Það vekur athygli mína að í Stefnumótunarplaggi þjóðkirkjunnar eru samskot talin leið til fjáröflunar. Þannig er fórn guðsþjónustunnar sögð liður í stoðþjónustu kirkjunnar og flokkuð undir liðnum sértekjur og koma hvergi annars staðar fyrir. Þarna tel ég að séu grundvallarmistök á ferðinni. Continue reading Í tilefni stefnumótunar – Samskot í guðsþjónustum
Author: Halldór Guðmundsson
Tákn á KSF-fundi
Á fundi Kristilegs stúdentafélags nú í kvöld ætlaði ég að notast við hefðbundið guðsþjónustuform í óvenjulegum aðstæðum. Continue reading Tákn á KSF-fundi
Vefvistunarfyrirtæki
Þetta fyrirtæki vistar vefsíður með php og mysql stuðningi fyrir lítinn pening, http://pagesgarden.com/.
Hafa játningar þýðingu í dag?
Það er áhugaverð spurningin sem vaknar við mál Thorkild Grosbøll “fyrrum” sóknarprests í Taarbæk.
Þakkir á vantru.net
Í Fréttablaðinu í dag er birtur kafli af vantrú.net um magnvilluna. Ég ákvað að lesa greinina og sá þá mér til mikillar gleði að mér er þakkað í lok hennar. Það verður að teljast óvænt en jafnframt skemmtilegt að fá þakkir fyrir framlag sitt á vantru.net.
Í tilefni stefnumótunar – Þankar um kirkjuna mína I
Ég stóð við moltuhauginn með skófluna í gær þegar góður maður sagði mér að hann þyrfti að heyra í prestinum fljótlega. Það væri ólíðandi hvað þeir væru byrjaðir að tjá sig pólitískt. Þeir yrðu að átta sig á því að í söfnuðinum væri fólk úr öllum flokkum.
Continue reading Í tilefni stefnumótunar – Þankar um kirkjuna mína I
Lágjaldaflugfélög
Lágfargjaldaflugheimurinn á uppruna sinn í BNA eins og margt annað. Hér fyrir neðan eru nokkur af þeim helstu skráð niður.
Að vinna illa úr vondri stöðu
Það má Davíð Oddsson eiga að hann er farsæll maður. Eina skiptið sem hann hefur tapað í kosningum, þá hélt hann samt völdum.
Um framkomu á vefnum
Torfi og fleiri hafa bent á [breytt] að orðalag í færslum hjá mér kunni að vera niðrandi og óviðeigandi. Af þeim sökum hef ég tekið þá ákvörðun að breyta þeim færslum sem þetta kann að eiga við um. Þar sem færslum er breytt stendur eftir athugasemd og vísað í þessa færslu hér.
Enda er það alls ekki ætlun mín að vera í sandkassaleik hér eða annars staðar.
5 aura brandarnir
Óli Jói hefur á tíðum sett inn á annálana sína brandara í ódýrari kantinum, sem geta lýst upp daginn. Torfi setti nokkra slíka inn á ummælin mín í dag. Continue reading 5 aura brandarnir
Að hefta eignarhald
Ein af spurningunum sem hljóta að vakna vegna fjölmiðlafrumvarpsins er hvort eðlilegt sé að hefta eignarhald í fyrirtækjum.
Vinstri – hægri snú
Það er alltaf gaman að velta fyrir sér netkönnunum. Birgir.com bendir á eina http://www.politicalcompass.org/. Það er gaman að segja frá því að ég stend eins og hér segir: Continue reading Vinstri – hægri snú
Um hvað snúast fjölmiðlalögin nýju?
Ólafur [breytt] neitaði að skrifa undir breytingar á lögum nr. 53 frá árinu 2000 og lögum nr. 8 frá 1993 í gær. Ýmislegt hefur verið sagt um þessi merku lög. Sumt átti við um frumdrög þeirra, annað átti við um meintar langanir Davíðs Oddsonar. En hvað var það sem Ólafur skrifaði ekki undir? Hér fyrir neðan er inntak breytinganna. Continue reading Um hvað snúast fjölmiðlalögin nýju?
Forsetinn segir upp sem sameiningartákn þjóðar
Ólafur Ragnar [breytt] ákvað í dag að hlutverk forseta Íslands væri ekki lengur að vera sameiningartákn þjóðarinnar. Ástæðan er lög um fjölmiðla þar sem ætlunin var að draga úr völdum kaupsýslumanna.
Continue reading Forsetinn segir upp sem sameiningartákn þjóðar
Hvar kemur trúin til sögunnar?
Ég er um þessar mundir að vinna að bók fyrir starfsfólk í kristilegu starfi. Bókin er endurútgefin, nokkuð endurbætt. Hér birti ég einn af grundvallartextum bókarinnar. Continue reading Hvar kemur trúin til sögunnar?
Spámaður borgaratrúarinnar
Hér er ekki ætlunin að fjalla um spádómlega þáttinn í borgaratrú Bandaríkjamanna. Ég minni einungis á að líkt og rödd spámanna GT er rödd spámanna borgaratrúarinnar, rödd sem kallar á iðrun og yfirbót. Sú rödd fær ekki alltaf mikinn hljómgrunn.
Ekki á morgun heldur hinn
Það er margt hægt að segja um mynd Roland Emmerich “Ekki á morgun heldur hinn (e. The Day After Tomorrow). Þannig má fjalla um hana sem tveggja tíma auglýsingu fyrir John Kerry í komandi kosningum í BNA. Lárus Páll vinur minn myndi líklega hlæja sig máttlausan af enn einni spennumyndinni með veðurfræðingum (hvað er þetta með veðurfræðinga?). Mig langar hins vegar að velta fyrir mér þeim guðvana heimi sem Roland Emmerich skapar.
Týnda tönnin
Ég og Anna dóttir mín vorum að mynda á stafrænu myndavélina mína í gærkvöldi. Þá náði ég þessari mynd af fyrsta skarðinu vegna týndrar tannar.
Til að halda inni einhverjum bakgrunni, þá nota ég fill-in flassið á Ixus-inum mínum. Það kallar einnig fram hreyfingu, líf í myndina. Ixus-inn minn býður nú samt ekki upp á sömu möguleika og sumir aðrir hafa.
Grensáskirkja – mynd
Ég tók þessar myndir í Grensáskirkju í fermingu 2004 og saumaði saman með PhotoStitch 3.1.
Námsefnisráðgjöfin
Á árunum 1985-1997 var 200 börnum úr grunnskólum Reykjavíkur boðið að taka þátt í verkefni fyrir afburðagreind börn, þátttaka í verkefninu var án endurgjalds.