Námsefnisráðgjöfin

Á árunum 1985-1997 var 200 börnum úr grunnskólum Reykjavíkur boðið að taka þátt í verkefni fyrir afburðagreind börn, þátttaka í verkefninu var án endurgjalds.

Árið 2002 birtist grein í tímaritinu High Ability Studies þar sem hópurinn er skoðaður. Þar kemur í ljós að 138 börn tóku þátt en 62 afþökkuðu.

Það sem reynist áhugavert þegar hóparnir tveir eru bornir saman er að félagsleg staða fjölskyldna er að jafnaði lakari í hóp þeirra sem afþökkuðu þátttöku. Með öðrum orðum, það er EKKI nóg að verkefnið sé ókeypis til að börn í félagslega veiku umhverfi taki þátt í vandaðri uppbyggjandi dagskrá, það þarf fleira til.

Niðurstaðan er því þessi. Einstaklingum með sterkar fjölskyldur að baki sér samverkar allt til góðs. (Áður birt á www.simnet.is/jennyb 6. mars 2004, lítillega breytt.)