Um meistaranám í Leikmannafræðum

Eins og fram kemur fyrr hef ég fengið inni í meistaranám í Leikmannafræðum við Trinity Lutheran Seminary í Columbus, Ohio. Ég hef verið spurður í hverju námið felist og hyggst leitast við að svara því hér.

Meistarnám í leikmannafræðum í TLS hefur tvo meginstrauma. Annars vegar er um nám á sviði barna og fullorðinsfræðslu og hins vegar á sviði safnaðarstarfs og stjórnunar. Þá má nefna að boðið er upp á tvöfalda meistaragráðu í hjúkrun/guðfræði. Hægt er að taka hluta námsins utan TLS, m.a. í Capital University School of Management að því tilskyldu að ákveðnar forsendur séu uppfylltar.

Eins og er stefni ég að því að leggja áherslu á safnaðarstarf og stjórnun, m.a. fjármálastjórnun. Þetta er að sjálfsögðu háð því að þeir samþykki þau námskeið sem ég hef nú þegar tekið í Viðskipta- og hagfræðideild HÍ.

Varðandi nánari útlistun á náminu þá er það alls 84 einingar, þar af 27 einingar í grunnfögum guðfræðinnar og a.m.k. 32 einingar á sérsviði viðkomandi nemanda. Hluti námsins er auk þess vettvangsnám í 200 klukkustundir þar sem tekist er á við raunveruleg verkefni á því sviði sem ég hyggst sérhæfa mig í. Námið tekur að jafnaði um tvö ár og lýkur með meistaragráðu. Dæmi um námskeið á því sviði sem ég hyggst sérhæfa mig á eru:

MN2605 Introduction to Stewardship Practice An introduction to the biblical concept of stewardship (sbr m.a. 1M 1.26). Accountability and management of money, land, human resources, and spiritual gifts are surveyed from the perspective of Christian faith. Three quarter hours.

MN2611 Multiple Staff Ministries A study of staff relationships from a missional-theological-relational perspective. Through readings, case studies, visits from staff ministers, and on-site observations, insight is provided into roles, expectations, problems, gifts, and challenges in multiple staff ministries. Three quarter hours.

MN2616 Faithful Earthkeeping: Implications for the Parish Examine major biblical and theological themes regarding environmental stewardship and explore concrete, specific, appropriate actions at congregational level which demonstrate and embody faithful earthkeeping. Three quarter hours.

MN3601 Ministry of Administration A study of the art, skills, and theology of ministry by means of administration, rather than in spite of it. Experiential and cognitive study of the congregation as an organization with emphasis on planning, motivation, evaluation, decision-making, conflict-resolution, strategy, time-management, etc. Prerequisite: Internship completed or permission of instructor. Three quarter hours.

MN3604 Advanced Church Administration A focus on the challenges of planned organizational change. Advanced levels of analysis, planning, intervention, and evaluation are used. Students do case investigations of challenging situations, employing newer and specialized theory and practice. Prerequisite: MN3601 or comparable course work. Three quarter hours.

Kannski er ástæða til að taka námskeið eins og þessi tvö:

HTS2408 Theology at the Movies Analyzing the intent, content, and style of films likely to have been seen by parishioners, from a theological and pastoral perspective. Attention will be given to the ways in which “non-religious” films may raise questions of serious theological and ethical significance, and to developing techniques for using films in congregational settings to initiate theological dialogue. Three quarter hours.

HTS2405 The Science-Theology Dialogue An introduction to modern conversations between Christian theology and the natural sciences. Includes a historical overview, the scientific picture of the world, different approaches to dialogue, and specific topics such as cosmology, evolution and creation, environmental theology, bioethics, and eschatology. Attention will be given throughout the course to the significance of the dialogue for parish ministry. Three quarter hours.

Allt er þetta þó háð því að konan mín fái góðan styrk til náms við Ohio State University, department of Statistics. Það kemur hins vegar ekki endanlega í ljós fyrr en eftir áramót.

