Það er einnig vert skoðunar, hvernig borgarmyndun færir trúarlegan ágreining af félagslegum/menningarlegum stalli, yfir á deilur um kenningar. Það gæti hjálpað til við að útskýra hvers vegna austurkirkjan hefur ekki klofnað á sama hátt og vesturkirkjan gerði. En borgarmyndun vestanmegin á síðmiðöldum, átti sér ekki stað á sama hátt í austri, þar sem meginþorri fólks í austrinu lifði í dreifðari byggðum.
Category: Íslenska
Siðrof (anomie)
Það er áhugavert að skoða hvernig innflytjendur frá dreifðari byggðum Tyrklands og nágrannaríkja hafa þurft að glíma við siðrof Durkheim. En flutningurinn frá einsleitum smáum byggðum til stórborga Evrópu hefur þróað og breytt helgihaldinu frá því að vera vettvangur samfélagsins í þorpinu, þar sem ríkjandi félagslegt ástand var styrkt og lofað, til þess að vera hvíld fyrir einstaklinga, í andsnúnu umhverfi þar sem helgihaldinu er ekki ætlað að styrkja ríkjandi ástand, heldur birta mynd af von um það sem framundan er. Continue reading Siðrof (anomie)
Græjufærsla
Eftir að skjárinn á fartölvunni minni brotnaði um áramótin, hefur legið ljóst fyrir að ég þyrfti fyrr eða síðar að fjárfesta í nýju tæki. Ég ákvað að hinkra eftir Hlébarðastýrikerfinu, enda var það væntanlegt með vorinu. Nú þegar það er ljóst að hlébarðinn sefur fram á haust var eiginlega ekki eftir neinu að bíða. Apple-búðarstarfsmaðurinn í Easton benti mér á að það væri $175 ódýrara að panta vélina á netinu og því gerði ég það á mánudaginn. Eftir vandamál með VISAkort (þeir samþykkja ekki erlend kort), var vélin send frá Shanghai, í gegnum Alaska og kom með Fedex sendinum hingað heim um kl. 10 í morgun. Ég er búin að færa öll gögn og uppsetningar úr gömlu vélinni og allt er eins og það á að vera.
Nýja tölvan mín er hvít, eins og sú gamla en með minni skjá og 2GB í innra minni.
Bingóbannið
Í kirkjusögutíma í morgun, vísaði Dr Huber til mismunandi skilnings katólikka og lútherana í BNA á bingói. Þannig rifjaði hann upp hvernig auglýsingar um bingó á kirkjuskiltum, fengu foreldra hans til að fussa og sveia yfir þessum bingóspilandi katólsku villutrúarmönnum. Ég að sjálfsögðu greip þetta á lofti og nefndi við hann bingóspilandi villutrúarmennina á Austurvelli og lofaði að leggjast í rannsóknarvinnu hvort bingó-ákvæði laganna um helgidagafrið ætti sér rætur í hatri á pápísku. Continue reading Bingóbannið
Algjörlega til fyrirmyndar
Það er gleðilegt að þessi yngsti söfnuður landsins, í Þúsaldarsókn, skuli beita nútímaaðferðum við útboð og framkvæmd kirkjubyggingarinnar. Þessi vinnubrögð eru til eftirbreytni og gaman að heyra af þessari leið.
Upphaflega birt á halldorelias.blog.is sem viðbrögð við frétt á mbl.is.
Feðginahelgi
Það er auðvelt að segja að lyf séu ekki besta lausnin, heldur eitthvað annað – fiskafitusýrur, feðginahelgi, heilsurækt eða bænir. Veruleikinn er hins vegar einfaldlega sá að stundum eru börn veik og þurfa lyf.
