Ónýtur fartölvuskjár

Árið 2006 endaði ekki vel fyrir iBook-tölvuna mína. En seinnipartinn í gær, lokaði Tómas Ingi tölvunni minni og heyrnartólin sem fylgdu iPod-inum mínum lentu á milli lyklaborðsins og skjásins, sem brotnaði. Það þýðir með öðrum orðum að skjárinn er ónýtur og tölvan ekki lengur nothæf sem fartölva. Nýtt ár hefst því væntanlega á verslunarleiðangri þar sem ég reyni að finna góðan og ódýran flatskjá, lyklaborð og mús til að tengja við tölvuna og nota hana sem borðtölvu eitthvað fram á þetta ár. Gera má ráð fyrir að ferðin komi til með að kosta $3-400. Einnig kemur til greina að kaupa nýja MacBook en það er meiri fjárfesting og líklega betra að bíða með það um sinn.
Þetta þýðir hins vegar að tölvan mín er óaðgengileg eins og er, og óvíst hvort mér takist að redda þessu áður en skólinn byrjar.

En óháð þessu veseni, þá óskum við lesendum öllum hamingju og gleði á komandi ári.

2 thoughts on “Ónýtur fartölvuskjár”

  1. Gleðilegt nýtt ár Elli og takk fyrir allt á því sem nú er liðið. Þú átt alla mína samúð með tölvuna, vona að þú finnir á því góða lausn.

  2. Takk fyrir kveðjuna, vandamálið var leyst í dag í MicroCenter, 19″ flatur breiðtjaldsskjár, lyklaborð og USB hub. Það eina sem vantar er snúra með litlum jack í lítinn jack til að nota hátalarana í skjánum. Kostnaður í allt $310 sem er kannski ekki mikið fyrir flottan skjá. Ég var því mac-tölvulaus í rétt tæpan sólarhring.

Comments are closed.