Spennandi vetur framundan

Nú er aðlögun minni að Trinity Lutheran Seminary lokið og námið hefst á mánudaginn. Framundan eru spennandi verkefni og ljóst að margt verður öðruvísi þegar við öll fjölskyldan er byrjuð í skóla.
Í gær fékk ég í hendur námskeiðslýsingar á interim-kúrsum í Trinity, en annakerfið í skólanum byggist á þremur meginönnum, tvískiptri sumarönn og einni svokallaðri interim-önn í desember. Á interim önn er einungis boðið upp á að skrá sig í einn kúrs af þeim sem í boði eru. Kúrsinn er kenndur daglega í þrjár vikur og veitir þrjár einingar.
Meðal námskeiða sem boðið verður upp á er dvöl í klaustri í Kentucky og þar sem fjallað verður um klausturlíf og helgihald. Gyðingdómur, rit Lúthers og helförin eru verkefni annars námskeiðs sem m.a. verður að hluta tekið í Helfararsafninu í Wasington D.C. Samfélag múslima í Detriot er verkefni einhverra í desember. Safnaðarstarf á sléttum Nebraska er viðfangsefni annarra. Kirkjuarkitektur í Róm (og Feneyjum) og fornleifafræði á Biblíuslóðum eru í hópi kostnaðarsamari námskeiðanna.
Ég sjálfur á von á að reyna að taka námskeið í hópslysaviðbrögðum og langtímaafleiðingum náttúruhamfara, en námskeiðið verður kennt í Louisiana. Ef ég kemst ekki að þar, þá er auðvitað hægt að taka námskeið um Trú og vísindi sem er kennt í Bexley.

(Birt upphaflega á hrafnar.net)