Um síðustu helgi fór ég á feðginahelgi með dóttur minni og þar vildi svo til að Jeff, aðalhöfundur ofangreindrar rannsóknar var þar með dóttur sinni. Hann sagði okkur hinum, pöbbunum hvað það væri undarlegt að vinna við rannsóknir og lenda í því allt í einu að verða fjölmiðlafóður. Hann væri búin að vera alla síðustu viku á námskeiðum í framkomu og fjölmiðlapakkinn myndi lenda á honum á þriðjudag (í gær). Jeff sá samt ástæðu til að gefa sér tíma og mæta með dóttur sína og eiga með henni góðar stundir í sumarbúðunum. Það að hann skyldi taka dóttur sína á feðginahelgi merkti samt ekki að hann trúði ekki eigin niðurstöðum, hann veit sem er að heilbrigt fjölskyldulíf, uppbyggjandi samskipti og jafnvel fiskafitusýrur (við reyndar ræddum það ekki) gera sitt gagn. En þegar börn eru veik, sem gerist því miður, þá er mikilvægt að átta sig á hvort það sé betra að þau fái Prosac eða ekki. Líkt og það er nauðsynlegt að vita hvort það sé betra fyrir barn með opið beinbrot að fá verkjatöflu til að geta sofið, eða að leyfa náttúrunni og verkjunum að hafa sinn gang.
Niðurstöður Jeff og félaga eru fjölþættar, ein þeirra er sú að það dregur úr sjálfsvígshættu að gefa þunglyndum börnum lyf við vanlíðan sinni. Allir sem láta sig börn varða, hljóta að fagna slíku, óháð því hvað okkur finnst um lyfjafyrirtæki sem slík.
Trúaruppeldi
Það er áhugavert hvernig umræðan hér á annálnum mínum opnar áhugaverðar hliðar á námsbókunum sem ég hef á skrifborðinu. Þannig var áhugavert fyrir mig rétt í þessu að sjá hvernig kirkjan í BNA, “kristnasta landi heims” hefur fært allt helgihald af heimilunum og inn í Guðshúsið (e. the Godbox). Þannig er bænahald einungis reglulegur þáttur í heimilishaldi tæpra 9% hefðbundina mótmælenda, og tölurnar virðast svipaðar fyrir katólikka, kannski rétt aðeins hærri. Kirkjan hefur þannig orðið eini vettvangur trúarlífsins. Continue reading Trúaruppeldi
Óttinn og viðbrögðin við honum
Í tengslum við umræðuna við færsluna Föstulok hafa vaknað upp áhugaverðar umræður um varnarbaráttu kirkjunnar í samtímanum. Ég rakst rétt í þessu á texta eftir frelsunarguðfræðinginn José Comblin, en hann talar um að kirkjan lifi í stöðugri baráttu milli gyðingdóms og heiðingdóms. Hann segir svo:
By calling, it ought to transcend both. But historically, it vacillates between both poles of corruption. In the second and third centuries the chrch reassumed many of the elements of Judaism, and seemed another synagogue. From Constantine onward, the church allowed itself to integrated into the Roman Empire and tended toward paganism. … Since the great Protestant schism and the gradual secularization of Western society, the church has inclined once more toward Judaism, defending itself by taking the shape of a synagogue. It defends itself through its law, its separation from the pagans, its intransigence, its fidelity to the letter and to its tradition.
Hvenær á að bakka?
Ég fór í sumarbúðir um helgina með dóttur minni, e.t.v. ekki í frásögur færandi, nema hvað að þetta er í fyrsta sinn síðan 1991 sem ég fer í sumarbúðir án þess að hafa annað hlutverk en það að vera þátttakandi eða vera gefið hlutverk/verkefni þegar ég mæti á staðinn. Þetta var um margt spennandi reynsla, helgi í feðginadagskrá þar sem markmiðið var að njóta þess að vera til. Continue reading Hvenær á að bakka?
