Hvert fara peningarnir?

Ég er nú ekki stór fiskur á gjaldeyrismarkaði, líkari amöbu ef út í það er farið. Hins vegar tók ég mig til eldsnemma í gærmorgun og millifærði verulega fjárhæð af reikningi konunnar minnar á Íslandi yfir á reikning í hennar eigu í Chase Bank hér í BNA. Að sjálfsögðu var peningurinn fjarlægður samstundis af reikningnum í Sparisjóðnum og hætti að safna vöxtum þar. Ætla mætti að peningarnir myndu þá birtast fljótlega á reikningi í Chase-bankanum enda lifum við á tölvuöld, en svo virðist ekki vera. Nú rétt um 36 tímum eftir að peningarnir hættu að ávaxta sig á Íslandi, hafa engin boð borist Chase um að peningarnir séu svo mikið sem væntanlegir. Hvað þá að þeir safni vöxtum fyrir okkur hjónin hér í BNA. Þessir peningar eru hins vegar einhvers staðar og það ekki í stórri skjalatösku í Flugleiðavél. Þeir væntanlega liggja inn á biðreikningi í einhverjum banka, einhvers staðar í heiminum og safna vöxtum fyrir viðkomandi fjármálastofnun, meðan tekin er ákvörðun um hvernig þeir komist sem best á áfangastað. Hagnaður bankanna er því verulegur af slíkri færslu, enda hafa þeir á valdi sínu hversu lengi þeir ávaxta peningana mína í SÍNA þágu áður en þeir skila mér þeim aftur. Fyrir þetta allt borga ég síðan færslugjöld.

5 thoughts on “Hvert fara peningarnir?”

  1. Já Elli minn, það er svo flókið kerfið hjá honum Mammon. En þar sem ég hef starfað á þessum vettfangi þá getur það tekið allt að 72 stundir líkt og í hasarmyndum að millifæra þetta til BNA.

  2. Ég veit vel að þetta tekur a.m.k. 72 stundir en á þeim tíma eru peningarnir inn á reikningi bankastofnanna sem nota þá til að ávaxta eigið fé. Peningarnir mínir eru sem sé í vinnu hjá öðrum en mér og það sem meira er bankastofnanirnar RÁÐA nokkuð sjálfur hversu lengi þeir nota peningana mína í eigin hagnaðarskini.

  3. Auðvitað er þetta út í hött. Peningarnir eiga að skila vöxtum hjá íslenska bankanum þangað til þeir eru farnir að skila vöxtum hjá erlenda bankanum. Það gildir einu hversu lengi bankarnir eru að koma sér saman um millifærsluna eða aðferðina við hana. Þetta gerist allt rafrænt og tekur örskotsstund – þegar leiðin hefur verið mörkuð.

  4. Svo er annað í þessu Elli að bankar í BNA nota þá inneign sem þú átt dagsdaglega á nóttunni. Þeir nota peningana til að uppfylla byndiskylduna sem þeim er sagt að gera(uppfylla lög). Þannig millifæra þeir af bankareikningum almennings svo þeir þurfi ekki að liggja með fé og geta notað meira fé í útlán! Með þessu eru bankarnir að minka eingastöðu þeirra í lausafé sem við vitum að getur verið dýrt fjármagn, þannig minkar þeir þá áættu á gengistapi og láta hinn almenna borga um þá áættu.

Comments are closed.