Vandi stjórnsýsluprestsins

Í nýjasta tímariti Trinity Seminary Review fjallar Dr. Brad A. Binau um þann vanda sem fylgir stjórnsýsluhluta (administrative) prestsstarfsins. Viðfangsefnið er nálgast út frá sálgæslunni og velt upp samspili skammar (shame) og stress í starfi prestsins vegna þeirra hluta sem eru í raun for-þjónusta (ad-ministry / pre-ministry) og taka upp stóran hluta af starfi prestsins og koma þannig í veg fyrir að hann geti sinnt köllun sinni.
Dr. Binau talar um að stjórnsýsluhluti preststarfsins hafi tilhneigingu til að verða vélræn í stað þess að vera lifandi og auki þannig vanlíðan prestsins sem finnst hann ekki ná að sinna starfi sínu. Í greininni tekur hann sérstaklega fram að hann sé ekki að reyna að útskýra þá tilhneigingu enda sé það ekki á sínu fræðisviði. En hvað um það, áhugaverð grein sem ég mun skoða nánar við tækifæri.

2 thoughts on “Vandi stjórnsýsluprestsins”

  1. Væntanlega er þessi grein skrifuð í samhengi þess þar sem að prestar eru með formennsku í alls kyns nefndum, þurfa að skrifa upp á reikninga, eru með starfsmannahaldið á sinni könnu, ábyrgir fyrir reikningum safnaðarins … Nefni þetta hér vþa ég tel að stjórnsýsluhlutinn sé hlutfallslega lítill hjá prestum sem starfa á Íslandi miðað við t.d. Þýskaland.

Comments are closed.