Þrátt fyrir 120 ára aldursmarkið varð Sara 127 ára og er hún lést frá Abraham var hann væntanlega orðin 136 ára. 23. kaflinn fjallar um að Abraham fær til eignar land til að greftra Söru og festir þannig enn sterkari rætur í Kanaanslandi, að þessu sinni Hebron, og styrkir þannig kröfu afkomenda sinna til fyrirheitna landsins. Þessi texti kallast þannig á við 21. kaflann, þar sem réttur Abrahams til Beerseba er útskýrður.
Author: Halldór Guðmundsson
1. Mósebók 22. kafli
Frásögnin hér er ein af þessum sem hefur orðið grundvallarfrásögn í öllum Barnabiblíum á 19. og 20. öld og hefur verið notuð af einhverjum óskiljanlegum ástæðum í sunnudagaskólaefni um allan heim. Sagan þegar Abraham fer af stað til að fórna syni sínum. Continue reading 1. Mósebók 22. kafli
1. Mósebók 21. kafli
Enn er hlegið, en nú hlægja þau saman Guð og Sara við fæðingu Ísaks. Gleðin er samt ekki hrein, Sara sér tilvist Hagar og Ísmael sem ögrun við stöðu sína og Ísak og krefst þess að þau séu rekin á burt. Hér er frásagan úr 16. kaflanum endurtekin, að þessu sinni aukin og endurbætt í anda E-hefðarinnar. Continue reading 1. Mósebók 21. kafli
Risk Assessment with Children & Youth
1. Mósebók 20. kafli
Enn á ný lesum við sömu frásögn úr annarri hefð. Að þessu sinni lesum við að Abraham hafi farið til Gerar (hvar sem það er) og haldið því fram að Sara væri systir sín. En eins og við e.t.v. munum gerðist þetta í Egyptalandi skv. J-hefðinni. Þetta virðist sama “trikster”-sagan og áður. Continue reading 1. Mósebók 20. kafli
1. Mósebók 19. kafli
Verurnar tvær, englarnir sem fylgdu Jahve til Abrahams í síðasta kafla, héldu ferð sinni áfram til Sódómu. Þar mæta þeir Lot sem krefst þess að þeir gisti í húsi sínu í stað þess að leggjast til hvílu á borgartorginu. Continue reading 1. Mósebók 19. kafli
Samfélagsleg ábyrgð (þankar í mótun)
Ein af grunnstoðum nýfrjálshyggjunnar var/er andlát samfélagsins. Um það eru orð Margaret Thatcher: “There is no such thing as society: there are individual men and women, and there are families” kannski skýrasta dæmið. Án samfélags er engin ábyrgð á öðrum en þér sjálfum og þínum nánustu. Fréttin um slökkvilið smábæjar í Tennessee sem fór eins og eldur um sinu um miðríkin í BNA síðasta haust er dæmi um sigur nýfrjálshyggjunnar á samfélaginu. Nú og svo má nefna árásirnar á stéttarfélög í Wisconsin og Ohio nú á síðustu mánuðum. Continue reading Samfélagsleg ábyrgð (þankar í mótun)
1. Mósebók 18. kafli
Sagan úr síðasta kafla er endurtekin hér. Hér er Guð reyndar, Guð kvöldsvalans, sá sem gengur um meðal fólksins síns, Guð J-hefðarinnar, Jahve. Jahve mætir að tjaldi Abrahams í fylgd tveggja manna, Abraham virðist þekkja hann og býr til veislu, biður Söru um að baka flatkökur, lætur slátra kálfi og býður upp á mjólk og skyr (skv. íslensku þýðingunni alla vega). Jahve vill ekki bara ræða við Abraham líkt og El áður, hann vill að Sara heyri einnig erindið. Nú, er það Sara sem hlær og meðan hlátur Abrahams í 17. kaflanum var vegna þess að hann efaðist um að 100 ára karlmenn gætu getið börn og níræð kona alið það, þá hlær Sara fyrst og fremst að tilhugsuninni að sofa hjá gamla karlinum. Continue reading 1. Mósebók 18. kafli
