Twitter er blogg dagsins í dag

Eftir að hafa tekið mér frí frá bloggskrifum í sumar hef ég nú ákveðið að notast alfarið við Twitter í skemmri skrifum en notast við annálinn fyrir lengri pistla. Þetta þýðir í raun að ég mun ekki skrifa hér reglulega á næstu vikum og mánuðum, þó líklega muni birtast pistill og pistill. Hvort það skipti hins vegar miklu máli þar sem líklegast hefur dregið mjög úr lestri annálsins míns eftir langt hlé er hins vegar önnur saga.

Hafir þú áhuga á að hugsunum mínum er mun vænlegra að fylgja mér eftir á twitter, en notendanafn mitt á þeim slóðum er halldorelias. Tweet-inn verða að mestu skrifuð á ensku. Til að auðvelda eftirlit birtast tweet-in einnig í Facebook statusnum mínum.

Ein af ástæðum þess að ég er áhugasamur um hið knappa twitter form er m.a. sú að möguleikarnir sem felast í samspili iPhone símans og twitter eru margfalt meira spennandi en á milli WP og símans. En ég stefni að því einnig á komandi hausti að draga nokkuð úr fartölvunotkun og notast meira við símann og blöð/penna við nám og störf.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.