Jesúítar á Bretlandi bjóða upp á áhugaverða þjónustu á vefsvæðinu http://www.pray-as-you-go.org/, iPod helgistundir fyrir hvern dag á föstunni.
Category: Íslenska
Gabb dagsins!
Aprílgabb þeirra Vantrúarseggja er með þeim skemmtilegri sem ég hef séð. Ástæðurnar eru ekki síst þær að gabbið kallar fram sterk viðbrögð, fær fólk til að tjá hug sinn og í einhverjum tilfellum opinbera fordóma sína.
Samspil trúarbragða og ofbeldis
Í kvöld fór ég á fyrirlestur í Pontificial College Josephinum. Dr. R. Scott Appleby frá Notre Dame University velti upp ýmsum ýmsum hliðum á bókstafs-/öfga-/jaðartrúarhreyfingum og helstu einkennum þeirra. Fyrirlesturinn var samvinnuverkefni helstu guðfræðiskólanna hér í mið-Ohio.
Guð sem stjórnmálaafl
Fyrir flestum Bandaríkjamönnum er afstaðan til Krists mæld í afstöðinni til hjúskapar samkynhneigðra og fóstureyðinga, þrátt fyrir að þetta séu mál sem Kristur nefnir aldrei. Sama fólk og mælist þannig kristnast er í mörgum tilfellum skeytingarlaust um þann gífurlega þjóðfélagsvanda sem fátækt er. Það þrátt fyrir að fátækt og mikilvægi þess að vinna bug á henni sé nefnt til sögunnar um 2000 sinnum í Biblíunni.
Móðurmál
Columbus Dispatch fjallar á forsíðu Metro&State um móðurmál. Skv. blaðinu fjölgar börnum með annað móðurmál en ensku ógnarhratt í mið-Ohio.
Continue reading Móðurmál
Hefndin [spoiler]
Það er margt að segja um hefndina og þeir Wachowski-bræður reyna að koma sínum hugmyndum til skila í nýrri mynd hér í BNA, V for Vendetta. En hefndin er ekki það eina sem glímt er við, hér er líka snert við einhverri þekktustu glímu guðfræðings. Er í lagi að beita ofbeldi til að leiðrétta óréttlætið? En íbúar BNA eru mjög uppteknir af því að Bonhoeffer hafi ekki þegið stöðu við Union Theology Seminar um miðjan 3. áratug síðustu aldar, heldur haldið heim til Þýskalands, barist gegn Hitler og svarað ofangreindri spurningu játandi. En það er útúrdúr.
Hæfni í mannlegum samskiptum
Fyrirsögn í Morgunblaðinu fyrir þremur dögum vakti athygli mína. En þar var fullyrt að börn sem ganga í gegnum skilnað væru hæfari í mannlegum samskiptum. Reyndar kom í ljós við lestur að þetta var mat barnanna sjálfra í viðtölum við rannsakanda í MA-námi, en fullyrðingin var samt látin standa sem einhvers konar sannleikur.
Frábær áminning
Í Morgunblaðinu í dag skrifar Unnur Halldórsdóttir:
NÝLEGA var ég viðstödd mjög fjölmenna jarðarför í Reykjavík. Aðstandendur buðu til erfidrykkju sem var svo óvenjuleg að ég má til með að koma hugmyndinni á framfæri.
Í safnaðarheimili kirkjunnar biðu okkar uppdúkuð borð með kaffikönnum, konfektskál og vænum diski af kleinum og upprúlluðum pönnukökum. Afar gott og handhægt, engar biðraðir og gamla fólkið slapp við að bera meðlætið skjálfandi hendi að sæti sínu. Við systkinin sem sjaldan hittumst áttum þarna gæðastund saman og gátum einnig heilsað upp á ættingja sem sátu afslappaðir viðnæstu borð. Kleinurnar komu glænýjar frá Ömmubakstri og pönnsurnar voru bakaðar af vinum og vandmönnum svo allt var þetta mjög viðráðanlegt og áhyggjulaust. Ef fleiri taka upp þennan ágæta sið auðveldar það fólki að bjóða í kaffi eftir útförina en hugsanlega eru margir sem velja útför í kyrrþey vegna kostnaðar við erfidrykkjur. Þær hafa að mínu mati mikilvægu hlutverki að gegna að styrkja vináttu og ættarbönd í annríki dagsins og mega ekki leggjast af.
Góðar fréttir [lagað]
Í vikunni átti sér stað áhugavert samtal í 500 mílna fjarlægð frá heimili mínu. Ef til vill var það á þessa leið.
Hvað er það með visi.is?
