Neysluviðmiðið

Ég ákvað í dag að gefa mér tíma og skoða reiknivél Velferðarráðuneytisins. Þar fékk ég út með hjálp rsk.is að sameiginlegar tekjur hjóna með tvö börn á grunnskólaaldri þurfi að vera 900 þúsund krónur á mánuði fyrir skatta til að endar nái saman. Hér tek ég reyndar ekki tillit til barna- og vaxta-/húsaleigubóta, og veit ekki hvort það sé gert í reiknivélinni. Ég efa það reyndar. Continue reading Neysluviðmiðið

Thoughts about the “Tribal Church” by Carol Howard Merritt

When a young person walks into a church, it’s a significant moment, because no one expects her to go and nothing pressures her to attend; instead, she enters the church looking for something. (16)

Tribal Church is one person’s attempt to put it out there; her thoughts and feelings about being a parent, a spouse, a seeker, a rostered church leader, a young adult, a person-in-debt, all while living in a world of constant changes and uncertainty. She addresses the struggle of being a follower of Christ in a world were young people outside the church walls “seem much more gracious, loving, and responsible, more consistent with Christ-like behavior.” (2) Continue reading Thoughts about the “Tribal Church” by Carol Howard Merritt

Skuldir íslensku bankanna í samhengi

Íslensku bankarnir þrír, Kaupþing, Glitnir og Landsbankinn, skulduðu 86 milljarða Bandaríkjadala, 10.085 milljarða króna, er þeir fóru í þrot.

Sagði í frétt Morgunblaðsins 15. september síðastliðin. Svona tölur eru að sjálfsögðu vitagagnslausar og segja fátt, ef ekki er hægt að finna þeim samhengi. En það er þó ljóst að tölurnar eru gífurlega háar. Continue reading Skuldir íslensku bankanna í samhengi

A new status and vangaveltur.net

I am now back in the US, after 15 days in Iceland were I met all kinds of fun and interesting people. More importantly I got a F2 visa in the US embassy in Reykjavik. It is kind of awkward that the interview I had to go to, took approx. 2 minutes, and contained two questions. “How is your wife doing in her studies?” and “Did you study in the US?” I answered both questions very thoroughly and explained how I tried to find a job while on OPT but did not succeed. I had the feeling that both the question were just an attempt to be polite, because the employee actually said that they had already decided to accept my application. Continue reading A new status and vangaveltur.net

Landvistarleyfið og vangaveltur.net

Þegar þetta er skrifað er ég kominn aftur til BNA eftir rúmlega tveggja vikna dvöl á Íslandi, þar sem ég hitti fjölmargt skemmtilegt fólk og það sem ekki er síður um vert, fékk F2 vegabréfsáritun hjá bandaríska sendiráðinu. Það hljómar reyndar næstum fáránlegt en viðtalið sem ég þurfti að fara í tók varla 2 mínútur, en starfsmaður sendiráðsins spurði hvernig konunni miðaði í náminu, og hvort ég hefði ekki verið í námi í BNA sjálfur. Ég svaraði báðum spurningum fremur ítarlega og útskýrði að ég hefði ætlað mér að starfa á OPT eftir námið en ekki fundið vinnu, en ég hafði samt á tilfinningunni að starfsmanninum væri næstum sama um það, enda sagði konan eitthvað á þá leið að það væri nú þegar búið að samþykkja umsóknina. Continue reading Landvistarleyfið og vangaveltur.net

Um tölur

Nú hafa samtök fjármálafyrirtækja tekið saman upplýsingar um stöðu skuldara á Íslandi. Ef við gefum okkur að 51% skuldara séu alls 46.395 einstaklingar þá fáum við að skuldarar á Íslandi séu 90.971 talsins, sem gæti rýmað ágætlega við fjölda heimila á Íslandi. Við fáum líka upplýsingar um að:

  • 2.384 einstaklingar á aldrinum 18-29 ára séu í vanskilum.
  • 3078 einstaklingar á aldrinum 30-39 ára séu í vanskilum.
  • 4560 einstaklingar á aldrinum 40-59 ára séu í vanskilum.
  • 839 einstaklingar eldri en 60 ára séu í vanskilum.

Sparnaðarleiðin “sjálfboðin þjónusta”

Á liðnu aukakirkjuþingi var bent á mikilvægi sjálfboðinnar þjónustu á lista yfir mögulegar leiðir til sparnaðar í þjóðkirkjunni í ljósi breyttra fjárhagsforsenda. Ég hef tvívegis síðan þá skrifað langlokur í svarhala Facebook um málið, en ákvað að taka saman þanka mína hér.

