Kröfur í þrotabú íslensku bankanna

12.053 kröfum var lýst í bú gamla Landsbankans upp á 6.459 milljarða króna. Heildarforgangskröfur námu 2.857 milljörðum króna. Búist er við að um 90 prósent fáist upp í forgangskröfur, sem að mestu eru vegna Icesave-innlánsreikninganna í Bretlandi og Hollandi. Ekkert fæst upp í almennar kröfur.

Þá var 8.685 kröfum lýst í þrotabú Glitnis upp á 3.436 milljarða króna. Áætlað er að kröfuhafar fái á bilinu 20 til 23 prósent upp í kröfur, eða á milli 690 til 860 milljarða króna.

Heildarfjárhæð lýstra krafna í Kaupþing nam 7.316 milljörðum króna miðað við gengi Seðlabanka Íslands þann 22. apríl 2009. Heildarfjárhæð lýstra krafna er hærri en skuldir samkvæmt efnahagsreikningi miðað við 30. júní sl. Skýringar á að heildarfjárhæð lýstra krafna er hærri en skuldir má rekja til oflýstra krafna vegna innstæðna sem Kaupþing hefur þegar greitt, tví- og þrílýsinga vegna ýmissa innstæðna og skuldabréfaútgáfu bankans og krafna sem falla utan efnahaggsreiknings, s.s. skaðabótakrafna og ábyrgðarkrafna. Auk þess væri ítrustu kröfum jafnan lýst. Samanlögð fjárhæð vegna framangreindra atriða næmi a.m.k. 2.900 milljörðum króna.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.