Óforskömmuð framkoma

Sú staðreynd að Dorrit skyldi vísa til þess að hún væri “the First Lady of Iceland” og ætti því ekki að fá lélega þjónustu á flugvelli í Ísrael er að mínu viti óforskömmuð og óviðeigandi. Dorrit var ekki að ferðast í tengslum við starf eiginmanns síns, hún hefur enga opinbera stöðu á Íslandi að og hefur ekki íslenskt vegabréf.
Continue reading Óforskömmuð framkoma

Dómstóll fjölmiðla

Um leið og það er merkileg sú skoðun að fjölmiðlum beri að lúta stjórn Baugs, eins og ítrekað hefur komið fram, m.a. í því að tímarit Fróða séu tekin úr sölu í verslunum fyrirtækisins, starfsfólk Morgunblaðsins sé kallað á fund um ritstjórnarstefnu með yfirmönnum fyrirtækisins og Kastljósfólki RÚV sé óheimilt að fjalla um aðra þætti Baugsmálsins en fyrirtækinu hentar. Án þess að ég vísi til hinna fjölmiðlanna sem svo merkilega vill til að fyrirtækið á.
Continue reading Dómstóll fjölmiðla

Hlutverkaskilgreiningar

Einhverjum kann að finnast ég gera lítið úr hlutverkaskilgreiningum í svari á trú.is í gær. Því er til að svara að hlutverkaskilgreiningar hafa ákveðið hlutverk. Þær hjálpa til við greiningu hópa og hreyfinga, auðvelda okkur að sjá mynstur í atferli hreyfinga og hafa ákveðið forspárgildi um þróunarferli þeirra. Slíkar upplýsingar eru mikilvægar og rannsóknir á slíkum mynstrum geta hjálpað við að takast á við hópa sem hafa tilhneygingu til að beita ofbeldi svo dæmi sé tekið.
Svari mínu í gær var hins vegar ætlað að vara við að nota þessar skilgreiningar til að fullyrða um trú/trúleysi einstaklinga, þar sem hlutverkaskilgreiningar henta mjög illa til slíkrar stimplunar.

Hins vegar er pistill Svavars Alfreðs dæmi um skemmtilega notkun á hlutverkaskilgreiningum trúarlífsfélagsfræðinnar til greiningar á hópum.

Þetta er sett hér inn til útskýringar.

Ofbeldi

Ofbeldi er valdbeiting sem einkennist af virðingarleysi fyrir þolandanum. Ofbeldi birtist í fleiri myndum en barsmíðum og líkamsmeiðingum. Alvarlegustu afleiðingar ofbeldis eru oftast tilfinningalegs eðlis.
Höfnun, meinhæðni, einelti, hótanir, óréttlæti og einangrun eru tegundir ofbeldis.
(Skilgreining af vef Vímulausrar æsku)

Að nota skilgreiningar til að vanvirða

Með reglulegu millibili birtir Forbes lista yfir ríkustu þjóðarleiðtoga heims og í kjölfarið birtist frétt um meinta stöðu Kastró á listanum. Svo virðist vera að í áróðursskini og/eða fávisku um hugmyndaheim kommúnismans á Kúbu telji Forbes mikilvægt að eigna Kastró einhvern hluta af eignum ríkisins sem hann veitir forstöðu.
Continue reading Að nota skilgreiningar til að vanvirða

Ungt fólk og kirkjuþing

Eins og ég hef áður bent á þá er einungis ein manneskja á kjörlista leikmanna Kirkjuþings sem verður yngri 40 ára þegar kjörtímabilinu lýkur. Enginn á lista leikmanna er yngri en ég. Það er þrátt fyrir að nú séu liðin nærri 9 ár síðan ég fékk vígslu til starfa. Reyndar er fátt um ungt fólk á lista vígðra, því miður, en þó eru nokkur sem verða ekki orðin fertug þegar næsta kjörtímabili lýkur. Hvetjið þau til að bjóða sig fram og styðjið við bakið á þeim ef þau ákveða að skella sér í baráttuna.
Continue reading Ungt fólk og kirkjuþing

Methagnaður KB-banka

Hagnaður KB-banka á fyrsta ársfjórðungi er sá hæsti í sögu félagsins á einum fjórðungi. Hagnaður eftir skatta 18,8 milljarðar króna eða 69% meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. Sérstaka athygli vekur að gengishagnaður var 99% meiri en á sama tíma í fyrra eða 13,5 milljarðar króna og útskýrir algjörlega þennan methagnað bankans. Þessi aukni gengishagnaður á fyrsta ársfjórðungi stafar að langmestu leiti af stöðutöku bankans gegn íslensku krónunni. Það er eðlilegt að bankar leiti allra leiða til að auka hagnað sinn, líkt og Olíusjóðir, en af hverju spyr enginn spurninga?

