Of margar bækur, of lítill tími

Það er margt sem liggur á náttborðinu þessa dagana. Film as Religion er áhugaverð nálgun John C. Lyden á kvikmyndir sem trúarlegan veruleika í víðri merkingu trúarhugtaksins. Hann Þorkell benti mér á bókina í áhugaverðri og skemmtilegri flugferð til Osló með viðkomu í Stokkhólmi í lok janúar. Önnur bók á borðinu heitir God’s Politics: … þar glímir höfundur við skilning bandarískra kjósenda á því að vera kristinn. Ekki má gleyma tveimur bókum eftir James M. Childs jr. siðfræðiprófessor við Trinity Lutheran Seminary, annars vegar Creed … sem veltir upp spurningum um viðskipti og kristna siðfræði og hins vegar Preaching Justice: … .

Það er kannski einhverjum ljóst að áhugasvið mitt þegar kemur að trúmálum, liggur hvað helst í samspili trúarlegs veruleika og samfélags í samtímanum. En áður en ég ræðst í þessar bækur af nokkru viti bíður reyndar eitt mikilvægt verkefni: Að fylgjast með Harry Bosch leysa enn eitt sakamálið í bókinni Trunk Music eftir Michael Connelly.

One thought on “Of margar bækur, of lítill tími”

  1. Film as Religion er mjög spennandi, en eins og svo margar slíkar bækur kallar hún ekki bara á lestur heldur líka áhorf! Það getur því tekið tíma að fara yfir hana alla.

Comments are closed.