„Faith Statement“

Dóttir mín þurfti að skila yfirlýsingu um trú sína (e. Faith Statement) núna í vikunni en það er hluti af fermingarfræðsluferlinu í kirkjunni okkar Þessi yfirlýsing á helst að vera þríþætt.

  1. Hún á að gera grein fyrir hvers vegna fermingin er mikilvæg fyrir sig.
  2. Hún á að gera grein fyrir hvernig góðgerðarverkefni sem hún hefur sinnt á liðnu ári hafi tengsl við trúarskilning hennar.
  3. Loks átti hún að gera grein fyrir uppáhaldsritningarversinu sínu.

Allt var þetta gert á síðustu stundu og síðasti hluti verkefnisins var unnin í bílnum meðan við sóttum konuna í vinnuna. Dóttir mín benti mér á að hún vissi ekkert hvaða vers hún ætti að velja, hún ætti ekkert uppáhaldsbíblíuvers. Þess utan þá hafði hún gleymt Biblíunni heima, svo ekki hjálpaði það.

Dóttir mín tók því símann minn, fór á Google og skrifaði eitthvað. Eftir nokkrar mínútur sagðist hún hafa fundið versið sem hún vildi nota og las fyrir mig:

For I know the plans I have for you, declares the Lord, plans to prosperyou and not to harm you, plans to give you hope and a future.

Þar sem ég trúi því sjálfur að Jeremía 29.11 séu einhver fallegustu orðin í Biblíunni, þá þótti mér einstaklega gleðilegt að Google skyldi finna þau fyrir dóttur mína.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.