ÍBV umfram Columbus Crew

Það verða að teljast tíðindi þegar leikmaður á borð við Andy Mwesigwa ákveður að velja Vestmannaeyjar fremur en Columbus, Ohio til búsetu. Það er hugsanlega rétt að Columbus verði seint talið miðpunktur heimsins, en Vestmannaeyjar? Hverju var eiginlega logið að manninum?
Við Crew-aðdáendurnir hér í Bexley, glottum við tönn og óskum Andy góðrar skemmtunar í saltrokinu og rigningunni.

Djáknar með kosningarétt

Ég hef áður glaðst yfir breytingum á lögum og starfsreglum um kirkjuþing, m.a. hér og hér. Sú ánægja er óbreytt þrátt fyrir vonbrigðin með tilnefningarnar. Annað sem hlýtur að kalla á umræður og vangaveltur er að þrátt fyrir að 28 djáknar hafi verið vígðir til starfa hér á landi síðan 1995, eru aðeins 8 þeirra með kosningarétt í kosningum til Kirkjuþings, hugsanlega reyndar 9.

Continue reading Djáknar með kosningarétt

Af hverju gefa?

Í Morgunblaðinu í dag er fjallað stuttlega um MA-ritgerð Marínar Þórsdóttur. En hún rannsakar í verkefni sínu m.a. “motivation” blóðgjafa. Rannsókn hennar og niðurstöður eru gífurlega mikilvægar fyrir allt góðgerðastarf. Það er gaman að heyra af spennandi og skemmtilegum verkefnum eins og þessu.

Áhugaverður skortur á áhuga [breytt og bætt]

Í umræðum um stöðu íslensku krónunnar, illsku norðmanna og svo sem flestra annarra útlendinga hefur ekkert verið fjallað um þau orð eins bankastjóra íslensku bankanna að þeir hafi séð fyrir lækkun krónunnar og tekið stöðu með öðrum gjaldmiðlum fyrir síðustu áramót.

Continue reading Áhugaverður skortur á áhuga [breytt og bætt]

Dómur fallinn

Í máli Kristins Jens gegn Prestsetrasjóði hlýtur neðangreind niðurstaða að teljast sú mikilvægasta:

Tilkoma sumarbústaðabyggðar felur án nokkurs vafa í sér varanlega breytingu á prestssetri, umhverfi þess og ásýnd og eru viðbætur við það. Er að mati dómsins engum vafa undirorpið að til þurfi atbeina stefnda til að sumarbústaðabyggð verði komið á fót í landi prestssetursins. Stefndi hefur fullyrt að stefnandi hafi ekki fengið leyfi stefnda til þess og hefur stefnanda ekki tekist sönnun um hið gagnstæða.

Á það sér í lagi við af tveimur ástæðum. Annars vegar að presti er ekki heimilt að nytja jörð þá sem hann hefur til umráða að vild án atbeina Prestsetrasjóðs. Hitt er að sögusögnum um að formaður prestsetrasjóðs og e.t.v. fleiri hafi jánkað sumarbústaðabyggð í landinu er hafnað sem ósönnuðum. Þessi niðurstaða er gleðifrétt fyrir Skógarmenn KFUM í Vatnaskógi, en kallar væntanlega á áfrýjun til Hæstaréttar.

Ríkiskirkja

Sá óvænti atburður gerðist í Keflavík að valnefnd vegna ráðningar prests komst EKKI að einróma niðurstöðu í Keflavík. Meirihluti vildi fá annálaritarann ágæta Skúla Sigurð Ólafsson, en minnihlutinn ákvað að láta reyna á biskup og vísuðu málinu til hans.
Fram kemur í fréttatilkynningu frá Biskupsstofu að biskup muni leggja til við ráðherra að sr. Skúli verði skipaður sóknarprestur í Keflavík.

Continue reading Ríkiskirkja