Vísindamaðurinn, konan mín

Jenný, konan mín fékk í mánuðinum fyrstu ritrýndu greinina birta í virtu fræðitímariti. Þar sem að mjög fáir sem ég þekki eru áskrifendur að Fisheries Research þá birti ég hér vísun á greinina Analysis of cod catch data from Icelandic groundfish surveys using generalized linear models. Eins er gaman að segja frá því að bókasafn Berkeley háskóla er nýbúið að fá á safnið greinina Voktun rjupnastofnsins, 1999-2003 úr Fjölriti Náttúrufræðistofnunar; 47. En Jenný er annar af meðhöfundum Ólafs K Nielsen. Hún er svo sannarlega að standa sig, konan mín.

Þátttaka og markmið í starfi með unglingum

In working with young people do not try to call them back to where they were, and do not try to call them to where you are, as beautiful as that place may seems to you. You must have the courage to go with them to a place that neither you nor they have ever been before. (Vincent Donovan, Christianity Rediscovered)

Trúarlíf í leikskólum

Í dag var úthlutað úr Kristnihátíðarsjóði í fjórða sinn. Það vakti athygli mína að annálaritarar voru nokkrir í hópi styrkþega og eins var gleðilegt að ummælaritarinn Torfi fékk styrk að þessu sinni. Við úthlutunina ræddi ég skamma stund við Kristínu Dýrfjörð en hún er að rannsaka Trúarlíf í leikskólum. Continue reading Trúarlíf í leikskólum

Ungt fólk og samræður milli trúarbragða

Vikuna 15.-22. nóvember stóð EYCE að námskeiði um samræður milli menningarsvæða og trúarhópa. Í lok námskeiðsins samþykktu allir 34 þátttakendur námskeiðsins samhljóða sjö grundvallarreglur til notkunar í samræðum milli trúarhópa. En reglurnar voru þróaðar og prófaðar á námskeiðinu. Samþykktin er eins og hér segir: Continue reading Ungt fólk og samræður milli trúarbragða

Stundum eru góðir dagar

Þegar ég kom til Íslands í nótt biðu mín margvíslegar góðar fréttir. Þar má nefna að ég er uppáhalds-tengdabarnabarn Jennýjar Karlsdóttur. Ég, fyrir hönd Skógarmanna KFUM hef fengið fjármagn til að ljúka gerð fermingarfræðsluefnis um Hallgrím Pétursson og Guðrún systir hefur fengið styrk til áframhaldandi rannsókna á tónlistararfi Íslendinga.

Það er þó ekki það eina. Í gær fékk ég svohljóðandi bréf í pósti: Continue reading Stundum eru góðir dagar

Forsetinn

Ég minni á það að forseti Íslands neitaði að skrifa undir lög sem áttu að takmarka eignarhald auðmanna á fjölmiðlum og koma í veg fyrir samþjöppun á fjölmiðlamarkaði. Þróun sem við höfum séð nú síðustu vikur. Þessi sami forseti skrifaði í gær undir lög sem banna ákveðinni stétt manna að berjast fyrir réttindum sínum.

Það er merkilegt að réttindi auðmanna til samþjöppunar valds er meira virði í augum forsetans en réttindabarátta kennara.