Síðan Joe Apology er snilldar nálgun á veruleikann. Ég þakka Kim ábendinguna!
Category: Íslenska
Meira af gleðiefni
14. mál Kirkjuþings var samþykkt. Það merkir að “nú” skipar ráðherra ekki lengur sóknarpresta heldur er það innanhúsmál kirkjunnar. Þessu er ástæða til að fagna.
Trúartæknar
Ein af hættulegustu villum kirkjunnar er að einoka trúarlífið. Þegar kirkjan færist frá því að vera samfélag trúaðra og verður þess í stað stofnun með fjölda trúartækna í vinnu, þá er þessi hætta e.t.v. hvað mest. Hættan felst m.a. í því að trúartæknarnir taka yfir svið trúarinnar í þjóðfélaginu og almenningur verður neytendur. Þar sem trúin hefur marga snertifleti í daglega lífinu, þarf sífellt fleiri trúartækna til að dekka mannlega tilveru, svo ekki reyni á trú neytendanna.
Continue reading Trúartæknar
Orðanotkun
Um þessar mundir er mikið rætt á vefnum um Vinaleiðina. Mér finnst mikilvægt að koma að smá innleggi um orðanotkun. Hér er notast við hugtök eins og viðtöl, spjall, samtöl, sálgæslu, meðferð, meðferðarviðtöl og sálgæsluviðtöl. Ég geri ekki kröfu um að áhugafólk um samskipti hafi muninn á öllu þessu á hreinu. Ekki hef ég það. Hitt er ljóst að það er mjög óæskilegt að sérfræðingar smætti hugtök eins og sálgæsla til þess að styrkja röksemdafærslu sína.
Gleðiefni
Aðilar að samkomulaginu lýsa yfir því í lok þess að sú eignaafhending og árleg greiðsla sem á sér stað með samkomulagi þessu sé fullnaðaruppgjör milli íslenska ríkisins og Þjóðkirkjunnar vegna allra prestssetra og hvorugur aðili eigi kröfu á hendur hinum vegna þeirra. (kirkjan.is, 20. október 2006)
Það er sérstök ástæða til að fagna að óljósum tengslum ríkisins og kirkjunnar hvað varðar eignir og jarðir skuli nú vera frá. Þetta hlítur að vera gleðiefni öllum þeim sem telja að skil á milli ríkisvalds og kirkju skuli vera sem skýrust.
Hlutverk djáknans
Ég lenti í áhugaverðum samræðum eftir Kirkjusögutíma í morgun. Umræðuefni tímans var bók rómversk-katólsks kardinála um mismundi “kirkjumódel”. Ég tjáði mig mjög ákveðið í tímanum um þjónsmódelið í bókinni og mótmælti fullyrðingu bókarinnar um að þetta ákveðna módel skorti Biblíulega undirstöðu og benti á nokkra grundvallandi texta módelinu til stuðnings. En hvað um það. Að lokinni kennslustund tók ég, kennarinn og ágætur samnemandi minn á tal saman og ég sagði þeim að ég væri vígður djákni í lúthersku kirkjunni og hefði því skoðað grunn þessa módels nokkuð.
Trúarjátningarprófið
Trúarjátningarprófið á Vantrú er tær snilld og algjörlega ómissandi innlegg í umræður um trúmál. Með fullri virðingu fyrir þeim Vantrúarköppum þá er þetta líklega það flottasta sem ég hef séð til þeirra.
Til hamingju!
Vandi kirkjunnar
Arnold bendir á í ummælum við Trúarjátningarprófið á Vantrú að e.t.v. sé bilið milli guðfræðinnar og almennings (jafnvel kirkjunnar) of breytt. Þannig hafi hugtök í trúarjátningunni aðra merkingu í dag, en þegar hún var rituð s.s. heilagur. Þannig sé játningin heilög almenn kirkja í engu samræmi við hugmyndir höfunda játningarinnar og þann kirkjuskilning sem lútherska kirkjan aðhyllist. Heilagur sem einhvers konar fullkomlega góður, sem virðist vera skilningur margra á orðinu (sbr. prédikun Hildar Eir um Kárahnjúka) gerir kirkjuna í játningunni að einhverju allt öðru en hún er.
Continue reading Vandi kirkjunnar
Egyptar samtímans
Í tíma í Gamla testamentisfræðum fyrir helgi varð nokkur umræða um grein eftir Norður amerískan frumbyggja, Robert Warrior, sem hafnar því að Exodus sé lesinn sem frelsunarsaga, enda sé enginn frelsun fólginn í meðferð Kananíta. Í tengslum við þessa umræðu var komið inn á orðanotkun í tengslum við BNA sem land frelsisins og hvernig þjóðin liti á sjálfa sig sem Guðs útvöldu þjóð. Mér varð á að segja að Evrópa væri greinilega Egyptaland, enda hefðu pílagrímarnir á leið til BNA komið þaðan og við hefðum sent gyðingana aftur til Ísrael. Mér þótti ég augljóslega nokkuð klár, enda líkingin viðeigandi.
