Útskýringar á dauða Jesú Krists til fyrirgefningar syndanna er líklega sú guðfræðiglíma sem kallað hefur á lengstar útskýringar og sumar flóknustu deilurnar í kristindómi. Áherslan hér í þessum texta er á fullvissuna. Continue reading Hebreabréfið 9. kafli
Category: Lestur
Ágætur vinur minn sem starfar sem prestur í Texas í BNA, ákvað nýverið að lesa í gegnum Biblíuna á tveimur árum og blogga um það sem hann les. Hann nálgast textann ekki endilega á fræðilegum nótum, heldur einfaldlega skrifar þær hugsanir sem koma upp við lesturinn.
Mér finnst hugmyndin frábær, hún kallar á aga í reglulegum Biblíulestri og getur hjálpað til við að glíma við texta sem e.t.v. eru misþægilegir aflestrar.
Hebreabréfið 8. kafli
Koma Jesús felur í sér nýjan sáttmála. Sá sáttmáli byggir ekki á Torah, hinu ritaða lögmáli. Hið nýja lögmál er ritað í hjarta og huga þeirra sem trúa og treysta á Guð. Hinn nýi sáttmáli verður auk þess án skilmála af hendi Guðs, Continue reading Hebreabréfið 8. kafli
Hebreabréfið 7. kafli
Hér kemur útskýring á hver umræddur Melkísedek var. Hann var sem sé „réttlætiskonungur“ og „friðarkonungur“ anda frá Salem (síðar Jerúsalem). Hér er áhugavert að höfundur/ar Hebreabréfsins tala um að fjölskylda Melkísedek sé ekki þekkt, hvorki faðir né móðir og ekki forfeður hans. Continue reading Hebreabréfið 7. kafli
Hebreabréfið 6. kafli
Enda er bréfið ekki „byrjendafræðsla“ heldur fyrir lengra komna. Það er ekki fyrir hvern sem er að vera hluti af hópnum og þeir sem einu sinni falla frá eiga ekki mikinn séns. Það
er ógerlegt að láta þá snúa við og iðrast. Continue reading Hebreabréfið 6. kafli
Hebreabréfið 5. kafli
Guðdómur Jesú er í þessum kafla tengdur við iðrunarskírn Jesú af hendi Jóhannesar. En orðin í 5. versinu:
Þú ert sonur minn, í dag hef ég fætt þig. Continue reading Hebreabréfið 5. kafli
Hebreabréfið 4. kafli
Ef við höfnum orðunum sem okkur eru boðuð, þá missum við af hvíldinni sem felst í fagnaðarerindinu. Ef aðeins Hebrear hefðu fylgt Guði á göngunni inn í fyrirheitna landið, ef lögmálinu hefði verið fylgt, hefði ekki þurft annan dag. Continue reading Hebreabréfið 4. kafli
Hebreabréfið 3. kafli
Það er fyrst hér í þriðja kaflanum sem að Jesús er nafngreindur sem Guðssonur.
Við erum vöruð við því að forherðast. Okkur ber að varast að leyfa efasemdum og vantrú að grafa um sig í lífi okkar. Með því að snúa baki við Guði, með því að gera uppreisn gegn von Guðs, þá missum við af gleðinni á himnum.
Hebreabréfið 2. kafli
Við sjáum strax að höfundur Hebreabréfsins er vel að sér í ritningunni. Hún/hann vísar í Davíðssálm 8, og tengir sköpunarsálminn ekki við allt mannkyn heldur við persónu sonarins, sem kom, deildi með okkur kjörum og þjáðist. Continue reading Hebreabréfið 2. kafli
Hebreabréfið 1. kafli
Hebreabréfið hefur merkilega stöðu í Nýja Testamentinu. Ritið er án vísunar til höfundar þess. Með öðrum orðum Hebreabréfið sækir ekki áhrifavald sitt til meints höfundar, heldur til textans sjálfs og þeirrar staðreyndar að textinn er hluti af kanón Biblíunnar. Continue reading Hebreabréfið 1. kafli
Bréf Jeremía
I 29. kafla Jeremía kemur fram að um sé að ræða bréf
sem Jeremía spámaður sendi frá Jerúsalem til þeirra sem eftir voru af öldungum útlaganna, til prestanna, spámannanna og alls fólksins sem Nebúkadnesar hafði flutt í útlegð frá Jerúsalem til Babýlonar. Continue reading Bréf Jeremía
Barúksbók 5. kafli
Við megum og eigum að ganga í trausti til þess Guðs sem gefur allt sem er. Drottinn mun leiða þjóð sína aftur til Jerúsalem.