Í upphafi er mjög mikilvægt að taka fram að ég held að það sé öllum ljóst að safnaðarstarf framtíðarinnar í íslensku kirkjunni verður að byggja meira á sjálfboðinni þjónustu. Það er hins vegar ekki sama hvernig það er gert. Það að fá einhvern til að gera eitthvað frítt í sparnaðarskini er ekki það sama og að virkja fólk til sjálfboðinnar þjónustu. Continue reading Sparnaðarleiðin “sjálfboðin þjónusta”

The Myth of Positive Thinking

I came across this via orvitinn.com. Watching this video led my to www.thersa.org which describe themselves as:

For over 250 years the Royal Society for the encouragement of Arts, Manufactures and Commerce (RSA) has been a cradle of enlightenment thinking and a force for social progress.  Our approach is multi-disciplinary, politically independent and combines cutting edge research and policy development with practical action.

Human Development Reports (HDR)

Human Development is a development paradigm that is about much more than the rise or fall of national incomes. It is about creating an environment in which people can develop their full potential and lead productive, creative lives in accord with their needs and interests. People are the real wealth of nations. Development is thus about expanding the choices people have to lead lives that they value. And it is thus about much more than economic growth, which is only a means —if a very important one —of enlarging people’s choices.

via Human Development | Human Development Reports (HDR) | United Nations Development Programme (UNDP).

In recent years Iceland has constantly been considered one of the best places in world to life, according to HDR. No report has been published based on information gathered after the Economic Collapse in the country in October 2008.

Kröfur í þrotabú íslensku bankanna

12.053 kröfum var lýst í bú gamla Landsbankans upp á 6.459 milljarða króna. Heildarforgangskröfur námu 2.857 milljörðum króna. Búist er við að um 90 prósent fáist upp í forgangskröfur, sem að mestu eru vegna Icesave-innlánsreikninganna í Bretlandi og Hollandi. Ekkert fæst upp í almennar kröfur.

Þá var 8.685 kröfum lýst í þrotabú Glitnis upp á 3.436 milljarða króna. Áætlað er að kröfuhafar fái á bilinu 20 til 23 prósent upp í kröfur, eða á milli 690 til 860 milljarða króna.

Heildarfjárhæð lýstra krafna í Kaupþing nam 7.316 milljörðum króna miðað við gengi Seðlabanka Íslands þann 22. apríl 2009. Heildarfjárhæð lýstra krafna er hærri en skuldir samkvæmt efnahagsreikningi miðað við 30. júní sl. Skýringar á að heildarfjárhæð lýstra krafna er hærri en skuldir má rekja til oflýstra krafna vegna innstæðna sem Kaupþing hefur þegar greitt, tví- og þrílýsinga vegna ýmissa innstæðna og skuldabréfaútgáfu bankans og krafna sem falla utan efnahaggsreiknings, s.s. skaðabótakrafna og ábyrgðarkrafna. Auk þess væri ítrustu kröfum jafnan lýst. Samanlögð fjárhæð vegna framangreindra atriða næmi a.m.k. 2.900 milljörðum króna.

The Financial Collapse in Iceland

I have been thinking about it for a while to write about few of the most heartbreaking reasons and consequences of the Icelandic Financial Collapse. Here I will not look at the victims, but more at the devastating pitfalls the “elite” stepped into on the way. Continue reading The Financial Collapse in Iceland

