Þar sem ég sit og skrifa ritgerð í “Theology and Human Sexuality”, sé ég að á glósublaði sem ég hafði krotað á þegar ég var að undirbúa ritgerðina hef ég skrifað texta á íslensku. Þar sem ég mun ekki notast við hann í ritgerðinni, þá ætla ég að setja hann hér.
Orðsifjafræði er ekki verkefni KIRKJUNNAR. Ef hjónabandið er ekki sakramenti heldur fyrirbæn og blessunarathöfn á kirkjan ekki að vera að eyða tíma og púðri í að ræða merkingu orðsins hjón. Það skiptir einfaldlega ekki máli.