Bækur

Þegar ég útskrifaðist í vor fékk ég að gjafabréf í bókabúð lúthersku kirkjunnar í BNA, annars vegar frá búðinni sjálfri upp á $25 og hins vegar frá skólanum sjálfum upp á rúma $43. Svo sem ekki gífurlega miklir peningar, en enginn ástæða til að kvarta. Ég ákvað að bíða með að nota gjafabréfin fram til haustsins og nota þetta upp í skólabækurnar á þessu misseri. Nú í haust, bauðst hins vegar skólinn til að borga allar bækur sem ég þyrfti að nota í kúrsum á árinu og því var ekki mikil þörf fyrir gjafabréfin að mínu mati. Continue reading Bækur

Hafnið þá aðgerðinni

Ef hluthafahópurinn er óánægður með að ríkið leysi bankann til sín, þá er um að gera fyrir þá að hafna aðgerðinni og redda þessu sjálfir. Að gera kröfu um að Seðlabankinn loki augunum og láni þeim peninga til að halda rekstrinum áfram og voni hið besta, er hrokafull afstaða manna sem eru ekki vanir að taka afleiðingum gjörða sinna. Continue reading Hafnið þá aðgerðinni

Bjögun

Það eru því miður ekki allar kannanir jafnar þegar kemur að fræðum um faglegt úrtak. Þannig er hér í BNA yfirleitt notast við landlínusíma við gerð símakannanna, sem veldur því að ólíklegra er að fólk undir þrítugu sé spurt. Það á svo sem einnig við um fólk sem er fátækt. Til að bregðast við svona bjögun eru notaðar ýmsar bakgrunnsspurningar m.a. hvað kosið var í síðustu kosningum og þannig er hugsanlega hægt að leiðrétta skekkjuna í úrtakinu eitthvað, eða með því að spyrja einstaklinga um flokksþátttöku. Continue reading Bjögun

Míka og hógværðin

Ég hélt ég myndi seint gerast rannsakandi hebreskra sagna, en stundum þarf að gera meira en gott þykir. Þannig ákvað ég að nota fyrsta pappírinn af 10 í Gamlatestamentisfræðum hér í TLS, og skoða orðið “hógværð” í Míka 6.8. Mér til undrunar lærði ég fljót að nafnorðið hógværð er í raun þýðing á sögn í hebresku sem ég treysti mér ekki að skrifa. Þessu næst ákvað ég að skoða hvar þessi ágæta sögn kemur fyrir annars staðar í hebresku og niðurstaðan var 0. Ég hugsaði sem svo að hægverska væri nú varla svo sjaldgæf í GT, svo til að leita annarra hebreskra orða sömu merkingar fór ég öfuga leið og leitaði að orðinu hógværð, demutig, ydmygt, ydmykt og ödmjukhet í GT. Þessi orð koma öll fyrir öðru hvoru, sér í lagi ýmsar útgáfur af demutig, en mér til skelfingar sjaldnast í sömu versum. Þannig að mér varð lítið ágengt í þessari athugun minni, enda hógvær og af hjarta lítillátur og gafst því upp. Ég hins vegar skrifaði um leit án árangurs ágætan pappír sem ég mun skila á eftir.

iPhone tengdur annál

Nú er iPhone-inn minn tengdur vid annálasíduna mína mér til gledi og ánægju. Reyndar vantar suma íslenska stafi og síminn hefur mikla thörf til ad leidrétta innsláttinn med enskum ordum, en thetta er samt skemmtilegt.

Litið til baka – þankar um Katrínu og Gústaf

Nú eru liðnir 20 mánuðir síðan ég hjálpaði Alvin að stafla grjóti sem hann ætlaði að nota í sólpall við húsið sitt, tók þátt í að hreinsa út allt nema berar sperrurnar úr húsinu hans Greg, aðstoðaði við uppsetningu sjálfboðamiðstöðvar og málaði innveggi lítillar lútherskrar kirkju sem hafði gereyðilagst í flóðinu. Ég sé fyrir mér fólkið sem sagði sögur af því að hafa hangið á hurðum og borist með flóðinu, það rifjast upp átakanleg saga af biðinni í ráðstefnuhöllinni og ég velti fyrir mér hvernig gaurunum líður sem héldu úti neyðaraðstoð í bláa húsinu í 9th Ward, í von um að hverfið sem þeir höfðu tilheyrt allt sitt líf yrði endurreist.