Þar sem ég er heimavinnandi húsfaðir í BNA, er ég um þessar mundir meira á netinu en nokkru sinni fyrr. Þannig reyni ég að fylgjast með fréttum í tveimur löndum, hlusta á útvarp og stöku sinnum reyni ég að sjá íslensku sjónvarpsfréttirnar. En það er eitt sem ég skil alls ekki.
Continue reading Hvað er það með visi.is?
Trúaruppeldi
Matti Á. bendir á góða grein eftir Eyju Margréti á vef heimspekistofnunar HÍ.
Hvað er að gerast í Suður Dakóta? [uppfært]
Hér í BNA hafa verið nokkrar umræður um Suður Dakóta. Fylki sem fæstir geta staðsett á landakorti, nema helst þeir sem eru fluttir þaðan. Íbúarnir enda undir 1 milljón og fjölgar víst lítið. Fylkið þar með eitt af 7 minnstu ríkjum sambandsins.
Continue reading Hvað er að gerast í Suður Dakóta? [uppfært]
Hvert fara peningarnir?
Ég er nú ekki stór fiskur á gjaldeyrismarkaði, líkari amöbu ef út í það er farið. Hins vegar tók ég mig til eldsnemma í gærmorgun og millifærði verulega fjárhæð af reikningi konunnar minnar á Íslandi yfir á reikning í hennar eigu í Chase Bank hér í BNA. Continue reading Hvert fara peningarnir?
Sjálfhverfa
Inga Rún blaðamaður á Morgunblaðinu veltir fyrir sér í dag, 2. mars, sjálfsmyndum m.a. á netinu. Hún veltir fyrir sér hvort digitaltæknin og aðgengi að myndavélum hafi kallað á þessar sjálfsmyndir en bendir svo hugmynd Guy Stricherz að hugsanlega sé um að ræða “nýtt” viðhorf fólks til sjálfs sín.
Þessar vangaveltur eru mjög áhugaverðar, sérstaklega daginn eftir öskudag, þar sem stór hluti stúlkna virðist hafa klætt sig upp sem holdgerving sjálfhverfunnar.
Nýr dagur
Einstaklega óhæfir einstaklingar
Það er magnað að sjá lóðaklúðrið í Reykjavík. Ítrekað tekst Borgaryfirvöldum að klúðra úthlutun með lélegum vinnubrögðum. Í Morgunblaðinu talar Alfreð Þorsteinsson um að aðferðir Reykjavíkurborgar séu þó betri en Kópavogsbæjar, en er það endilega svo. Continue reading Einstaklega óhæfir einstaklingar
Fyrirheitna landið
Glíma Spielberg við herleiðinguna, fyrirheitna landið, frelsarann, hatrið og ógnina er um margt mögnuð saga. Um leið held ég að hún sitji ekki lengi í mér. Það var eitthvað í framsetningunni sem var of snyrtilegt.
Trú og gildi
Það er alltaf gaman að lesa Faith&Values-section-ið í The Columbus Dispatch, en það kemur með blaðinu á föstudögum. Síðasta föstudag var úttekt á afmælisbarni dagsins meginþemað en í dag eru það skopmyndirnar og The Creation Museum.
Frjálslyndi flokkurinn alltaf spes
Fyrir Alþingi liggur fyrir frumvarp um enn eitt jákvætt skrefið í ferlinu að aðskilnaði ríkis og kirkju. En samkvæmt því er skipulagning og kjörgengi á Kirkjuþing ekki í höndum Alþingismanna heldur Kirkjuþings sjálfs. Þannig eru innri ákvarðanir kirkjunnar færðar til hennar en eru ekki viðfangsefni Alþingismanna. Skv. frétt á mbl.is skiluðu fulltrúar Frjálslyndaflokksins inn séráliti vegna þessa frumvarps um að þeir teldu að Alþingismenn ættu ekki að fjalla um innri mál kirkjunnar. Og … ætli þeir hafi ekki skilið að um það snýst frumvarpið.
Kúgaðar skoðanir
Í nóvember 2004 var ég á málþingi í Grikklandi um samskipti milli trúarhópa. Málþingið var um margt spennandi og skemmtilegt en um leið reyndi margt á. Eitt af því sem hefur alltaf setið í mér, var “session” þar sem fimm einstaklingar úr hópnum voru fengnir til að velta upp nokkrum spurningum um stöðuna í Evrópu og af einhverjum ástæðum var ég valinn til þátttöku. Umræðan fór vítt og breitt og ég fann að oft átti ég litla samleið með hinum fulltrúunum. Þegar kom að spurningu um hverjar væru helstu hætturnar í Evrópu á næstu árum, komu fjölbreytt svör.