Nú í marslok kom á markað nýtt fermingarfræðsluefni frá ELCA (Evangelical Lutheran Church in America). Efnið leggur mikið upp úr sjálfsmynd lútherana og nálgast Biblíufræðslu og ferskan og spennandi hátt. Hægt er að fá upplýsingar á vefsíðunni www.herewestandconfirmation.org.
Author: Halldór Guðmundsson
Úrskurðarnefndin leggur línur
Það eru tveir þættir í úrskurði Úrskurðarnefndar kirkjunnar í máli Hans Markúsar gegn hinum og þessum sem vekja sérstaka athygli mína. Þar er um að ræða niðurstöður sem gætu haft langvarandi áhrif á starf safnaða í landinu, sér í lagi ef úrskurðurinn er talinn vera stefnumarkandi.
Um hlutverk prédikunnar
Í gær fóru tveir lútherskir prestar þá leið að nota prédikun í guðsþjónustu til að vekja athygli á málstað sem hefur lítið eða ekkert með Jesú Krist að gera. Annar presturinn er starfandi í fríkirkju, hinn er sóknarprestur í þjóðkirkjunni.
Continue reading Um hlutverk prédikunnar
Hver á RÚV?
Enn á ný gerast fáránlegir hlutir á Íslandi. Skyndilega er það ekki hlutverk þeirra sem þjóðin kýs almennri kosningu til Alþingis að skipa fólk og halda utan um stefnumótun Ríkisútvarpsins sem er í eigu allra landsmanna heldur starfsmanna þeirrar stofnunar, jafnvel þótt þeir hafi verið ráðnir til annarra starfa. Sá þjófnaður á sameign þjóðarinnar sem átti sér stað í gær, í skjóli hlutleysis og mótmæla við því að stjórnmálamenn ræki hlutverk sitt er til skammar og okkur öllum til minnkunar.
Starfsfólk RÚV á að skammast sín.
Stöðnuð eða umbreytandi trú!
Sumum finnst trúin vera farvegur hins gamla, jafnvel úreltra sjónarmiða. Þeim finnst trúin vera sá vettvangur í lífi mannsins þar sem hann varðveitir og stendur vörð um það sem alltaf hefur verið, þar verjist maðurinn nýrri þekkingu og nýju áreiti og þar að auki sé trúin og trúarbrögð almennt oft gróðrarstía fordóma og jafnvel ofstækis.
Oft getur svo verið, en er það þá ekki vegna þess að maðurinn sjálfur, lokaður inni í sínum litla heimi, hefur lagað trúarbrögðin nað sjálfum sér, þetta þekkjum við úr kristinni trú ekki síður en öðrum trúarbrögðum. Continue reading Stöðnuð eða umbreytandi trú!
Til skammar
Það er hneisa að einhverjir Íslendingar skuli vera til í að svínbeygja reglur um íslenskan ríkisborgararétt til handa manni sem fagnar yfir hryðjuverkum, er haldinn hatri í garð einstakra þjóða og er auk þess í skattrannsókn vegna hugsanlegra skattsvika í heimalandi sínu. Continue reading Til skammar
Píslarsagan í endursögn Önnu Laufeyjar
Jesús reið á asna, síðan stoppaði hann á fjallstindi. Fullt af fólki að veifa pálmagreinum, fólkið sagði hósanna. Continue reading Píslarsagan í endursögn Önnu Laufeyjar
Nú liggur þetta fyrir
Nú eru komin endanleg svör vegna náms Jennýjar Brynjarsdóttur við Ohio State University. Það liggur fyrir að hún mun hefja nám við skólann 3. janúar 2006. Continue reading Nú liggur þetta fyrir
Gamlir kunningjar úr EYCE geiranum
Helle Rosenkvist, Christian Pedersen og fleira gott fólk hefur lagt af stað með metnaðarfullt verkefni, http://www.habitusnetwork.org. Ég veit ekki alveg hversu raunsætt þetta er, en gaman að því þegar fólk vill gera vel.
Hiti, hálsbólga og hósti
Veðrið hér í Danmörku hefur ekki verið að gera góða hluti, kalt og meira kalt. Nú sit í upp í rúminu mínu með hita, hálsbólgu og hósta meðan Jenný og Anna Laufey halda niður á Strikið í innkaupaferð.
Fjölskylduferð í frið og ró
Við fjölskyldan héldum í gær í rólegheitaferð til Danaveldis og verðum fram á laugardag. Hugmyndin að heimsækja dýragarðinn, Luisianasafnið, Rosenborgarkastalann og borða góðan mat.
Ákvarðanir
Við hjónin ákváðum fyrir rétt um mánuði að segja upp ADSL-áskriftinni og nota það sem sparaðist þetta árið renna í eitthvað uppbyggilegt fyrir samband okkar. Continue reading Ákvarðanir
Bjánaskapur
Í tilraun minni til að halda umræðu hér á annálnum lausri við skítkast, alhæfingar og uppnefni tókst mér vægast sagt illa upp. Færslan sem sé skemmdist og vefurinn hvarf tímabundið. Continue reading Bjánaskapur
Um einkenni umræðunnar
Hún er um margt áhugaverð umræðan um stöðu trúarbragða í grunnskólanum, sem hefur skotið upp kollinum í almennum fjölmiðlum í kjölfar málþings Vinstri grænna um helgina. Eitt einkenni þessarar umræðu hefur verið tilhneiging ýmissa til að spyrða saman ólíka þætti og alhæfa út frá einstökum og á tíðum stílfærðum dæmum.
Ljósmyndir frá Noregsferð
Gunni æskulýðströll hefur sett nokkrar myndir úr Noregsferð Reykjavíkurprófastsdæma á netið. Slóðin er: http://public.fotki.com/gunni/oslo/
Of margar bækur, of lítill tími
Það er margt sem liggur á náttborðinu þessa dagana. Film as Religion er áhugaverð nálgun John C. Lyden á kvikmyndir sem trúarlegan veruleika í víðri merkingu trúarhugtaksins. Continue reading Of margar bækur, of lítill tími
Mont um konuna
Hægt er að fletta Jennýju Brynjarsdóttur upp í Web of Science. Slóðin á greinina hennar var http://wos01.isiknowledge.com/?SID=FoJmhoKO2NL@EI82HM4&Func=Abstract&doc=4/1 [tengill rofinn].
Áhugaverður fjölmiðill
Ég rakst á þennan hreyfimyndafjölmiðil á vafri mínu í dag.
Ríkiskirkja!?!!
Ég trúi að ef kirkjan vill lifa heilbrigðu lífi þurfi hún að ná sem mestri fjarlægð frá ríkisvaldinu. Margvíslegur árangur hefur náðst, þó alltaf megi gera betur. Ástandið í Noregi er hins vegar dæmi um óheilbrigt umhverfi hvað þetta varðar. Er staðan virkilega sú að ríkisstjórnarsamstarf er í hættu vegna biskupskosninga og afstöðu kirkjunnar til samkynhneigðra?
Til umhugsunar
Mér varð hugsað til þess áðan á fyrirlestri, hvort neðangreind setning væri rétt:
Það hvað þú lætur ofan í þig, segir til um hversu mikla [breytt] virðingu þú berð fyrir sjálfum þér.