Þjónustustofnun, kirkja eða eitthvað allt annað
Það er áhugavert að velta fyrir sér þessu máli í Digraneskirkju. Hér er nefnilega snert á grundvallarskilningi þjóðkirkjunnar á sjálfri sér. Hver er staða og hlutverk kirkjunnar? Það má segja að við getum greint tvo meginstrauma í þessu máli. Continue reading Þjónustustofnun, kirkja eða eitthvað allt annað
Menntun leiðtoga
Þegar lokafrestur nálgast á verkefnum í skólanum er alltaf freistandi að gera eitthvað allt annað. Nú bíður mín að ljúka við kynningarefni um Lúther í kirkjusögu og því ljóst að þankar um mat á kirkjustarfi og rannsóknir á gæðum þess er það sem ég ætla að skrifa um. Continue reading Menntun leiðtoga
Sofandi hlébarði
Þegar sonur minn braut skjáinn á iBook-vélinni minni á Gamlársdag, ákvað ég að vera fartölvulaus þar til Hlébarðinn kæmi í upphafi vormisseris, enda vel hægt að vera skrifborðsbundinn í mánuð eða tvo, og fá í staðinn fullkomið back-up kerfi og möguleikann á Boot-Camp fyrir Linux innbyggt í stýrikerfið. Nú er komið fram í apríl, hlébarðinn liggur enn í dvala og sinaskeiðabólgan að drepa mig ef ekki væri fyrir keiluhanskann á hægri hendi.
Það er því ljóst að fyrst hlébarðinn ætlar ekki að rísa úr dvala fyrr en í október, þá er fátt að gera annað en keyra upp í Easton eftir helgi og kaupa MacBook, losna úr fjötrum skrifborðsins og e.t.v. henda keiluhanskanum. Backup-ið býður þá bara fram á haust, og ég þarf hvort eð er ekkert á linux að halda.
Ellimerki
Það var hálfkómískt i Helgisiðafræðum hér í Trinity Lutheran Seminary, hvernig besserwisser-fræðin höfðu mismunandi áhrif á fólk. Einhverjum fundust skilaboðin ekki nægilega sterk en öðrum þótti nóg um. Sér í lagi þótti mér skemmtilegt að síðari hópurinn var það fólk sem ég hef náð mestum tengslum við hér í náminu, og e.t.v. ekki undarlegt þar sem einhverjum varð á að tala um þau sem gítarglamrandi sumarbúðafólkið. Þannig er að í námi með mér er nokkur hópur af ungu fólki sem virðist eiga það sameiginlegt að hafa verið í sumarbúðastarfi lengi, vera lágkirkjulegt og fókusera á fræðslu og boðun. Þannig eru allir MALM-nemarnir í skólanum í hópi sumarbúðafólksins (nema ein eldri kona, sem er að mestu í fjarnámi) og eru flest að taka kúrs í Outdoor Ministry á þessu misseri. Kúrs sem var ekki í námskrá en þau fengu einn prófessorinn til að móta með sér. En nóg um það, ég samsama mig með þessum krökkum enda bakgrunnurinn svipaður og ég hélt að hugmyndir okkar um kirkjuna og helgihald væru ekki svo frábrugðnar, en stundum kemur innri maðurinn í ljós.
Eftir að hafa lesið póstinn minn í dag, sá ég mig tilneyddan til að gera alvarlega athugasemd við misnotkun á skrúðanum í íslensku þjóðkirkjunni, við verkefnastjóra helgisiðasviðs þjóðkirkjunnar, og biðja hann um að kanna málið. Ef sumarbúðaliðið í skólanum mínum vissi af því að ég sé að klaga vitlaust framkvæmt helgihald til helgisiðalöggu kirkjunnar þá yrði ég líklega grýttur eða alla vega kastað á varðeld.
Hvort það sé kennsla Dr. Dahill, vígsla mín sem djákni eða einfaldlega aldurinn sem hefur þessi áhrif á mig, er ekki gott að segja. Hins vegar er ljóst að ef ég held þessu áfram, endar með því að svartstakkarnir þurfa að vara sig. Kannski get ég orðið helgisiðaofurhetja – Halldór helgisiðahetja – eða kannski ekki.