Ég hugsa líka til prestanna sem við hittum, sem margir hverjir unnu hörðum höndum að fá fleiri sjálfboðaliða, höfðu í 15 mánuði vaknað á hverjum degi með það eitt að markmiði að hjálpa fleirum, án þess að hirða um eigin heilsu og hunsuðu með öllu áfallastreituna sem var augljóslega til staðar og var hvað greinilegust þegar við nemendurnir settumst niður með þeim dag eða tvo til að fræðast um hvað það þýddi að reyna að þjónusta náungann í ómögulegum aðstæðum.

Ég heyri í fjölmiðlum að skólabílarnir eru núna notaðir til að koma fólkinu í burtu, ég velti samt fyrir mér hvort að kettirnir og hundarnir fái að fara með. Ég sé fyrir mér merkingarnar á húsunum, “1 CAT DEAD”, “1 DOG+2 CATS DEAD”, og hugsa til konunnar sem sagði frá því hvernig hún gat ekki fengið af sér að skilja hundinn sinn eftir og ákvað að sitja af sér Katrínu. Vonandi kemur ekki til þess á morgun að einstaklingar láti lífið vegna þess að kerfið gerði ekki ráð fyrir gæludýrum.

Það er átakanlegt að heyra að varnargarðarnir verði ekki tilbúnir fyrr en eftir þrjú ár. Það er ömurlegt að vita til þess að einungis hefur verið notast við fjórðung þess fjármagns sem er búið að samþykkja í verkið. Það er sársaukafullt af gruna að veggirnir sem séu tilbúnir verji þá efnameiri, en veggirnir um 9th ward hafi verið látnir mæta afgangi. Ég vona samt að grunsemdir mínar byggist á fordómum mínum í garð stjórnvalda, en ekki veruleikanum.

Einhver kann að spyrja um Guð í öllu þessu og það er ekki skrítið. Það er ekki auðvelt að sjá Guð, þegar vatnið lyftist yfir varnargarðana og skellur á íbúðarhúsum. Alla vega er ekki auðvelt að sjá algóðan Guð. Það verður ekki auðvelt að sjá kærleiksríkan Skapara í gegnum mókið og hitasvækjuna þegar vatnið byrjar að sjatna.

En ég trúi því að Guð sé þarna, Guð birtist í augum og höndum einstaklinga sem þjást af áfallastreitu, en fara á fætur, dag eftir dag, mánuð eftir mánuð og leita leiða til að gera lífið betra. Sá Guð sem ég trúi á kallar okkur til að vera hendur sínar, augu og fætur. Það er í gegnum þá sem hlýða kallinu sem við getum séð Guð. En ekki bara í gegnum þá. Guð er líka í þeim sem þarfnast hjálpar, við getum séð Guð í þeim sem líða og þjást. Sá Guð sem ég trúi á er nefnilega ekki bara aðgerðasinni, hann gefur sjálfan sig okkur á vald, þjáist með og fyrir okkur.

Tryggingar fjármálafyrirtækja

Það er ekki auðvelt að skilja hvað er í gangi í bankaheiminum þessa dagana. Íslensk fjármálafyrirtæki skila fínum hagnaði en virðast ekki njóta neins trausts utan landssteinanna. Hagnaðurinn er sagður byggjast á viðskiptum með íslensku krónuna, en á sama tíma vilja fjármálafyrirtækin krónuna feiga. Þegar svo við bætist að sparisjóðir eru að verða/hafi orðið gjaldþrota á landsbyggðinni þó hljótt fari, þá hlýtur hverjum vitibornum manni að bregða. Það að bankarnir sumir hverjir hafi fengið lán hjá lífeyrissjóðum til 5 ára og lánað áfram til 40 ára, er ekki til að auðvelda manni að skilja þetta allt saman. Enda skilst mér að nú þegar kemur að skuldadögum 5 ára lánanna séu fáir tilbúnir til að lána bönkunum aftur og hvað þá til langs tíma og því eigi þeir ekki hægt um vik að greiða lífeyrissjóðunum það sem þeim ber. Continue reading Tryggingar fjármálafyrirtækja