28 thoughts on “Um meistaranám í Leikmannafræðum”

  1. Stjórnun, starfsmannahald, umhverfisvernd og SAMRÆÐUR VIÐ NÁTTÚRVÍSINDIN! Vá, Elli, drífðu þig að klára þetta nám og komdu svo aftur í einum grænum.

  2. Ef/þegar ég fer, þá er líklegra en ekki að ég sé að binda mig til a.m.k. 5 ára í Ohio, enda stefnir konan mín á PhD í tölfræði. Þannig að ég kem aftur um það leiti sem aðskilnaður ríkis og kirkju verður orðin algjör og nauðsynlegt að opna starfsmannaskrifstofu kirkjunnar með fjölbreyttri þjónustu við söfnuðina. 🙂

  3. Stjórnun, starfsmannahald, umhverfisvernd og SAMRÆÐUR VIÐ NÁTTÚRVÍSINDIN!

    Það virðist vera nýjasta tíska hjá trúmönnum (jafnt páfanum sem íslenskum prestum) að réttlæta tilvist trúarbragða sinna með gömlu fullyrðingunni að trú og vísindi fari saman. En mér þykir leitt að tilkynna ykkur, herrar mínir, að náttúruvísindin eiga ekkert vantalað við þessar bábiljur sem þið aðhyllist. Ekki frekar en tekið væri tillit til veðurguða í veðurfræðinni.

  4. Samræður (e. dialogue) merkir ekki nauðsynlega að eitthvað fari saman. Hins vegar er ljóst að báðir heimar hafa veruleg áhrif á líf fólks um allan heim og því nauðsynlegt að einhvers konar samtal eigi sér stað til að draga úr árekstrum og deilum.

  5. Þetta hefur ekkert með réttlætingu tilvistar að gera, en er þeim mun tengdara áhugaverðum samræðum. Það er þitt mál Birgir hvort þú kýst að taka þátt í þeim eða ekki 🙂 Við hin fáum kannski bara að sinna þessu í okkar horni, þú getur svo rætt fánýti þess í þínu horni og allir verið glaðir.

  6. Er ekki einmitt það áhugaverðasta við hugsanlega samræðu trúarheimsmyndarinnar og þeirrar röklegu hversu illa þær tvær ríma saman? Eða verður þetta bara áhugavert í augum þínum, Árni Svanur, þegar þessu tvennu er troðið saman í einn graut og einhver skrípamynd af harmóníu þvinguð fram?

    Í vísindunum er þetta þannig að ef staðreyndirnar fara í bága við kenninguna, er kenningunni varpað fyrir róða. Í trúarbrögðunum hagar því hins vegar svo til að fari staðreyndirnar í bága við kenningarnar eru staðreyndirnar settar til hliðar. Höfundur ókunnur

  7. Fyrst nafn mitt er lagt við hégóma kýs ég að minna á að ég á í ótal samræðum við alls kyns fólk af alls kyns trúarbrögðum og engum hvern einasta dag án þess að mér leiðist nokkur vitund. 🙂 Það er fólk sem býr við víða útsýn og mér leiðist aldrei með slíkum. En þú bauðst mér að standa fyrir utan ykkar samræður Birgir og það þigg ég með þökkum og þakka þér raunar framúrskarandi tillögu enda var ég þar með frí við óþarfa leiðindin. Þætti svo bara vænt um að nafn mitt yrði látið liggja þar með.

  8. Þú veist ekki hverju þú ert að missa af í forpokaðri þröngsýni þinni. Þið Árni Svanur stingið bæð puttunum í eyrun frekar en hlusta eftir því hvort sannleikskorn megi finna í málflutninginum. En ég var auðvitað ekkert að tala við ykkur tvö til að byrja með, svo þið þurfið ekkert að skipta ykkur af ef þið viljið ekki vera málefnaleg.

