Um færslur

Næstu mánuði mun það lita mjög færslur mínar hér á vefnum að ég er að hefja nám í Trinity Lutheran Seminary (TLS). TLS er fyrst og fremst prestaskóli sem er rekinn af ELCA. Eftir aðeins eina viku hér í skólanum hef ég fengið nýja sýn á ýmsar umræður sem ég hef tekið þátt í síðastliðinn ár hér á vefnum. Hvort ég næ að færa það allt til annáls er óvíst og reyndar ólíklegt, en vonandi á eitthvað af upplifunum mínum eftir að detta hér inn.

Rétt er að taka fram að ég er ekki í prestsnámi, enda offramboð af prestslærðum guðfræðingum á Íslandi.

Eðlisfræði er bara rugl

Þegar ég var í 6.-X í MR forðum, þá var ég duglegur að halda því á lofti að eðlisfræði væri bara rugl, endalausar nálganir að sannleikanum en engin raunveruleg svör. Það væri sko annað með stærðfræði. Þar væri glímt við endanlegan sannleika, ekkert hálfkák og um það bil vísindi. Þegar ég hætti svo í stærðfræði í HÍ eftir nokkra mánuði og fór í Guðfræðideildina var ég óþreytandi við að benda á að þetta væri ekki jafn stór umskipti og margir teldu. Munurinn á stærðfræði og guðfræði væri ekki svo mikill.

Continue reading Eðlisfræði er bara rugl

Helgihald

Á hverjum virkum degi kl. 10:00 er helgihald í Gloria Dei worship center í Trinity Lutheran Seminary. Ég sé ekki fyrir mér að mæta þar daglega, heldur miða við að taka þátt í messunni á miðvikudögum og hugsanlega Taize-stundum á fimmtudögum. Ég ákvað þó sem nýnemi að mæta í gær, enda fyrsta formlega helgistundin á nýju misseri og síðan mætti ég líka í dag.
Continue reading Helgihald

Fyrsti tíminn í Hebrew Scripture/Old Testament

Í dag var fyrsti tíminn í Gamla Testamentisfræðum, sem auðvitað heita ekki Gamla Testamentisfræði hér í BNA, þar sem ekki allir líta á að til sé gilt Nýja Testamenti. Mér sýnist að Biblíukrítíkin standi hér sterkari fótum en hún gerði forðum í guðfræðideildinni. Ég kláraði enda fyrir tíð Jóns Ma. Hins vegar rakst ég á bloggfærslu í kvöld sem mér sýnist að gæti orðið hjálpleg.

Umræður um guðfræði

Ég átti í morgun ágætt netspjall við Arnold á vefsíðunni Vantru.is. Þar sem textarnir mínur voru í lengra lagi og taka að mínu mati á áhugaverðum vangaveltum. Þá ætla ég að halda mínum hluta þeirra til haga hér á annálnum mínum, ég sleppi þó minna gagnlegum athugasemdum. Umræður okkar í heild sinni tilheyra svarhalanum við greinina Nei, Örn Bárður, þróunarkenningin er ekki tilgáta. Innlegg Arnolds eru inndreginn.

Continue reading Umræður um guðfræði

Þáttur kristinna í morðunum í Rúanda

Dr. John Karanja prófessor í kirkjusögu við Trinity Lutheran Seminary, prédikaði við helgihald í morgun út frá Markúsarguðspjalli 7. kafla. Meðan þess sem hann stiklaði á voru vangaveltur um samspil orðs og anda, venjur, hefðir og bókstafstrú. Eitt af því sem hann reifaði í prédikun sinni var þáttur kristinna leiðtoga og leikmanna í þjóðarmorðunum í Rúanda. Ég hafði ekki heyrt um tengsl kirkjunnar við atburðina í Rúanda áður á þennan hátt og því vöktu þau nokkra athygli mína.

Continue reading Þáttur kristinna í morðunum í Rúanda

Sjálfshatur

Sá ágæti kvikmyndahópur HOME hér í Columbus sá saman í kvöld kvikmyndina The Believer (2001). Myndin tekur á áhugaverðan hátt á sjálfshatri, en í uppgjöri við sjálfan sig og uppeldi sitt gerist ungur gyðingur ný-nasisti. Með því móti leitast við að hafna bakgrunni sínum en lendir um leið í því að hata sjálfan sig og það sem hann í raun er.
Continue reading Sjálfshatur

Vandi stjórnsýsluprestsins

Í nýjasta tímariti Trinity Seminary Review fjallar Dr. Brad A. Binau um þann vanda sem fylgir stjórnsýsluhluta (administrative) prestsstarfsins. Viðfangsefnið er nálgast út frá sálgæslunni og velt upp samspili skammar (shame) og stress í starfi prestsins vegna þeirra hluta sem eru í raun for-þjónusta (ad-ministry / pre-ministry) og taka upp stóran hluta af starfi prestsins og koma þannig í veg fyrir að hann geti sinnt köllun sinni.
Dr. Binau talar um að stjórnsýsluhluti preststarfsins hafi tilhneigingu til að verða vélræn í stað þess að vera lifandi og auki þannig vanlíðan prestsins sem finnst hann ekki ná að sinna starfi sínu. Í greininni tekur hann sérstaklega fram að hann sé ekki að reyna að útskýra þá tilhneigingu enda sé það ekki á sínu fræðisviði. En hvað um það, áhugaverð grein sem ég mun skoða nánar við tækifæri.