Twitter er blogg samtímans

<p>Ég er sjaldnast alveg &quot;up-to-date&quot; á nýjungum og þegar Árni Svanur benti mér á twitter, var ég svo sem ekki of spenntur. Hins vegar held ég núna að óhætt sé að fullyrða að tweet er blogg framtíðarinnar (ef við skilgreinum framtíðina fremur stutt og þröngt). Af þeim sökum verður lítið um uppfærslur á þessari síðu í nánustu framtíð nema fréttaflutningur Morgunblaðsins hreinlega hrópi á viðbrögð. </p>

Twitter er blogg dagsins í dag

Eftir að hafa tekið mér frí frá bloggskrifum í sumar hef ég nú ákveðið að notast alfarið við Twitter í skemmri skrifum en notast við annálinn fyrir lengri pistla. Þetta þýðir í raun að ég mun ekki skrifa hér reglulega á næstu vikum og mánuðum, þó líklega muni birtast pistill og pistill. Hvort það skipti hins vegar miklu máli þar sem líklegast hefur dregið mjög úr lestri annálsins míns eftir langt hlé er hins vegar önnur saga.

Hafir þú áhuga á að hugsunum mínum er mun vænlegra að fylgja mér eftir á twitter, en notendanafn mitt á þeim slóðum er halldorelias. Tweet-inn verða að mestu skrifuð á ensku. Til að auðvelda eftirlit birtast tweet-in einnig í Facebook statusnum mínum.

Ein af ástæðum þess að ég er áhugasamur um hið knappa twitter form er m.a. sú að möguleikarnir sem felast í samspili iPhone símans og twitter eru margfalt meira spennandi en á milli WP og símans. En ég stefni að því einnig á komandi hausti að draga nokkuð úr fartölvunotkun og notast meira við símann og blöð/penna við nám og störf.

Fíknin sterk

Það gekk mun verr að draga úr veflestri í sumar en ég ætlaði. Auðvelt væri að afsaka það að skjótast á síður hinna og þessa, enda alltaf eitthvað áhugavert í trúmálaumræðunni eða nauðsynlegt að fylgjast með krepputali landans enda erum við hjónin háð gengissveiflum. Veruleikinn er hins vegar sá að ég man mjög fátt af því sem ég varð að lesa.
Þannig fólst veffríið mitt aðallega í samdrætti í skrifum, þó ég gæti haldið því fram að lestur hefði eitthvað minnkað. Eftir þessa sumarreynslu hef ég því ákveðið að taka ekki upp notkun á rss-lesara á ný, heldur fylgjast með umræðunni á vefsvæðum á óskipulagðan hátt líkt og í sumar.
Ég hyggst heldur ekki opna fyrir umræður á vefjum mínum að jafnaði, enda lít ég á þetta sem mitt sápubox frekar en kaffihús. Hvort ég breyti þessu fyrir einstakar færslur mun hins vegar koma í ljós.

Meðan ég man. Í samræmi við þá fullyrðingu mína að launamál einstaklinga og skattgreiðslur séu ekki einkamál, þá er sjálfsagt að taka fram að ég greiddi enga skatta á síðasta ári og heildartekjur mínar á Íslandi og í BNA námu alls 26.908 krónum á mánuði.

Ekki beint

Sjálfsagt er talan ekki fjarri lagi að 4 milljarðar manna hafi aðgang að sjónvarpi sem sýnir frá setningu Ólympíuleikanna. Hvort allir þessir setjist niður og horfi er önnur saga. Það vekur samt sem áður athygli mína að það er ekki sýnt beint frá athöfninni hér í BNA. Skv. NBC verður athöfnin ekki fyrr en kl. 18:00 í kvöld eða 22:00 að íslenskum tíma.