1. Mósebók 17. kafli
Enn á ný erum við að fást við háaldrað fólk, þó að í þessu tilfelli sé Abram innan 120 ára markanna sem Guð var sagður hafa sett fyrr í bókinni. Enn á ný gerir Guð sáttmála við Abram, en nú felur sáttmálinn í sér nafnbreytingu Abram verður Abraham. Guð heitir Abraham öllu Kanaanslandi í þriðja sinn (ef ég hef talið rétt) og Guð lýsir því yfir að Guð vilji verða Guð allra afkomenda Ísrael. Hér erum við að fást við frásögu E eða P heimildarinnar, meðan fyrri sáttmálar/vilyrði Guðs voru gerð af Jahve og því væntanlega upprunir úr söguarfi J-heimildarinnar. Continue reading 1. Mósebók 17. kafli
1. Mósebók 16. kafli
Biblían er uppfull af sögum um misnotkun og kúgun. Saga Hagar er ein af þeim. Kona sem hefur verið hreppt í þrældóm er notuð til að ala eigendunum barn, vegna ófrjósemis eiginkonunnar. Þegar Hagar verður ólétt, kemur upp afbrýðissemi hjá Saraí, og í kjölfarið flýr Hagar með barn undir belti inn í eyðimörkina, flýr frá kvölurum sínum. Continue reading 1. Mósebók 16. kafli
1. Mósebók 15. kafli
Abram upplifir auð sinn til einskis, þar sem hann og Saraí eru barnlaus. Guð mætir honum og lofar því að hann muni eignast marga afkomendur, en segir honum jafnframt að niðjar hans verði hrepptir í þrældóm en muni losna þaðan með mikinn auð. Það er auðvelt að ímynda sér mikilvægi svoleiðis vilyrðis fyrir fólk í útlegð, hvort sem þessi frásögn nær flugi í Egyptalandi eða Babýlon. Vilyrði Guðs um að ástandið sé tímabundið og í lok kúgunarinnar geti þau snúið aftur til landsins sem Guð hafði lofað.
1. Mósebók 14. kafli
Við lesum hér um átök milli mismunandi ættflokka við botn Miðjarðarhafs. Við lærum að borgirnar Sódóma og Gómorra hafi verið rændar og íbúar hnepptir í þrældóm, m.a. Lot frændi Abram. Þegar Abram heyrir tíðindin safnar hann liði og ræðst að sigurvegurunum að næturþeli, bjargar Lot og endurheimtir eigur fólksins (konungana sem töpuðu orustunni í upphafi). Continue reading 1. Mósebók 14. kafli
1. Mósebók 13. kafli
Abram hagnaðist gífurlega á Egyptalandsævintýrinu sínu. Við lesum um hvernig hann flytur hjörð sína og ættfólk í áföngum til Kanaansland og hvernig þessi mikli auður veldur því að hann og Lot ákveða að skilja skiptum. Abram heldur áfram til á landsbyggðinni og fær vilyrði Guðs fyrir landi til ræktunar og lífs fyrir sig og afkomendur sína. Lot flutti í borgirnar á sléttlendinu. Ein borg er nefnd til sögunnar sérstaklega, Sódóma, þar sem íbúarnir voru bæði illir og syndugir.
Líkt og áður getum við lesið að Abram reisir altari þar sem hann sest að, fyrst við Betel og nú í Hebron.
Icesave auglýsingin mín
Ég get nú ekki sagt að mér hafi mikið til auglýsingar Egils Ólafssonar koma, enda ekki mikið um námagröft á Englandi á 15. öld, en sjálfsagt eitthvað. Eins fannst mér hallærislegt að sjá tilvísun í ameríska bíómynd í auglýsingu já-fólksins. Mér sýnist nefnilega á öllu að deilan snúist fyrst og fremst um hvaða viðhorf við höfum til einhverrar þekktustu sögupersónu íslenskrar bókmenntasögu.
