Eitt af vandamálum múslima víðast hvar í Evrópu er spurningin um talsmann. Það er ekki ljóst hver getur talað fyrir hönd hópsins. Það hefur leitt til þess að fjölmiðlar í leit að fréttum hafa skilgreint fyrir meginþorra fólks hver sé talsmaður og hver ekki. Þetta var eitt af félagslegum víddum Islam sem ég skoðaði í verkefni í Trúarbragðafræðum sem ég tók upp í Pontificium College Josephinum. Þar segi ég um stöðu talsmanna: Continue reading Talsmaður múslima
Tag: religion
Muslims in Europe – Called to be Neighbors
This text was originally written for a course in World Religion. It is pasted here if someone is interested. In my teacher’s remarks he pointed out that it is far from flawless, mostly due to my fragile English, and is uneven in quality at times. But I think it has some relevance anyway. Continue reading Muslims in Europe – Called to be Neighbors
Vefsíður um Islam í Evrópu og reyndar fleira
Ég var spurður fyrir nokkrum dögum um heimildir og texta sem ég notaði í ritgerðinni minni um Islam í Vestur-Evrópu. Ég hyggst ekki birta efni úr henni eða heimildaskrá fyrr en að lokinni yfirferð kennarans, en hér eru hins vegar nokkrar vefsíður sem ég gluggaði í, meðan á vinnunni stóð. Sumar eru gagnlegar en aðrar minna. Continue reading Vefsíður um Islam í Evrópu og reyndar fleira
Orðinn Neo-Orthodox
Jón Ómar var að taka “What is your Theological Worldview?” prófið sem ég tók í apríl í fyrra. Síðan þá hef ég hafið guðfræðinám á ný og fannst því spennandi að taka prófið aftur, enda alltaf spennandi að vita hvernig maður breytist. Continue reading Orðinn Neo-Orthodox
Sögulegi Jesús
Ein af áherslunum í lok 19. aldar og fram á þá 20. voru tengdar tilraunum guðfræðinga til að finna hinn sögulega Jesú. Til þess eru notaðar ákveðnar leiðir m.a. er litið til fjölbreytni heimilda, orð sem eru neikvæð hafa meira vægi en jákvæð. Continue reading Sögulegi Jesús
Fjöldi í þjóðkirkjunni
Á trú.is er spurt um fjölda í þjóðkirkjunni nýlega. Ég verð að viðurkenna að mér brá þó nokkuð að hlutfallstalan sé komin undir 85%. Þar sem ég hef gaman af tölum og mér þykir þetta merkilega hröð (en eðlileg þróun). Þá ákvað ég að líta á aðra þætti varðandi trúfélagafjölda.
Continue reading Fjöldi í þjóðkirkjunni
Trúarjátningarprófið
Trúarjátningarprófið á Vantrú er tær snilld og algjörlega ómissandi innlegg í umræður um trúmál. Með fullri virðingu fyrir þeim Vantrúarköppum þá er þetta líklega það flottasta sem ég hef séð til þeirra.
Til hamingju!
Áhugavert!
Það er mikið talað um Dawkins á Íslandi, minna reyndar annars staðar. Þar sem mér gafst tími til rétt í þessu og sá deilur um kauða, þá ákvað ég að fletta honum upp. Það voru sérstaklega tvær síður sem vöktu athygli mína. Continue reading Áhugavert!
Munur á rannsóknarforsendum og trú
Það er eitt að ganga út frá frumsendu/forsendu í rannsóknarskini og annað að trúa/líta svo á að hún sé rétt. Annað þarf ekki að útiloka hitt. En þetta tvennt er EKKI það sama.
Continue reading Munur á rannsóknarforsendum og trú
Vangaveltur um guðfræði
Grundvöllur guðfræðinnar er fjölþættari en reynsla/opinberun. Ritningar, hefðir og rannsóknir mynda þarna samspil. Ég tel eðlilegt að trú manna sé viðfangsefni fræðigreinar. Hins vegar tel ég ekki að fræðigreinin þurfi að samþykkja frumsenduna um Guð. Ég veit að Kristján Búason heldur því fram en ég er ekki sammála honum. Hann myndi hugsanlega segja að guðfræði án frumsendunnar um Guð sé ekki guðfræði heldur trúarbragðafræði og það má vera að eðlilegra sé að nota það hugtak.
Continue reading Vangaveltur um guðfræði
Heilög jörð
Útvarpsprédikun Hildar Eir Bolladóttur vakti nokkra athygli í liðinni viku, enda leitaði Hildur eftir að skilja og túlka eitt helsta deilumál síðustu ára í ljósi kenninga kirkjunnar. Þessi viðleitni er að sjálfsögðu virðingarverð, minnir á mikilvægi þess að kirkjan sé “up to date, festist ekki í fortíðinni og varnar Guði frá því að verða rykfallinn forngripur.
