Lokakafli Jeremía er sagður vera viðauki, en þar er farið stuttlega yfir sögu herleiðingarinnar, fyrst innrásarinnar 597 f.Kr. og síðan 587 f.Kr. Continue reading Jeremía 52. kafli
Jeremía 51. kafli
Eyðing Babýlon er Jeremía enn hugleikinn. Ósigur Babýlon er afleiðing þeirra níðingsverka sem íbúar Babýlon og Kaldeu unnu gegn þjóð Drottins. Guðsmyndir Babyloníumanna eru enda blekking eins og segir í textanum: Continue reading Jeremía 51. kafli
Jeremía 50. kafli
Ekki einu sinni Babýlon er óhult. Jafnvel stórveldið sem engu hlífir verður óvinum að bráð. Þegar Babýlon verður lögð í eyði, fá Júda- og Ísraelsmenn tækifæri til að halda heim á ný. Eyðing Babýlon kemur úr norðri, hersveitir á hestum með bjúgsverð og boga leggja borgina í rúst. Continue reading Jeremía 50. kafli
Jeremía 49. kafli
Jeremía birtir spádóma um Ammóníta, um Edóm, um Damaskus, um Kefar, um konungsríki Hasórs og um Elam. Continue reading Jeremía 49. kafli
Bjartsýni á vettvangi kirkjunnar
Fyrir hið margumtalaða hrun hafði þjóðkirkjan þanist út líkt og margt annað á landinu. Auðveldast er að benda á skuldastöðu og framkvæmdagleði því til stuðnings, en einnig væri hægt að benda á að fjöldi kirkna réð til starfa starfsfólk í fastar stöður (oft fagfólk) á sviði æskulýðsmála og safnaðarstarfs (framkvæmdastjóra). Continue reading Bjartsýni á vettvangi kirkjunnar
Jeremía 48. kafli
Móab á ekki mikla framtíð. Móab hafði sloppið fram til þessa, búið í friði. Velmegunin og friðsældin leiddi hins vegar til værukærðar og hroka. Hrokinn, drambið og ofmetnaðurinn verður Móab að falli. Þegar erfiðleikarnir banka á brýst á flótti, Móab leysist einfaldlega upp.
Jeremía 47. kafli
Líkt og 46. kafli og næstu fimm kaflar er þessi að mestu leiti í bundnu máli. Einkenni þessara kafla er að þeir lýsa spádómum Jeremía um einstaka hópa eða ættbálka fyrir botni Miðjarðarhafs. Síðasti kafli lýsti þannig afdrifum Egypta, en þessi fjallar um endalok filistea þegar Babýloníukonungur mun leggja landið í eyði.
Jeremía 46. kafli
Jeremía spáir Egyptalandi mikilli eymd. Í tveimur ljóðabálkum spáir hann Egyptalandi tapi í orustum gegn Babýloníukonungi. Vissulega verði þó landið byggt upp á ný, en ekki fyrr en eftir svívirðingar. Continue reading Jeremía 46. kafli
Jeremía 45. kafli
Barúk er að niðurlotum kominn. Það var ekki gott „karíermúv“ að verða ritari Jeremía. Eins og segir skemmtilega í textanum:
Drottinn bætir kvíða við kvöl mína. Continue reading Jeremía 45. kafli
„Faith Statement“
Dóttir mín þurfti að skila yfirlýsingu um trú sína (e. Faith Statement) núna í vikunni en það er hluti af fermingarfræðsluferlinu í kirkjunni okkar Þessi yfirlýsing á helst að vera þríþætt. Continue reading „Faith Statement“
Phillips Middle School Orchestra
https://www.youtube.com/watch?v=S3Wga1eTQ6c
Phillips Middle School 8th Grade Orchestra at a concert on May 9th, 2013.
Jeremía 44. kafli
Jeremía varar Júdafólk við að þau hafi yfirgefið Drottinn, með því að halda til Egyptalands og með því að taka þátt í helgihaldi fyrir framandi guði. Júdafólkinu virðist slétt sama, þau tilbiðja nú drottningu himins (væntanlega sólguð) og þeim finnst sér farnast vel. Continue reading Jeremía 44. kafli
Jeremía 43. kafli
Viðbrögðin eru fyrirsjáanleg við boðum Jeremía. Það er ekki hlustað fremur en áður. Barúk ritari Jeremía er sakaður um að æsa Jeremía upp, þeir félagar séu að blekkja íbúa Júda svo Babýloníukonungur geti ráðist á þá aftur. Continue reading Jeremía 43. kafli
Jeremía 42. kafli
Hópurinn hyggst flýja til Egyptalands en áður en af því verður leita leiðtogar hópsins til Jeremía. Svar Guðs í gegnum Jeremía er skýrt, verið kyrr, óttist ekki. Byggið upp landið sem Guð hefur valið ykkur. Continue reading Jeremía 42. kafli
Überleben
https://www.youtube.com/watch?v=aHnMgs22vxI
This “trailer” is about a boy who was taken to a Concentration Camp during WWII, but managed to somehow escape the night he was supposed to be taken to the Gas Chamber.
Jeremía 41. kafli
Gedalja hefði betur trúað því að einhver vildi ráða honum bana, því Ísmael Netanjason, drap Gedalja þar sem þeir snæddu saman kvöldverð. Ísmael lét sér ekki nægja að drepa Gedalja einan en myrti einnig hermenn frá Kaldeu sem þar voru og íbúa Mispa þar sem Gedalja var myrtur. Continue reading Jeremía 41. kafli
Jeremía 40. kafli
Jeremía er fyrir mistök hlekkjaður ásamt þeim sem Babýloníukonungur hyggst flytja til Jerúsalem. Þegar foringi lífvarðar Babýloníukonungs finnur Jeremía í hópi þeirra sem hlekkjaðir eru, þá er Jeremía látinn laus og gefið sjálfsvald um hvert hann vill fara og hvað hann vill gera. Continue reading Jeremía 40. kafli
Jeremía 39. kafli
Nebúkadresar Babýloníukonungur mætir aftur til Jerúsalem árið er 587 og borgarmúrinn er rofinn. Sedekía Júdakonungur og lið hans flýr borgina, en eru handsamaðir. Lykilfólk er tekið af lífi en Sedekía er fluttur til Babýlon. Continue reading Jeremía 39. kafli
Jeremía 38. kafli
Boðskapur Jeremía fer ekki vel í alla. Höfðingjarnir í Jerúsalem benda á að:
Það verður að taka þennan mann af lífi. Hann dregur úr hugrekki þeirra hermanna sem eftir eru í borginni og hugrekki alls fólksins með því að flytja þennan boðskap. Því að þessi maður stuðlar ekki að velfarnaði þessa fólks heldur ófarnaði. Continue reading Jeremía 38. kafli
Jeremía 37. kafli
Jeremía gengur enn laus, Nebúkadresar Babýlonkonungur hefur kallað nýjan konung yfir Júda og Egyptar stefna á Jerúsalem. Kaldear sem hafa setið um borgina hörfa og bíða átekta. Continue reading Jeremía 37. kafli