Greiningargeirinn lætur ekki að sér hæða

Ég ber mikla virðingu fyrir Hrefnu Ólafsdóttur. Ég tók námskeið hjá henni í Félagsráðgjöf þar sem augu mín opnuðust fyrir ýmsum hlutum sem ég hafði ekki verið meðvitaður um áður. Það breytir því ekki að “mér finnst” eða öllu heldur “mér sýnist” fullyrðing hennar um tilfinningavanrækt börn er ekki vel undirbyggð. Það hafa orðið ótrúlegar breytingar á þjónustu við geðfötluð ungmenni á síðustu 20 árum. Svo mjög að tala má um byltingu á þessu sviði.

Á árum áður snerist þónokkur hluti starfsemi BUGL um þjónustu við einhverf börn. Þau voru talin vera eitt meginverkefni barnageðsviðsins. Síðan þetta var hafa greiningarlyklar lengst endalaust mikið, sífellt fleiri úrræði bjóðast og nú er svo komið að einhverf börn sjást vart á BUGL, enda er þeim sinnt annars staðar. Kúnnahópur BUGL er orðin allt annar. Einhver myndi segja að nýji hópurinn sé “venjuleg börn” með óvenjulega hegðun. Hópur sem var EKKI sinnt af fagfólki fyrir 20 árum síðan. Hvað þá fyrr. Það að aukning “venjulegra barna” með óvenjulega hegðun á kostnað m.a. einhverfra barna breyti því hvernig einstaklingar innan hópsins útskýri líðan sína er EKKI frétt.
Að fullyrða um aukna tilfinningalega vanrækslu út frá áherslubreytingum á barnageðsviði Landspítalans (síðar Háskólasjúkrahúss) er mikill misskilningur. Kannski er það rétt en við höfum enga ástæðu til að ætla að svo sé.

(Ég er ekki áskrifandi að Mbl og því er þessi færsla alfarið byggð á opnu greininni á mbl.is)