Biblían er ein af þessum bókum sem ég nota nokkuð og því spennandi að ný íslensk þýðing sé komin út. Hins vegar hef ég ótrúlega litla þörf fyrir að fá ritið í glæsilegu leðurbandi eða með flauelsáferð. Þannig á ég mjög flott eintak af gömlu þýðingunni í mjúku leðurbandi sem ég nota aldrei, en ódýra harðspjalda Biblían mín er hins vegar útkrotuð, hefur komist í kynni við polla og rigningu og stendur fyrir sínu. Eins er NRSV þýðingin í kilju það sem notast er við hér þegar leita þarf í ensku þýðinguna.
Ég spyr því hvers vegna ekki er boðið upp á létta og netta kilju við útgáfu nýrrar Biblíu. Er hugmyndin e.t.v. sú að fyrst sé boðið upp á Biblíur fína fólksins og fermingarbarna og síðan eftir ár eða svo boðið upp á Biblíur til almenningsbrúks?