Vonskuveður

Ég fékk bréf frá kennaranum mínum í Ministry of Worship í gær, þar sem hún lofaði þeim nemendum sem kæmu í tímann í dag kökum. Í morgun kom síðan annað bréf um að skólinn yrði læstur, enda á enginn að vera á ferli og norðan við okkur má handtaka hvern þann sem keyrir á opinberum vegum meðan að veðrið gengur yfir.

Þetta virðist fremur öfgafullar aðgerðir, en eins og bent var á í sjónvarpsfréttum í morgun er ástandið mjög alvarlegt. Víða á vegum sjást ekki einu sinni akgreinalínur. Annars er búið að vera heiðskýrt frá því ég vaknaði og létt snjókoma á köflum, eiginlega veður eins og sést í fallegum jólamyndum. Ég hef reyndar ekki farið út, en dóttir mín 8 ára hentist ekki úti nema í 20 mínútur með vini sínum frá Alaska, þrátt fyrir heiðríkjuna enda gífurlega kalt.

En að upplifa þetta í fyrsta sinn hér er samt pínu kómískt. Í svona veðri heima á Íslandi í febrúar væri skólasund það eina sem yrði aflýst.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.