Methagnaður KB-banka

Hagnaður KB-banka á fyrsta ársfjórðungi er sá hæsti í sögu félagsins á einum fjórðungi. Hagnaður eftir skatta 18,8 milljarðar króna eða 69% meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. Sérstaka athygli vekur að gengishagnaður var 99% meiri en á sama tíma í fyrra eða 13,5 milljarðar króna og útskýrir algjörlega þennan methagnað bankans. Þessi aukni gengishagnaður á fyrsta ársfjórðungi stafar að langmestu leiti af stöðutöku bankans gegn íslensku krónunni. Það er eðlilegt að bankar leiti allra leiða til að auka hagnað sinn, líkt og Olíusjóðir, en af hverju spyr enginn spurninga?