Hér fyrir neðan er fræðsluerindi sem ég flutti á Sæludögum í Vatnaskógi sumarið 2014. Það er alltaf nokkrum vandkvæðum bundið að færa erindi sem er flutt munnlega inn á bloggið. Af þeim sökum hef ég lagað það örlítið, m.a. með tilliti til umræðu sem myndaðist að erindi loknu.
Ef við slítum í sundur siðinn, slítum við og í sundur friðinn.
Úrskurður Þorgeirs ljósvetningagoða fyrir 1015 árum hefur mótað íslenskan samfélagsskilning alla tíð síðan, jafnvel eftir að trúfrelsisákvæði kom með skýrum hætti með stjórnarskránni 1874 að tilstuðlan konungsins í Kaupmannahöfn.