  9. Birgir, ég held að þegar vel tekst til myndist vísir að samræðu hjá okkur, ég myndi reyndar frekar skilgreina hana sem samtal atheista og kristni fremur en raunvísinda og kristni. Oft verður hins vegar samræðunni áfátt og um verður að ræða tvíátta monologue þar sem við náum ekki saman. Og Gunný djáknar eru ekki leikmenn. En það skilur það enginn í kirkjunni hér heima, hvorki leikmenn, djáknar né prestar, svo það er best að reyna eftir mætti að forðast þá umræðu.

  10. Ég skil nú ekki hvernig þessar samræður eiga að vera, hvað hefur kristnin fram að færa? Vísindin: “Niðurstöður rannsókna benda til þess að X” Kristindómurinn:”En Jesús sagði að Y væri satt” Að mínu hógværa mati, ekki neitt. Eða hvað?

  11. Biblíulega sýn á sjúkdóma sem að er eina framlag Jesú Jósefssonar til læknavísindanna..það og að hrækja á fólk.

  12. An introduction to modern conversations between Christian theology and the natural sciences. Includes a historical overview, the scientific picture of the world, different approaches to dialogue, and specific topics such as cosmology, evolution and creation…

    Þróun og sköpun, já. Er það ekki löngu útrætt? Niðurstöður vísndanna hrekja ævintýrið um sköpun. Hvaða undarlegu þörf hafið þið fyrir að reyna að samræma eða samþætta þessar tvær ólíku skýringar? Hverjum er greiði gerður með því? Ég held að þessi samræða vísinda og kristilegrar guðfræði ætti að vera einræða vísindanna. Guðfræðingarnir ættu að þegja og hlusta.

  13. Ég hef nú lítið annað gert en að benda á tvö smáatriði, annars vegar að samræða um guðfræði og vísindi snýst ekki um það að færa rök fyrir (núverandi eða áframhaldandi) tilvist kristinnar trúar eða guðfræði. Hins vegar að ég er alveg sáttur við það að þú haldir áfram þínum áróðri í þínu horni meðan við hin ræðum málin í okkar horni. Viðbrögð þín styrkja mig í þeirri skoðun. Einsatkvæðisorðið máttu skilja sem svo að ég skrifi undir hvoruga skýringu þína á því hvers vegna slík samræða sé áhugaverð. Að minnsta kosti er það ekki raunin hvað mig varðar. Þú fylgist annars svo vel með annál.is að ég er þess fullviss að þú verður var við það þegar ég fer að tala í fleiri en einu atkvæði um þessi mál.

  14. Og Elli sem vildi bara segja okkur að hann væri að fara í skóla! Aftur, til hamingju! Gaman að rekast á þig í eigin persónu í vikunni.

  15. Takk Ólöf, gaman að sjá þig líka. En hvað orð þín varða Birgir:

    Ég held að þessi samræða vísinda og kristilegrar guðfræði ætti að vera einræða vísindanna. Guðfræðingarnir ættu að þegja og hlusta.

    Þá er þetta einmitt algengt viðhorf í báðar áttir. Þetta er líka viðhorf sumra múslima til kristinna manna og sumra kristinna til múslíma. En slík nálgun skilar engu, nema niðurbrenndum kirkjum og moskum, árásum inn á vísindastofnanir og morðum á læknum sem reka fóstureyðingarstöðvar. Af þeim sökum er samræðan mikilvæg, en ekki einvörðungu einræða. Annars hyggst ég fljótlega vinna færslu um námskeið um samræður kristinna og múslíma og þá getum við opnað athugasemdir um mikilvægi/vanþörf á samræðum.

  16. Spurning mín er þessi: Hvað hefur guðfræðin eiginlega til málanna að leggja við vísindin? Þetta er gild spurning í ljósi þess að vísindi/trú er á engan hátt sambærilegt við innbyrðis deilur tveggja dogma á borð við kristni og múslimatrú.

  17. Pingback: elli.annáll.is -

Comments are closed.