Föstulok
Að lokinni upprisuhátíð er við hæfi að snúa til baka eftir bloggföstu. Ekki tókst mér jafnvel til og ég hugðist, en ég skannaði fréttir og bloggfyrirsagnir öðru hvoru á föstunni, þó mér hafi tekist að láta það vera að bregðast við. En ég lét hins vegar vera að skrifa færslur bæði hér og við fréttir á blog.mbl.is. Continue reading Föstulok
Fasta
Their abstinence includes also refraining from many kinds of self-punitive thoughts or behaviors or obsessive forms of control. For someone else, fasting from TV or computer games might similarly open up raw, empty time before God as compulsively driven forms of behavior are gradually withdrawn. (Lisa Dahill, Truly Present, p. 59)
Þar sem föstuatferli er stór hluti af trúarlífi mannkyns, í flestum trúarbrögðum, tilraun til að takast á við og ná stjórn á lífi sínu hef ég ákveðið að taka mér hlé frá blogg-skrifum hér á annál og blog.is fram yfir kyrruviku. Þá hyggst ég ekki lesa vefsíður og bloggsvæði sem ég skanna að öðru jöfnu daglega á þessum tíma. Þar sem ég hyggst jafnframt draga úr fréttalestri frá Íslandi, mun ég heldur ekki svara fyrirspurnum á tölvupósti um afstöðu til hinna ýmsu málaflokka á þessu tímabili. Rétt er þó að taka fram að fréttir af fjölskyldunni, munu birtast sem fyrr á hrafnar.net þegar og ef það á við.
Fyrir áhugasama um föstu og aðferðir til að takast á við hana, bendi ég á bókina Truly Present eftir Lisa Dahill, en 5. kafli bókar hennar gæti verið gagnlegur.
Orðinn Neo-Orthodox
Jón Ómar var að taka “What is your Theological Worldview?” prófið sem ég tók í apríl í fyrra. Síðan þá hef ég hafið guðfræðinám á ný og fannst því spennandi að taka prófið aftur, enda alltaf spennandi að vita hvernig maður breytist. Continue reading Orðinn Neo-Orthodox
Vonskuveður
Ég fékk bréf frá kennaranum mínum í Ministry of Worship í gær, þar sem hún lofaði þeim nemendum sem kæmu í tímann í dag kökum. Í morgun kom síðan annað bréf um að skólinn yrði læstur, enda á enginn að vera á ferli og norðan við okkur má handtaka hvern þann sem keyrir á opinberum vegum meðan að veðrið gengur yfir.
Þetta virðist fremur öfgafullar aðgerðir, en eins og bent var á í sjónvarpsfréttum í morgun er ástandið mjög alvarlegt. Víða á vegum sjást ekki einu sinni akgreinalínur. Annars er búið að vera heiðskýrt frá því ég vaknaði og létt snjókoma á köflum, eiginlega veður eins og sést í fallegum jólamyndum. Ég hef reyndar ekki farið út, en dóttir mín 8 ára hentist ekki úti nema í 20 mínútur með vini sínum frá Alaska, þrátt fyrir heiðríkjuna enda gífurlega kalt.
En að upplifa þetta í fyrsta sinn hér er samt pínu kómískt. Í svona veðri heima á Íslandi í febrúar væri skólasund það eina sem yrði aflýst.
Mikilvægur flötur
Matthías Ásgeirsson skrifar í dag hreint ágæta grein í Fréttablaðið. En hann veltir fyrir sér fjöldarökunum fyrir starfi kirkjunnar í grunn- og leikskólum. Continue reading Mikilvægur flötur
Að sigla undir fölsku flaggi
Það er ekki á hverjum degi gefið í skin að ég sigli undir fölsku flaggi, eða sé óheiðarlegur á einhvern hátt en það gerðist í ummælum í dag. En þar er ég sakaður um að gefa ekki upp tengsl við lykilmenn í Vinaleiðarmálinu, í þeim umræðum sem ég hef átt um leiðina. Hér er líkast til átt við hér og hér. Ég veit reyndar ekki um hvaða tengsl er verið að ræða, né hvernig þau eiga að skipta máli, en ég skal reyna. Continue reading Að sigla undir fölsku flaggi
Sögulegi Jesús
Ein af áherslunum í lok 19. aldar og fram á þá 20. voru tengdar tilraunum guðfræðinga til að finna hinn sögulega Jesú. Til þess eru notaðar ákveðnar leiðir m.a. er litið til fjölbreytni heimilda, orð sem eru neikvæð hafa meira vægi en jákvæð. Continue reading Sögulegi Jesús