Á Íslandi í mánuð

Ég verð með börnin á Íslandi í einn mánuð í sumar. Við mætum öll til landsins á fimmtudaginn og ég verð með krakkana fram yfir Verslunarmannahelgi. Jenný verður með okkur í eina viku en þarf síðan að fara aftur út í vinnu. Ég verð m.a. með hugleiðingu á Sæludögum í Vatnaskógi og með fræðsluerindi á sama stað á laugardeginum um Verslunarmannahelgi um Obama, Wright og Guð – Um Bandaríkin sem fæst okkar þekkja. Þar mun ég staldra stuttlega við þann veruleika sem Jeremiah Wright talar út úr/talar inn í, kem inn á frelsunarguðfræði svartra og nálgun James Cone. Ég velti fyrir mér hvernig þessi guðfræði hefur mótað Barack Obama og hvernig fjölmenningarlegur (postmodern) bakgrunnur hans hjálpar honum að standa samtímis innan og utan kenninga frelsunarguðfræðinnar.

Ef þú þarft að hafa samband við mig meðan ég er á Íslandi, þá er síminn minn 893 6687. Ég verð ekki með tölvu að staðaldri og veit ekki hvort ég tími að skoða póstinn minn reglulega með 3G símanum mínum.

Sumarbúðir

Þessi grein vakti áhuga minn í Time þessa helgina.

I’ll hate not talking to my daughter. But I agree with MIT psychologist Sherry Turkle, who says our gizmos are a “tethering technology,” a new kind of apron string, strong albeit wireless, a safety net woven a bit too tight. When colleges report kids explaining their lateness to class with the excuse that their mother forgot their wake-up call, when a professor finds undergraduates communicating with parents more than 10 times a week, I look back on my once-a-week calls home to the parents I was very close to and wonder if this really counts as progress.

The Meaning of Summer Camp by Nancy Gibbs.

Af vefnum

Nokkrum sinnum á undanförnum árum hef ég tekið mér vef-sabbatical eða veffrí, ýmist að fullu eða hluta í lengri eða skemmri tíma. Fyrir rúmum mánuði fór ég yfir netnotkun mína og síðustu daga, í tengslum við áhugaverða umfjöllun Thomas L. Friedman í “The World is Flat” um blogg hef ég ákveðið að nota tækifærið og gera nokkrar breytingar. Þar sem ég er ekki lengur í námi næstu fjóra mánuði mun ég draga verulega úr netneyslu. Þannig mun ég í sumar ekki notast við FaceBook, Twitter og hætta skrifum á blog.is og annall.is fram undir miðjan ágúst. Ég hyggst hætta alfarið að lesa blogg og draga úr lestri fréttamiðla sem frekast er kostur. Á þessum tíma mun ég ekki notast við Flock-vafrann heldur einvörðungu Safari.

Ég mun takmarka vefnotkun við upplýsingasíður um sýningartíma kvikmynda, sjónvarpsdagskrá og veður. Ég hyggst einskorða vefsamskipti við gmail, gCal og Skype. Ég mun notast við flickr og gVideo en einvörðungu í tengslum við upplýsingasíðu fjölskyldunnar. Aðrar síður sem ég mun nota þegar þörf krefur eru ferðasíður, heimabankar, Donatos, Amazon og Papa John’s. Loks mun ég annast nauðsynlegt viðhald á vefsíðum sem ég hef gert fyrir aðra ef þörf krefur, og í tengslum við sérverkefni mun ég notast við vefgögn The Benefit Bank, heimasíðu Healthy Congregations, OhioLink og heimasíðu Trinity.

Ég mun um miðjan ágúst, skrifa færslu hér á annál um hvernig meðvituð breyting á netnotkun hefur áhrif á atferli og líðan. Síðan mun auðvitað fljótlega koma í ljós hversu sterk fíkn blogglestur og -skrif er í raun og veru.

