Grundvallarspurning

Í öllum látunum um REI og OR og Rvk virðist sem grundvallarspurning hafi gleymst. Hvers vegna í ósköpunum hefur Orkuveita Reykjavíkur svona gífurlega mikið fjármagn úr að spila? Ef hagnaður og aukageta fyrirtækisins er svona gífurleg, er ekki rétt að láta viðskiptavini njóta þess?

Minnismerkjasmíði, risarækjueldi og orkuveitur erlendis eru varla kjarnastarfsemi fyrirtækis í almannaeigu sem hefur það að markmiði að útvega almenningi ódýra orku. E.t.v. eru hugmyndir um að selja útrásina og samningur um að OR eigi að halda sig frá útlöndum ekki alskostar vitlausar.

Hugsanlega er besta lausnin að selja Hannesi og Bjarna útrásareinkaleyfið, og snúa sér að því að þjónusta borgarbúa.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.