Continue reading Heilög jörð
Ófleyg orð
Atferlismarkmið, hegðunarmunstur, uppbygging reglukerfa samfélaga og viðhorf einstaklinga til nándar og viðmiðunarmarka eru án vafa viðfangsefni fræðigreinar sem leitast m.a. við að nálgast guðsmyndir trúarhópa, skoðar félagsgerðir trúarsamfélaga og reynir að textagreina helgirit til að öðlast skilning á veruleika guðsdýrkunar. (Halldór E. Guðmundsson djákni)
Vitnisburður
Ritningin er vitnisburðarbókmenntir, vitnisburðir um tilvik þar sem einstaklingar trúðu að þeir hefðu verið snertir af Guð. Í Nýja testamentinu er þessi snerting sérstaklega tengd við Jesús Krist.
Donald G. Luck, 1999, Why Study Theology?
Helgihald
Á hverjum virkum degi kl. 10:00 er helgihald í Gloria Dei worship center í Trinity Lutheran Seminary. Ég sé ekki fyrir mér að mæta þar daglega, heldur miða við að taka þátt í messunni á miðvikudögum og hugsanlega Taize-stundum á fimmtudögum. Ég ákvað þó sem nýnemi að mæta í gær, enda fyrsta formlega helgistundin á nýju misseri og síðan mætti ég líka í dag.
Continue reading Helgihald
Umræður um guðfræði
Ég átti í morgun ágætt netspjall við Arnold á vefsíðunni Vantru.is. Þar sem textarnir mínur voru í lengra lagi og taka að mínu mati á áhugaverðum vangaveltum. Þá ætla ég að halda mínum hluta þeirra til haga hér á annálnum mínum, ég sleppi þó minna gagnlegum athugasemdum. Umræður okkar í heild sinni tilheyra svarhalanum við greinina Nei, Örn Bárður, þróunarkenningin er ekki tilgáta. Innlegg Arnolds eru inndreginn.
Þáttur kristinna í morðunum í Rúanda
Dr. John Karanja prófessor í kirkjusögu við Trinity Lutheran Seminary, prédikaði við helgihald í morgun út frá Markúsarguðspjalli 7. kafla. Meðan þess sem hann stiklaði á voru vangaveltur um samspil orðs og anda, venjur, hefðir og bókstafstrú. Eitt af því sem hann reifaði í prédikun sinni var þáttur kristinna leiðtoga og leikmanna í þjóðarmorðunum í Rúanda. Ég hafði ekki heyrt um tengsl kirkjunnar við atburðina í Rúanda áður á þennan hátt og því vöktu þau nokkra athygli mína.
Viðbrögð við gagnrýni
Í kjölfar færslunnar minnar Vantrú skv. kenningum um jaðarhópa birtust á Vantrúarvefnum ágæt viðbrögð við henni undir yfirskriftinni Feilskot djáknans. Hér fyrir neðan er svar mitt við þeirri grein. En svarið birtist upphaflega sem ummæli á Vantrúarvefnum.
Sjálfshatur
Sá ágæti kvikmyndahópur HOME hér í Columbus sá saman í kvöld kvikmyndina The Believer (2001). Myndin tekur á áhugaverðan hátt á sjálfshatri, en í uppgjöri við sjálfan sig og uppeldi sitt gerist ungur gyðingur ný-nasisti. Með því móti leitast við að hafna bakgrunni sínum en lendir um leið í því að hata sjálfan sig og það sem hann í raun er.
Continue reading Sjálfshatur
Vandi stjórnsýsluprestsins
Í nýjasta tímariti Trinity Seminary Review fjallar Dr. Brad A. Binau um þann vanda sem fylgir stjórnsýsluhluta (administrative) prestsstarfsins. Viðfangsefnið er nálgast út frá sálgæslunni og velt upp samspili skammar (shame) og stress í starfi prestsins vegna þeirra hluta sem eru í raun for-þjónusta (ad-ministry / pre-ministry) og taka upp stóran hluta af starfi prestsins og koma þannig í veg fyrir að hann geti sinnt köllun sinni.
Dr. Binau talar um að stjórnsýsluhluti preststarfsins hafi tilhneigingu til að verða vélræn í stað þess að vera lifandi og auki þannig vanlíðan prestsins sem finnst hann ekki ná að sinna starfi sínu. Í greininni tekur hann sérstaklega fram að hann sé ekki að reyna að útskýra þá tilhneigingu enda sé það ekki á sínu fræðisviði. En hvað um það, áhugaverð grein sem ég mun skoða nánar við tækifæri.
Vantrú.is skv kenningum um jaðarhópa
Fyrr í vor sat ég mjög áhugaverðan fyrirlestur Dr. R. Scott Appleby um samspil trúar og ofbeldis, en þar fjallaði Dr. Appleby um nokkur lykileinkenni bókstafshreyfinga í sjö ólíkum trúarhreyfingum. Dr. Appleby varaði reyndar við bókstafshugtakinu og taldi það henta illa vegna mismunandi eðlis trúarrita í trúarhópunum og væri nær að tala um jaðar- eða öfgahópa. Þar sem öfgar er gildishlaðið og neikvætt orð á íslenku, mun ég hér notast við jaðarhópa.