Allir munu sjá að Guð Ísraels er Guð alsherjar.
Barúksbók 4. kafli
Eins og ég nefndi áður, þá er spekin í skrifum Barúks, vísun til Torah. Í fjórða kaflanum er skírt hver er gerandinn í sambandi Drottins og Ísraelsþjóðarinnar. Guð gerir, þjóðin þiggur. Hvort sem um er að ræða gott eða illt. Continue reading Barúksbók 4. kafli
Barúksbók 3. kafli
Barúk heldur ákalli sínu áfram. Hann biður Guð um að líta framhjá syndum feðranna. Lausnin felst ekki í mætti okkar mannanna,
Minnstu heldur máttar þíns og nafns þíns á þessari stundu. Því að þú ert Drottinn Guð og vér skulum syngja þér lof, Drottinn. Continue reading Barúksbók 3. kafli
Barúksbók 2. kafli
Barúk lýsir því yfir að alsherjarhrun hafi átt sér stað. Drottinn leyfði ógæfunni að koma yfir þjóð sína, enda hafði þjóðin virt Drottinn að vettugi. En þegar botninum er náð kallar Barúk til Guðs um blessun. Röksemdafærsla Barúks er skemmtileg: Continue reading Barúksbók 2. kafli
Barúksbók 1. kafli
I upphafi Barúksbókar er Barúk kynntur til sögunnar, en Barúk tók að sér að vera ritari Jeremía, eins og sagt er frá í Jeremía, 36. kafla. Við lestur þessa fyrsta kafla Barúksbókar fáum við mynd af manneskju sem virðist hafa haldið til Babýlon í fyrri herleiðingunni 597 f.Kr. en 36. kafli Jeremía gefur til kynna að hann hafi haldið til baka til Jerúsalem áður en síðari herleiðingin 587 f.Kr. á sér stað.
Jeremía 52. kafli
Lokakafli Jeremía er sagður vera viðauki, en þar er farið stuttlega yfir sögu herleiðingarinnar, fyrst innrásarinnar 597 f.Kr. og síðan 587 f.Kr. Continue reading Jeremía 52. kafli
Jeremía 51. kafli
Eyðing Babýlon er Jeremía enn hugleikinn. Ósigur Babýlon er afleiðing þeirra níðingsverka sem íbúar Babýlon og Kaldeu unnu gegn þjóð Drottins. Guðsmyndir Babyloníumanna eru enda blekking eins og segir í textanum: Continue reading Jeremía 51. kafli
Jeremía 50. kafli
Ekki einu sinni Babýlon er óhult. Jafnvel stórveldið sem engu hlífir verður óvinum að bráð. Þegar Babýlon verður lögð í eyði, fá Júda- og Ísraelsmenn tækifæri til að halda heim á ný. Eyðing Babýlon kemur úr norðri, hersveitir á hestum með bjúgsverð og boga leggja borgina í rúst. Continue reading Jeremía 50. kafli
Jeremía 49. kafli
Jeremía birtir spádóma um Ammóníta, um Edóm, um Damaskus, um Kefar, um konungsríki Hasórs og um Elam. Continue reading Jeremía 49. kafli
Jeremía 48. kafli
Móab á ekki mikla framtíð. Móab hafði sloppið fram til þessa, búið í friði. Velmegunin og friðsældin leiddi hins vegar til værukærðar og hroka. Hrokinn, drambið og ofmetnaðurinn verður Móab að falli. Þegar erfiðleikarnir banka á brýst á flótti, Móab leysist einfaldlega upp.