Meistaranámi í leikmannafræðum næstum lokið

Í fyrramálið mæti ég í síðustu kennslustundina í meistaranáminu mínu í leikmannafræðum (Master of Lay Ministry). Jafnframt skila ég ritgerð um Sálgæslu sem verkefni safnaðarins alls, sem ég var að ljúka við að skrifa núna kl. 3:19, en geri reyndar ráð fyrir að lesa og leiðrétta í fyrramálið (á eftir). Það er við hæfi að leikmannanámið mitt endi á ritgerð, þar sem ég gagnrýni málefnalega en ákveðið prestamiðlægni kirkjunnar og bendi meðal annars á hvernig Biblíurýni og veikur sakramentisskilningur kirkjunnar, gerði sálgæslu að sérstöku fagi presta, í tilraun til að öðlast hlutverk þegar allt benti til að prédikunarhlutverkið og útdeiling sakramentana hefðu misst gildi sitt. Mér til stuðnings vísa ég í tvo stórkostlega ólíka fræðimenn. Annars vegar anglíkana að nafni A.J. van den Blink, mikinn sálgæslugúru og hins vegar gasprara úr ranni evangelista eða baptista að nafni Reggie McNeal.

[Ég skilaði ritgerðinni rafrænt kl 8:46 í morgun og mætti þar af leiðandi 17 mínútum of seint í tíma sem byrjaði 8:30. Þegar tímanum lauk núna kl. 9:45 er ég því formlega búin með öll verkefni og alla tíma vegna MALM gráðunnar. Nú er bara að bíða fram á laugardaginn 24. og sjá hvort ég fái ekki pappír um afrekið.]

Óháð úttekt / Kosning

Úttekt Eduniversal er á engan hátt fræðileg, þó e.t.v. sé hún óháð. Þannig eru deildarforsetar Háskóla beðnir um að mæla með skólum í öðrum löndum en sínum eigin (en þó ekki meira en helmingi allra skóla í viðkomandi landi). Út frá meðmælum deildarforsetana er síðan listinn útbúin. Hér er því mun fremur um að ræða fegurðarsamkeppni en úttekt.

Spurningin sem lögð var fyrir var eitthvað á þessa leið. Ef nemandi væri á leið til Íslands í nám í viðskiptafræðum með hvaða skóla mælirðu? Rétt er að taka fram að HR var eini íslenski skólinn á listanum.

En það er samt þörf á að óska HR til hamingju með að vera sætur. 

Verkefnaskil og námið mitt

Í dag kl. 13:10 sendi ég með tölvupósti lokaverkefnið í námskeiðinu Transformational Leadership, ritgerð upp á rúmlega 20 síður til kennarans míns í Methodist Theological School of Ohio. Ég fékk tölvupóst frá kennaranum mínum kl. 14:14, þar sem hún var búin að fara yfir verkefnið og tillkynnti mér að einkunnin mín fyrir kúrsinn væri B. Það liðu þannig 64 mínútur frá því að ég skilaði þar til kennarinn hafði lokið við að lesa það yfir, skrifa ábendingar og athugasemdir við ritgerðina og gefa mér einkunn fyrir kúrsinn.
Continue reading Verkefnaskil og námið mitt

Áminning

We typically hire children’s and student ministers to run programs for children and young people. In fact, this approach by the church may do more to decimate the home as a spiritual center than anything coming into the home on television or the Internet.
(McNeal, Reggie. The Present Future. San Francisco: Jossey-Bass, 2003. p 88)

“Healthy Congregations” ráðgjafi

Í gær lauk ég ráðgjafanámskeiði hjá “Healthy Congregations, Inc”, en þar með hef ég heimild til að skipuleggja námskeið og kenna námsefni fyrirtækisins. Efnið byggir í grunninn á kenningum Murray Bowen um fjöskyldumynstur eða -kerfi (Family systems theory) og hvernig þau hafa áhrif og móta félagsheildir og leiðtoga.
Það var líklega komin tími til að ég lyki svona námskeiði enda hef ég unnið að sérverkefnum ýmiskonar fyrir HC í næstum eitt ár.