Hæfni í mannlegum samskiptum

Fyrirsögn í Morgunblaðinu fyrir þremur dögum vakti athygli mína. En þar var fullyrt að börn sem ganga í gegnum skilnað væru hæfari í mannlegum samskiptum. Reyndar kom í ljós við lestur að þetta var mat barnanna sjálfra í viðtölum við rannsakanda í MA-námi, en fullyrðingin var samt látin standa sem einhvers konar sannleikur.

Þetta sjálfsmat er sérstaklega áhugavert í ljósi rannsókna Elizabeth Marquardt á skilnaðarbörnum. Í rannsókn sinni: “The Moral and Experiences of Children of Divorce” nálgast hún skilnaði á sama hátt og Árni Einarsson, þ.e. út frá viðhorfum skilnaðarbarna. Í viðtali í Christianity Today segir Elizabeth:

Nearly half said they had to be a different person with each of their parents. They were much more likely to say that they had to keep secrets after the divorce. All these percentages are two to three times higher than for people from intact families.
… They say: … There’s only a certain set of memories I talk to my dad about and only a certian set I talk to my mom about.

Vissulega kallar þessi veruleiki á hæfni í mannlegum samskiptum, en er um jákvæða hæfni að ræða fyrir börn og unglinga?

7 thoughts on “Hæfni í mannlegum samskiptum”

  1. Ef hugsað er til þess áfalls sem skilnaður er, hvernig börn bregðast almennt við áföllum (eftirmálar oft um 2 ár í gerjun), með tilheyrandi hegðunar- og tilfinningavanda, þá sé ég ekki annað en að þessir “samskiptalegu yfirburðir” séu verði keyptir.

  2. Elli! Eru niðurstöður Elisabetar þessarar þær að skilnaðarbörn ljúgi meira að foreldrum sínum en önnur börn? Ef svo er þá finnst mér það vægast sagt stórt upp í sig tekið. Er þessi kona í tengslum við kristilegt starf á einhvern hátt, sbr. viðtal hennar við Kristni í dag, og getur þá verið að það móti niðurstöður hennar fyrirfram?

  3. Nei, niðurstöðurnar eru ekki þær að börnin ljúgi að foreldrum sínum, heldur að börnin lifi við tvöfaldan raunveruleika ef svo má að orði komast. Þannig séu atburðir í dagsdaglegu lífi móðurinnar föðurnum óviðkomandi og eins á hin veginn atburðir í lífi föður utan veruleika móðurinnar. Við þetta þurfa börnin að glíma. Hér er alls ekki um lygar að ræða hjá börnunum, heldur valkvæða upplýsingagjöf. Ég ætla ekki að útiloka að hugmyndir hennar séu mótaðar fyrirfram um það get ég ekki fullyrt. Hitt er ljóst að niðurstöður hennar geta varpað ljósi á óljósa og illa útskýrða fyrirsögn sem birtist í Morgunblaðinu.

  4. Mér sýnist nú í báðum tilvikum vera um áróður að ræða. Annars vegar að réttlæta skilnaði sem góða fyrir skilnaðarbörn og hins vegar að sýna fram á að hin gömlu góðu gildi kristninnar blíva, að skilnaður sé af hinu illa. Í þínum fyrstu skrifum kemur alls ekkert fram sem styður það sem þú segir núna, að börnin haldi leyndum upplýsinum um annað foreldrið fyrir hinu. Í fyrsta innlegginu kemur einungis fram að börnin hegði sér ólíkt eftir því hvaða foreldri eigi í hlut og haldi leyndarmálum fyrir þeim almennt (ekki leyndarmálum um hvort annað). Mér sýnist bandaríska rannsóknin gefa í skyn að skilnaðarbörn verði einhvers konar tvíklofar (tveir persónuleikar) og komi ekki heiðarlega fram. Er það ekki að ljúga? Þannig niðurstöður eru mjög drastískar svo ekki sé meira sagt og spurning hvort þær séu ekki fengnar fyrirfram (eins og reyndar flestar rannsóknir).

  5. Já Torfi, eins má spyrja hvort hugmyndir þínar um tilteknar rannsóknir séu fyrirfram afgreiddar sem óáræðanlegar. Þar sem ég hef hvorki lesið eða metið þessar rannsóknir er ég á engan hátt fær um að komast að þeirri niðurstöðu að hugsanlega séu niðurstöður rannsóknarinnar gefnar fyrirfram. Eins eru það afar hæpin vísindi að gera ráð fyrir því að tiltekinn vísindamaður hagræði niðurstöðum rannsókna sinna til að styðja einhverja trúarhugmynd sem viðkomandi ber í brjósti. Þó svo niðurstöður rannsókna séu á öndverðum meiði við það sem við “viljum að sé” er ekki hægt að slá því föstu að viðkomandi vísindamaður sé litaður af trúarbrögðum. Niðurstöður rannsókna eru aldrei háðar pólitískri rétthugsun. Ég get ekki lagt mat á sannleiksgildi þessarar rannsóknar en ef ske kynni að sömu niðurstöður fáist eftir ítrekaðar tilraunir þá verð ég að sætta mig við það þó svo niðurstaðan sé á öndverðum meiði við pólitíska rétthugsun.

  6. Óáreiðanlegar meinar þú eflaust. Ég vil taka fram að mínar “hugmyndir” eru ekki vísindalegar, heldur einungis settar fram til að setja spurningarmerki við fullyrðingar um að skilnaðarbörn leiki frekar tveimur skjöldum en önnur börn. Þú segir að niðurstöður rannsókna séu “aldrei háðar pólitískri rétthugsun.” Er það nú ekki full langt gengið í alhæfingu? Sagan segir frá fjölda dæma um “vísindalegar” niðurstöður sem gefnar voru fyrirfram. Þá hefur alla síðustu öld verið fjallað um vorverstendnis (forforstaaelse) í túlkunarfræðilegri umræðu, sem hefur leitt til þess að möguleiki á hlutlægum vísindum er dreginn í efa. Positivisminn hefur t.d. orððið mjög illa úti í þeirri umræðu. Þú virðist því miður vita harla lítið um það sem þú ert að tala um.

Comments are closed.