Muuhahaha…

Það er ekki erfitt að sjá fyrir sér handrit að glæpamynd. Þráðurinn væri eitthvað á þessa leið. Smáglæpamaður sem sérhæfir sig í peningaþvætti kemst yfir stórt fyrirtæki sem hann notar til að lifa í vellystingum um skeið. Þegar í ljós koma vafasamir gjörningar í bókhaldinu, brýst lögreglan inn á heimili hans og handtekur fyrir framan ungan son og eiginkonu af hefðarættum. Eftir réttarhöld og ævintýralegt plott, þar sem stjórnmálamenn fara hamförum er smáglæpamaðurinn dæmdur í fangelsi, þar sem hann situr um tíma. Eftir að fangavistinni lýkur halda faðir og sonur úr landi og hefja rekstur í alræmdri glæpaborg í fjarlægu landi og ná á óútskýrðan hátt ráðandi stöðu á markaði þar sem samkeppnisaðilar hverfa einn af öðrum. En það fullnægir þeim ekki. Þeir vilja hefnd, hefnd vegna fangavistarinnar og niðurlægingarinnar fyrir fjölskylduna forðum daga. Það eykur hatrið að einn stjórnmálamannanna sem gekk hvað harðast fram er nú orðin forseti í heimalandinu. Þá kemur að plotti myndarinnar. Þeir feðgar mynda tengsl við valdamenn í heimalandinu, gefa örlátlega til góðgerðamála og með ótrúlegri útsjónarsemi fá heimild í gegnum vinatengsl, til að taka yfir stærsta banka heimalandsins. Þeir nota næstu árin til að kaupa upp róttæka gagnrýna listamenn, gefa þeim jafnvel hús, kaupa sérfræðinga til að skrifa um sig bækur, þar sem fortíðinni er breytt, kaupa fjölmiðla til að aðstoða sig í þessu skini og þegar einhverjum verður á að rifja upp fortíðina eru haldnar bókabrennur. Hefndarþorsti feðgana virðist horfin og flestir trúa að réttlætið felist í því að fá að endurskrifa söguna og endurheimta stöðuna sem þeir nú hafa. En svo er víst ekki. Skyndilega og án viðvörunar kemur í ljós að þeir feðgar hafa notað stöðu sína til að steypa heimalandinu í gjaldþrot. Bankinn sem þeir tóku yfir, skuldar þrefalda þjóðarframleiðslu, Óskabarn Þjóðarinnar, eitt elsta hlutafélag landsins er gufað upp og erlendir menn og konur eiga kröfur á þjóðarbúið vegna horfina peninga. Landið er rjúkandi rúst, vart stendur steinn yfir steini. Ég sé fyrir mér að lokaskotið, sé af föðurnum að stíga upp í svarta einkaþotu sonar síns á Reykjavíkurflugvelli. Síðan er klippt á skot inn í þotuna þar sem þeir feðgar sitja með kampavínsflösku, horfa hvor á annan og faðirinn segir stundarhátt, Muuhahaha…

Upphaflega birt á halldorelias.blog.is sem viðbrögð við frétt á mbl.is.

The Financial Collapse in Iceland and the church

“Looking back we might say we failed… the prophetic voice of the church was not loud enough” – Karl Sigurbjornsson, the Bishop of Iceland on the failure of the country’s state religion to have any impact on the financial disaster which has devastated Iceland.

BBC – BBC World Service Programmes – Heart and Soul, 04/04/2009.

Af hverju gengumst við við þessu?

Spurning Ingibjargar er röng eða alla vega ótímabær. Það er gagnslaust að glíma við af hverju þjóðin féll fyrir þessu sem heild, án þess fyrst að svara spurningunni af hverju við, bæði ég, Halldór Elías, og hún, Ingibjörg Sólrún tókum þátt í þessu.
Það er auðvelt að tala í alhæfingum um stóra hópa, en iðrunin og raunverulegt uppgjör felst í að ávarpa sjálfan sig.
Ingibjörg þarf að svara fyrir það hvers vegna hún flutti ræðurnar í Borgarnesi, hún þarf að svara fyrir sig persónulega hvers vegna henni þótti samstarf við Sjálfstæðisflokkinn spennandi kostur. Það er flótti frá veruleikanum að tala þar almennt um Samfylkinguna eða þjóðina sem heild.
Slíkt persónuuppgjör snýst ekki um dóm, heldur möguleikann á upprisu.

Hluti míns persónlega ávarps er hér.

Menntun þjóðarinnar í 4,5 ár

Tap Björgólfs á liðnu ári nemur öllum kostnaði við íslenska menntakerfið, rekstur RÚV og menningarstarfsemi ríkisins í 4,5 ár. Ef við lítum á annað viðmið þá er um að ræða rekstur íslenska heilbrigðiskerfisins í ríflega 2 ár.

Það er að mörgu leiti gagnlegt að hafa þessar tölur í huga þegar við metum skaðann af IceSave (menntakerfið 10 ár, heilbrigðiskerfið í 5 ár), hugsum um upphæðina sem vantar upp á í bókhaldi Baugs (heilbrigðiskerfið í 1 ár) eða upphæð lánana sem Jón Ásgeir fékk að leika sér með (heilbrigðiskerfið í 8 ár, menntakerfið í 16 ár).