Plúto ekki lengur með

Samkvæmt frétt í The Other hér í mið-Ohio hafa Disneyfræðingar komist að þeirri niðurstöðu að Plútó sé í raun ekki hluti af Mikka Mús hópnum. Þar sé fyrir til staðar hundur, sem auk þess getur gengið á tveimur fótum og talað líkt og aðrir í hópnum, Guffi. Því sé alls ekki viðeigandi að tala um Plútó sem óaðskiljanlega hluta Mikka Mús-hópsins, enda sé hann mállaus og gangi aðeins á fjórum fótum. Ef skilgreina eigi hann sem hluta hópsins þurfi að innlima fjöldann allan af dýrum sem sjást í bakgrunni sagnanna um Mikka s.s. fugla, ketti og býflugur.

Þökk fyrir samveruna, takk fyrir traustið

Það var blendin tilfinning sem fylgdi því fyrir nokkrum dögum að rífa sig frá fjölskyldunni til að vinna sem forstöðumaður í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Það er nefnilega erfitt að byrja að vinna á ný eftir að hafa haft tækifæri til að vera heima með nýfæddum syni sínum í rúma sex mánuði. Um leið var spennandi að mæta í Vatnaskóg eftir nokkurra ára hlé. Á staðnum beið nýtt samstarfsfólk, nýir strákar, sömu sumarbúðir. Continue reading Þökk fyrir samveruna, takk fyrir traustið

Vantrú.is skv kenningum um jaðarhópa

Fyrr í vor sat ég mjög áhugaverðan fyrirlestur Dr. R. Scott Appleby um samspil trúar og ofbeldis, en þar fjallaði Dr. Appleby um nokkur lykileinkenni bókstafshreyfinga í sjö ólíkum trúarhreyfingum. Dr. Appleby varaði reyndar við bókstafshugtakinu og taldi það henta illa vegna mismunandi eðlis trúarrita í trúarhópunum og væri nær að tala um jaðar- eða öfgahópa. Þar sem öfgar er gildishlaðið og neikvætt orð á íslenku, mun ég hér notast við jaðarhópa.

Continue reading Vantrú.is skv kenningum um jaðarhópa

Gegn hjónabandinu

Stjórnmálin eru öðruvísi hér í BNA. Rétt í þessu var auglýsing á skjánum þar sem kjósendur í Ohio eru varaðir við að kjósa Ted Strickland sem ríkisstjóra. Hann hefði enda barist gegn hjónaböndum. Enda var hann ekki tilbúin til að styðja frumvarp sem skilgreinir hjónabandið einvörðungu sem samband karls og konu. Líklegt er að sú staðreynd muni kosta hann nokkur atkvæði í kosningunum í nóvember.

Óábyrg fréttamennska

Á Vísi.is er frétt í dag um að stjórnvöld hunsi ábendingar um rússneskar þyrlur í stað Super Puma eða Sikorksky. Það sem fylgir ekki er að “MI-172” þyrlurnar frá Kazan Helicopters hafa verið í stöðugri þróun síðustu ár og eru um það bil að fara að fá heimild rússneskra yfirvalda sem viðurkennt farartæki fyrir farþega.

Continue reading Óábyrg fréttamennska

Æskufólk

Þeir hafa gefið fortíðina upp á bátinn. Þeir hafa gert það upp við sig að það skipti engu máli hvort þeir hafi í gær verið ríkir eða fátækir, menntaðir eða fáfróðir, stoltir eða lítillátir, ástfangnir eða tómlátir – ekki frekar en það skiptir máli hvernig gola berst í hári þeirra. Þess háttar fólk horfir beint í augu manns og tekur þétt í hönd manns. Þess háttar fólk er létt á fæti eins og æskumenn.

Úr Draumum Einsteins eftir Alan Lightman
Continue reading Æskufólk

Af hverju hommarnir?

Það hlýtur að vekja upp spurningar í hugum þeirra sem standa utan við hið kirkjulega (kristilega) samhengi hví hommarnir, því það eru jú hommarnir, skuli vekja upp svo sterk viðbrögð hjá þeim sem telja sig sannkristna á Íslandi (en ekki reyndar bara á Íslandi).
Það nefnilega er margt sem hefði getað kallað fram þessi viðbrögð en gerði það ekki.

Continue reading Af hverju hommarnir?