Af þeim sökum ákvað ég að útbúa mína eigin hræðsluáróðursauglýsingu og notast við heimildatækni sem stundum er kennd við Hannes Hólmstein Gissurarson og tel það reyndar við hæfi.
1. Mósebók 12. kafli
Frásagnirnar af Abram og Saraí eru um margt óþægilegar. Textinn í 1. Mósebók er eins og oft áður ofinn saman úr tveimur mismunandi heimildum, þannig virðast atburðir endurtaka sig, þegar farið er frá einni frásagnarhefðinni til annarrar. Jafnframt neyðir lestur textans mig til að takast á við stöðu Hagar og sonar hennar Ísmael. Síðast en ekki síst kallar textinn okkur til að velta fyrir okkur hvað það merkir að njóta sérstakrar blessunar Guðs. Hvort að mér takist gera þessu góð skil þegar ég skrifa mig í gegnum næstu 11-12 kafla verður síðan að koma í ljós.
Continue reading 1. Mósebók 12. kafli
Að vera sannleikans megin
Sú óleysanlega glíma kirkjunnar að vera í senn félagslegur veruleiki breyskra manna og kvenna og á sama tíma í einhverjum skilningi kirkja Guðs, sú kirkja sem við játum í Trúarjátningunni er flókin. Grein á vefnum perspiredbyiceland.com sem ber heitið Kirkjan dregur loforðið um sanna mynd til baka veltir á áhugaverðan hátt upp einni hlið málsins.
Þegar mennirnir sem hafa lofað að vera almannatengslafulltrúar sannleikans á jörðu útvista það eina verkefni sitt til fagaðila andskotans, þá eru þeir búnir að vera. Þá er kirkjan dauð, tóm að innan, hefur ekkert erindi hér lengur.
1. Mósebók 11. kafli
Sagan um turninn í Babel er sagan um tilraun mankyns til að taka sæti Guðs. Þannig lærði ég hana alla vega í sunnudagaskóla. Þegar ég les hana í dag, þá les ég um menn sem ætla að byggja sér minnismerki til að verða frægir eins og stendur í íslensku þýðingunni, eða “make a name for ourselves” í NRSV. Ísland á síðasta tug tuttugustu aldar og fyrsta tug þeirrar tuttugustu og fyrstu var fullt af svona fólki. Continue reading 1. Mósebók 11. kafli
Gospel of John – Chapter 9
As a response to Pastor Al’s sermon this morning I decided to translate one section of my Bible blog. The chapter I have chosen is naturally chapter 9 of John’s Gospel, the gospel reading for today. The idea with the Bible blog is to write down thoughts and speculations that arise when I read through the whole Bible, publishing a chapter a day here on iSpeculate.net. I hope my translation is slightly more accurate than Google Translate would be. Continue reading Gospel of John – Chapter 9
1. Mósebók 10. kafli
Hér fáum við aðra ættartölu 1. Mósebókar. Þeir eru til sem nota þessar tölur til að reikna nákvæmlega út ártalið sem Guð skapaði heiminn. Þeir eru til sem halda að hér sé verið að lýsa með mikilli nákvæmni uppruna allra þjóða. Þeir hinir sömu eru á villigötum. Meðan ég man, það verður ekki heimsendir 21. maí 2011 og ástæðan er ekki að verkfræðingurinn hafi reiknað vitlaust, heldur einfaldlega sú að dæmið sem hann er að glíma við er ekki til. Continue reading 1. Mósebók 10. kafli
Temporary move to Ubuntu
Recently I installed Ubuntu on an old HP laptop, thinking it would be fun to experiment with it. Due to my extensive use of iProducts, and lack of connectivity between them and Ubuntu I have not yet started to use the system as much as I had planned.
However, I have listed few programs that I would like to test out on Ubuntu in coming weeks and months.
- http://en.wikipedia.org/wiki/Scribus
- http://inkscape.org/
- http://wiki.linuxquestions.org/wiki/GIMP
- http://en.wikipedia.org/wiki/Skype
- http://en.wikipedia.org/wiki/Scribus
- http://wiki.linuxquestions.org/wiki/OOWeb