni í Vatnaskógi, en þar kemur fram að ég fór í fyrsta skipti í flokk í Vatnaskógi fyrir 26 árum. Ég vissi ekki einu sinni að ég væri svona gamall. Það sem verra er, ég gæti séð fram á möguleika á að koma kannski til Íslands í sumar í 10 daga, og það fyrsta sem ég hugsaði um var hvort það passaði við flokkaskrána í Skóginum.
Da Vinci Code og Pálmasunnudagur
Það kom upp í huga mér rétt í þessu hvort vinsældir Da Vinci Code og kenningarinnar úr The Holy Grial and Holy Blood, séu ekki enduróm fagnaðarlátanna á Pálmasunnudag. Þörfin fyrir veraldlegan konung, útvalinn leiðtoga, sem breytir öllu og gerir allt rétt í heiminum. Fagnaðarlætin þögnuðu síðar í kyrruviku, en þörfin fyrir hinn útvalda sanna veraldlega leiðtoga er enn til staðar. Ef bara barnabarnabarnabarnabarnabarnabarnabarnbarnabarn Jesús væri tilbúið til að taka á vandanum í heiminum, þá myndu margir mæta með pálmagreinarnar og vonast eftir að allt yrði gott. Það er nefnilega auðveldara að mæta með pálmagreinar á The Mall en að breyta sjálfum sér.
Besserwisser
Ég er um þessar mundir í Ministry of Worship og þarf að lesa mikið magn fræðigreina og bóka á sviði helgihalds. Af þeim sökum hefur hugtakið “besserwisser” verið ofarlega í huga mínum. Það er hins vegar gaman að segja frá því að hugtakið er ekki enskt og því lítið gagn í að nota það í samræðum hér, til að útskýra afstöðu mína. Það hef ég nú fengið að reyna.
KSS-kynning
Fyrir rúmlega 15 árum komum ég og Magnús Fjalar að kynningarmálum í KSS. Við hönnuðum og stóðum að hinni frábæru kynningu: “Ég vil þig fyrir vin”. Meðal þess sem við gerðum voru plaköt með mynd af agressívum banjóspilara af Strikinu sem brosti hinu svakalegasta brosi og horfði beint í myndavélina. Þetta er að mínu viti eitthvert skemmtilegasta KSS-plakatið ever og á pari við “Þau voru nakin” plakatið nokkrum árum síðar (sem er það flottasta). Continue reading KSS-kynning
Metnaður
https://www.youtube.com/watch?v=nc1eRmk7ijc
Það verður að viðurkennast að önnur auglýsingin er síst, en hrikalega er fyndið að eyða peningum í að gera grín að sjálfum sér að eyða peningum.
Ofvirkinn
Stundum þegar ég velti fyrir mér vinnubrögðum innan kirkjunnar flýgur mér stundum í hug Radíusflugan um Ofvirkjann. Þannig var samþykkt á Kirkjuþingi í október 2005 að stofna launanefnd kirkjunnar sem tæki að sér gerð rammasamninga við stéttarfélög.
Tvíhyggja: til minnis og skoðunar
Í vangaveltum um tvíhyggju hér á vefnum fyrir nokkrum mánuðum gerði ég mig sekan um naivisma, svo sem ekki í fyrsta sinn. Aðgreining í “objectivan” og mælanlegan veruleika annars vegar og ómælanlegan fullkomlega afstæðan hins vegar, t.d. tilfinningar, viðhorf og mat (e. evaluation) er að sjálfsögðu ekkert annað en birtingarmynd tvíhyggjunnar í hugmyndum Descartes. Þegar kemur að veruleikanum, einstaklingunum, aðstæðunum, kemur síðan glögglega í ljós að svona hugmyndir eru marklausar, nema sem hluti af þörf mannsins til flokkunar og greiningar.
Ónýtur fartölvuskjár
Árið 2006 endaði ekki vel fyrir iBook-tölvuna mína. En seinnipartinn í gær, lokaði Tómas Ingi tölvunni minni og heyrnartólin sem fylgdu iPod-inum mínum lentu á milli lyklaborðsins og skjásins, sem brotnaði. Continue reading Ónýtur fartölvuskjár
Fjárhagslegar forsendur
Þegar ég var að borða morgunmatinn minn í morgun fór ég að hugsa um fjárhagslegar afleiðingar þess að sóknargjaldafyrirkomulagið yrði lagt niður fyrir söfnuðina aðallega á höfuðborgarsvæðinu. Hvers vegna veit ég ekki en stundum hugsar maður skrítnar hugsanir. Eins og staðan er nú þá er gjaldið tæpar 9.050 krónur á hvert sóknarbarn 16 ára og eldra, eða rétt rúmar 750 krónur á mánuði. Þetta merkir að söfnuður með 4000 sóknarbörn er að fá um 36 milljónir króna á ári. Af því rennur í dag 5% í rekstur prófastsdæmisins sem heildar. Ljóst er að þessi 5% yrðu slegin af fyrst, alla vega að hluta. Sameiginleg verkefni eins og fermingarnámskeið í Vatnaskógi, flökkusöngvari og ÆSKR myndu hverfa af verkefnaskrá prófasts í Reykjavíkurprófastsdæmunum, hið sama má segja um menntaferðir og menningardaga. Eitthvað af þessu myndi aðeins hverfa tímabundið, annað yrði samstundis fjármagnað innan hvers safnaðar s.s. fermingarnámskeiðin.
Ábyrgð í neyslusamfélagi
Pétur Björgvin vísar í og fjallar um áhugaverðan veruleika stórfyrirtækja í neyslusamfélagi samtímans. Þar sem samfélagsleg ábyrgð neytenda er notuð til markaðssetningar. Áhersla Hjálparstarfs kirkjunnar á FairTrade viðskipti og þátttaka m.a. Nóatúns í verkefninu er gott dæmi um þetta á Íslandi. Samfélagsleg ábyrgð einstaklinga er um margt annars konar á Íslandi en t.d. hér í BNA en það verður gaman að sjá hver þróunin verður.