Jesús boðar lærisveinum sínum ekki bjarta framtíð og margir NT-fræðingar benda á að þessi texti gefi til kynna að höfundur Markúsarguðspjalls hafi upplifað ofsóknir þá þegar hann skrifar textann.
Tag: hope
Hátíð vonar
Franklin Graham er svo sem ekki á vinalistanum mínum á Fb og ég tæki seint undir skoðanir hans varðandi fjölmarga hluti, en hann er stofnandi og* stjórnandi einna stærstu góðgerðasamtaka í BNA sem velta 46 milljörðum ísl. króna á hverju ári og af þeim rennur um 93% 88%** beint í hjálparstarf af ýmsu tagi. Þetta hlutfall er með því besta sem tíðkast í þessum geira.
Barúksbók 4. kafli
Eins og ég nefndi áður, þá er spekin í skrifum Barúks, vísun til Torah. Í fjórða kaflanum er skírt hver er gerandinn í sambandi Drottins og Ísraelsþjóðarinnar. Guð gerir, þjóðin þiggur. Hvort sem um er að ræða gott eða illt. Continue reading Barúksbók 4. kafli
Jeremía 33. kafli
Þar sem Jeremía situr fanginn í hallagarðinum, boðar hann endurreisn og nýtt upphaf Davíðsættar.
Á þeim dögum og þeim tíma mun ég láta réttlátan kvist vaxa af ætt Davíðs. Hann mun framfylgja rétti og réttlæti í landinu. Á þeim dögum mun Júda bjargað og Jerúsalem verða óhult. Þetta nafn verður henni gefið: Drottinn er réttlæti vort. Continue reading Jeremía 33. kafli
Jeremía 29. kafli
Því ég þekki sjálfur þær fyrirætlanir sem ég hef í hyggju með yður, segir Drottinn, fyrirætlanir til heilla en ekki til óhamingju, að veita yður vonaríka framtíð.
Uppáhaldsversið mitt er í þessum kafla. Áherslan á vonina, horfa fram á veginn. En ég held ég hafi aldrei náð samhenginu að fullu fyrr en nú. Jeremía skrifar þessi orð til fólksins í útlegðinni í Babýlon. Hann kallar þau til að lifa í dreifingunni, hann segir þeim:
Reisið hús og búið í þeim. Gróðursetjið garða og neytið ávaxta þeirra. Takið yður konur og getið syni og dætur. … Vinnið að hagsæld þeirrar borgar sem ég gerði yður útlæga til.
Við eigum að takast á við þær aðstæður sem eru óumflýjanlegar, horfast í augu við að framtíðin og vonin felast stundum í því að gera það sem við getum til að aðlagast umhverfinu sem við erum sett í, með eða án okkar vilja.
Hvatning Jeremía um að sætta sig við útlegðina og horfa fram á veginn, en festast ekki í beiskju og fortíðardraumum, er ekki mætt af skilningi hjá öllum. Spádómur Jeremía um að útlegðin standi í meira en mannsaldur er óásættanlegur, en Jeremía stendur fastur og boðar það sem hann telur sig kallaðan til af Guði.
Jeremía 16. kafli
Getur maðurinn gert sér guði?
Það væru engir guðir.
Orð Jeremía eru hörð og köld. Framtíð samfélagsins er engin, samkennd og meðaumkun eru ekki lengur til staðar. Jeremía varar við að Guð muni grípa inn í skeytingar- og lögleysið. Afleiðing lífsháttana verði samfélagshrun og fólksflutningar, en Exodus muni þó á endanum endurtaka sig, en að þessu sinni verði það Exodus allra þjóða.
Jeremía lítur svo á að Drottinn (YHWH) sé Guð allra þjóða frá endimörkum jarðarinnar. Allir muni játa að nafn Guðs sé Drottinn (YHWH).
Jeremía 14. kafli
Æ, herra Drottinn! Spámennirnir segja við þá: Þér munuð ekki sjá sverð og ekkert hungur steðjar að því að ég mun veita yður varanlega heill á þessum stað.
Velmegunarguðfræðingarnir fá að heyra það í orðum Jeremía. Við getum ekki talað okkur út úr vandanum. Guð er með okkur í gegnum erfiðleikanna, en lífið felst ekki í því að lifa á bleiku skýi þar sem allt er alltaf gott. Þurrkar koma, ofbeldið er til staðar, sorgin mun knýja á. Sá sem heldur öðru fram lifir í blekkingu og svíkur þá sem hann leiðbeinir. Svarið sem Jeremía boðar er ekki lausn frá eymd, heldur vonin um nýja framtíð.