Fermingar
Líklega er merkilegasta innleggið um stöðu fermingarinnar á þessum síðustu tímum heimasíðan www.ferming.is. Ég held að við þurfum að íhuga stöðu okkar í kirkjunni. Eða er okkur e.t.v. alveg sama?
Greiningargeirinn lætur ekki að sér hæða
Ég ber mikla virðingu fyrir Hrefnu Ólafsdóttur. Ég tók námskeið hjá henni í Félagsráðgjöf þar sem augu mín opnuðust fyrir ýmsum hlutum sem ég hafði ekki verið meðvitaður um áður. Það breytir því ekki að “mér finnst” eða öllu heldur “mér sýnist” fullyrðing hennar um tilfinningavanrækt börn er ekki vel undirbyggð. Það hafa orðið ótrúlegar breytingar á þjónustu við geðfötluð ungmenni á síðustu 20 árum. Svo mjög að tala má um byltingu á þessu sviði.
Áhugavert!
Það er mikið talað um Dawkins á Íslandi, minna reyndar annars staðar. Þar sem mér gafst tími til rétt í þessu og sá deilur um kauða, þá ákvað ég að fletta honum upp. Það voru sérstaklega tvær síður sem vöktu athygli mína. Continue reading Áhugavert!
Kaos
Ritskýring B.S. Childs á Exodus frásögunni talar um nýja sköpun Ísraels þjóðarinnar og tengir á áhugaverðan hátt P heimildina í Genesis 1 við frásögnina af því sem við köllum að öllu jöfnu för Ísraelsmanna yfir Rauða hafið. Hann horfir til þess að sköpunin í Genesis 1 hefst á því að Guð svífur yfir vötnunum og sköpunin felst á að koma skikki á vötnin sem standa í textanum fyrir óreiðu (kaos). Á sama hátt sýnir opnun “Rauða hafsins” að Guð ræður óreiðunni, jafnvel kaos vatnsins er honum undirgefið. Continue reading Kaos
Sumarbúðirnar hans Jesús
Ég fór með nokkrum skólafélögum á Jesus Camp í kvöld. Carlos lét ekki sjá sig enda lítt að treysta á hann (hugsanlega spoiler en þetta er heimildamynd svo…).
Munur á rannsóknarforsendum og trú
Það er eitt að ganga út frá frumsendu/forsendu í rannsóknarskini og annað að trúa/líta svo á að hún sé rétt. Annað þarf ekki að útiloka hitt. En þetta tvennt er EKKI það sama.
Continue reading Munur á rannsóknarforsendum og trú
Mikilvægar vangaveltur
Bók Donald G. Luck, Why study Theology? er viðfangsefni mitt þessarar viku. En eftir tæpa 40 tíma þarf ég að skila 8-10 síðna pappír þar sem ég rýni bókina. Ein af vangaveltum Luck snertir á mikilvægum þætti í embættisskilningi kirkjunnar. Þýðingin er mín og því e.t.v. vafasamt að tengja textann Luck og bók hans.
Continue reading Mikilvægar vangaveltur
Vangaveltur um guðfræði
Grundvöllur guðfræðinnar er fjölþættari en reynsla/opinberun. Ritningar, hefðir og rannsóknir mynda þarna samspil. Ég tel eðlilegt að trú manna sé viðfangsefni fræðigreinar. Hins vegar tel ég ekki að fræðigreinin þurfi að samþykkja frumsenduna um Guð. Ég veit að Kristján Búason heldur því fram en ég er ekki sammála honum. Hann myndi hugsanlega segja að guðfræði án frumsendunnar um Guð sé ekki guðfræði heldur trúarbragðafræði og það má vera að eðlilegra sé að nota það hugtak.
Continue reading Vangaveltur um guðfræði
Heilög jörð
Útvarpsprédikun Hildar Eir Bolladóttur vakti nokkra athygli í liðinni viku, enda leitaði Hildur eftir að skilja og túlka eitt helsta deilumál síðustu ára í ljósi kenninga kirkjunnar. Þessi viðleitni er að sjálfsögðu virðingarverð, minnir á mikilvægi þess að kirkjan sé “up to date, festist ekki í fortíðinni og varnar Guði frá því að verða rykfallinn forngripur.
Continue reading Heilög jörð
Ófleyg orð
Atferlismarkmið, hegðunarmunstur, uppbygging reglukerfa samfélaga og viðhorf einstaklinga til nándar og viðmiðunarmarka eru án vafa viðfangsefni fræðigreinar sem leitast m.a. við að nálgast guðsmyndir trúarhópa, skoðar félagsgerðir trúarsamfélaga og reynir að textagreina helgirit til að öðlast skilning á veruleika guðsdýrkunar. (Halldór E. Guðmundsson djákni)
Vitnisburður
Ritningin er vitnisburðarbókmenntir, vitnisburðir um tilvik þar sem einstaklingar trúðu að þeir hefðu verið snertir af Guð. Í Nýja testamentinu er þessi snerting sérstaklega tengd við Jesús Krist.
Donald G. Luck, 1999, Why Study Theology?