Frásögnin af vinunum sem rjúfa gat á þakið heima hjá Jesú, til að láta lama mann síga niður til hans er oft notuð í barna- og æskulýðsstarfi kirkjunnar og kristinna félagasamtaka. Continue reading Markúsarguðspjall 2. kafli
Markúsarguðspjall 1. kafli
Markúsarguðspjall er oft talið elst guðspjallanna. Það er styst, virðist síst upptekið af flóknum guðfræðipælingum og birtir að einhverju leiti „hrárri“ mynd af Jesú en hin guðspjöllin. Continue reading Markúsarguðspjall 1. kafli
2. Mósebók 40. kafli
Sáttmálsörkin er hulin með fortjaldi og Aron og synir hans eru vígðir til prestsþjónustu. Það eru ekki lengur allir jafnir. Ætt Arons hefur orðið stöðu þess sem stendur nær YHWH en aðrir. Continue reading 2. Mósebók 40. kafli
2. Mósebók 39. kafli
Ég velti fyrir mér í tengslum við 37. kafla hvort að allt væri fullkomlega í samræmi við boð YHWH úr fyrri köflum. Continue reading 2. Mósebók 39. kafli
2. Mósebók 38. kafli
Áfram er sagt frá smíði tjaldsins og í lok kaflans er kostnaðaruppgjör. Þar kemur fram að 603.550 manns höfðu greitt musterisgjaldið upp á 1/2 sikil. Það hafði nýst til að steypa sökklana, negla súlur og skreyta með silfri ásamt því að útbúa þverslár. Continue reading 2. Mósebók 38. kafli
2. Mósebók 37. kafli
Það væri sjálfsagt áhugavert að bera saman smíði tjaldbúðarinnar eins og henni er lýst hér og kröfu YHWH um gjörð tjaldbúðarinnar í textanum í kjölfar 25. kaflans. Þannig gæti ég fundið út hvort skarpönnurnar og ljósasöxin áttu að vera úr skíru gulli eða ekki. Continue reading 2. Mósebók 37. kafli
2. Mósebók 36. kafli
Þörf fólksins til að gefa er meiri en þörf helgidómsins fyrir gjafir. Við höfum mörg þörf fyrir að sýna góðmennsku okkar svo lengi sem það reynir ekki of mikið á. Bangsafjöll í kjölfar náttúruhamfara og hörmunga í BNA, gámar með ónýtum fötum í höfninni í Port-au-Prince, ónýtur matur í geymsluhúsnæði á flugvöllum um alla Afríku. Continue reading 2. Mósebók 36. kafli
2. Mósebók 35. kafli
Þessi texti er um margt eins og textinn í 25. kaflanum, enda er greinilega verið að fjalla um sama viðburðinn. Í 25. kaflanum er YHWH að tilkynna Móse hvers hann óskar, en að þessu sinni er Móse að flytja boðin áfram til Ísraelsþjóðarinnar. Continue reading 2. Mósebók 35. kafli
2. Mósebók 34. kafli
Ég gleymdi víst að nefna það í tengslum við 32. kafla, að þegar Móse kom niður af fjallinu og sá Gullkálfinn varð honum svo mikið um að hann braut steintöflurnar sem YHWH hafði gefið honum með boðorðunum. Continue reading 2. Mósebók 34. kafli
2. Mósebók 33. kafli
YHWH stendur við orð sín um að leiða þau til landsins sem hann hafði áður gefið Abraham, Ísak og Jakobi. En YHWH segir jafnframt að hann muni ekki fylgja fólkinu sínu inn í landið. Continue reading 2. Mósebók 33. kafli
2. Mósebók 32. kafli
Við erum enn í sögunni um boðorðin frá Guði, nema hvað hér er sagt frá því að fólkið hafi farið að lengja eftir Móse á fjallinu. Guðdómur Móse er gefin í skin, enda kallar fólkið til Arons:
Komdu og búðu til guð handa okkur sem getur farið fyrir okkur því að við vitum ekki hvað varð um þennan Móse, manninn sem leiddi okkur út af Egyptalandi. Continue reading 2. Mósebók 32. kafli
2. Mósebók 31. kafli
Það er víst ekki nóg að skrifa um hvernig hlutirnir eiga að vera. Iðnaðarmennirnir sem eru fengnir í verkið, fá það ekki í kjölfar útboðs á öllu evrópuska efnahagssvæðinu, nei, svo sannarlega ekki. Annar þeirra er barnabarn Húr sem kemur fyrir í 24. kaflanum. En það er ekki hægt að halda því að mönnum að ráða ættingja og vini, slíkt væri ekki faglegt. Continue reading 2. Mósebók 31. kafli
2. Mósebók 30. kafli
Er ekki verið að grínast. Nú þegar búið er að gera kröfu um tjaldbúðina, þegar búið er að setja upp kerfi þar sem prestarnir hafa aðgang að miklu magni af mat og kjöti, þá er aðeins eitt eftir, eða hvað: Continue reading 2. Mósebók 30. kafli
2. Mósebók 29. kafli
Fjárhagslegt öryggi prestastéttarinnar er útskýrt í kjölfar þess að vígsluathöfninni er lýst. Því þó að um brennifórnir sé að ræða, kemur skýrt fram að: Continue reading 2. Mósebók 29. kafli
2. Mósebók 28. kafli
Stundum verð ég pirraður yfir lestrinum. Nú er lykilfólkið talið upp.
Aron, Nadab og Abíhú, Eleasar og Ítamar, synir Arons. Continue reading 2. Mósebók 28. kafli
2. Mósebók 27. kafli
Í lítilli og nýlegri kapellu úti á landi er altarisborð úr grjóti. Reyndar er ekki rétt að tala um borð í þessu sambandi. Hlutverk altarisins sem borðs hafði nefnilega gleymst í hönnuninni. Réttara væri að segja að þar sem að öllu jöfnu væri altarisborð í kapellu, sé til staðar risastór grjóthnullungur án nokkur slétts flatar. Tilgangur altarisins týndist í hönnuninni. Continue reading 2. Mósebók 27. kafli
2. Mósebók 26. kafli
Itarlegar útskýringar á hönnun tjaldbúðarinnar halda áfram. Áherslan á glæsilegheitin er algjör. Allt þarf að vera ekki bara einhvern veginn heldur nákvæmlega þannig. Ég man svo sem eftir að hafa þurft að fá fram breytingar á hugmyndum arkitekta á útfærslum í kirkjubyggingum, svo þessi texti rifjar fyrst og fremst upp ljúfsárar minningar.
2. Mósebók 25. kafli
Og hafi einhver haft efasemdir um að þessi síðari frásögn af boðorðagjöfinni væri ættuð úr ranni prestlegu hefðarinnar, þá er það óþarfi. Ávarp YHWH til Móse hefst nefnilega á þessum orðum: Continue reading 2. Mósebók 25. kafli
2. Mósebók 24. kafli
Þessi kafli er annars konar frásögn af komu boðorðanna sem við lásum um í 20. kaflanum. Að þessu sinni er frásögnin lituð af helgihaldi. Til staðar eru merkisteinar til að tákna ættkvíslirnar tólf. Móse og Aron eru ekki einir á ferð, heldur fylgja þeim Nadab og Abíhú og sjötíu aðrir öldungar. Continue reading 2. Mósebók 24. kafli
2. Mósebók 23. kafli
Þú skalt ekki fylgja meirihlutanum til illra verka.
Það er ef til vill við hæfi að vísa hér til Edward Snowden og allra hinna „góðmennanna“ sem ganga gegn straumnum og berjast fyrir því sem rétt er, gegn meirihlutanum sem vill ekkert sjá og ekkert vita.