14. mál Kirkjuþings var samþykkt. Það merkir að “nú” skipar ráðherra ekki lengur sóknarpresta heldur er það innanhúsmál kirkjunnar. Þessu er ástæða til að fagna.
Tag: church
Trúartæknar
Ein af hættulegustu villum kirkjunnar er að einoka trúarlífið. Þegar kirkjan færist frá því að vera samfélag trúaðra og verður þess í stað stofnun með fjölda trúartækna í vinnu, þá er þessi hætta e.t.v. hvað mest. Hættan felst m.a. í því að trúartæknarnir taka yfir svið trúarinnar í þjóðfélaginu og almenningur verður neytendur. Þar sem trúin hefur marga snertifleti í daglega lífinu, þarf sífellt fleiri trúartækna til að dekka mannlega tilveru, svo ekki reyni á trú neytendanna.
Continue reading Trúartæknar
Orðanotkun
Um þessar mundir er mikið rætt á vefnum um Vinaleiðina. Mér finnst mikilvægt að koma að smá innleggi um orðanotkun. Hér er notast við hugtök eins og viðtöl, spjall, samtöl, sálgæslu, meðferð, meðferðarviðtöl og sálgæsluviðtöl. Ég geri ekki kröfu um að áhugafólk um samskipti hafi muninn á öllu þessu á hreinu. Ekki hef ég það. Hitt er ljóst að það er mjög óæskilegt að sérfræðingar smætti hugtök eins og sálgæsla til þess að styrkja röksemdafærslu sína.
Gleðiefni
Aðilar að samkomulaginu lýsa yfir því í lok þess að sú eignaafhending og árleg greiðsla sem á sér stað með samkomulagi þessu sé fullnaðaruppgjör milli íslenska ríkisins og Þjóðkirkjunnar vegna allra prestssetra og hvorugur aðili eigi kröfu á hendur hinum vegna þeirra. (kirkjan.is, 20. október 2006)
Það er sérstök ástæða til að fagna að óljósum tengslum ríkisins og kirkjunnar hvað varðar eignir og jarðir skuli nú vera frá. Þetta hlítur að vera gleðiefni öllum þeim sem telja að skil á milli ríkisvalds og kirkju skuli vera sem skýrust.
Vandi kirkjunnar
Arnold bendir á í ummælum við Trúarjátningarprófið á Vantrú að e.t.v. sé bilið milli guðfræðinnar og almennings (jafnvel kirkjunnar) of breytt. Þannig hafi hugtök í trúarjátningunni aðra merkingu í dag, en þegar hún var rituð s.s. heilagur. Þannig sé játningin heilög almenn kirkja í engu samræmi við hugmyndir höfunda játningarinnar og þann kirkjuskilning sem lútherska kirkjan aðhyllist. Heilagur sem einhvers konar fullkomlega góður, sem virðist vera skilningur margra á orðinu (sbr. prédikun Hildar Eir um Kárahnjúka) gerir kirkjuna í játningunni að einhverju allt öðru en hún er.
Continue reading Vandi kirkjunnar
Fermingar
Líklega er merkilegasta innleggið um stöðu fermingarinnar á þessum síðustu tímum heimasíðan www.ferming.is. Ég held að við þurfum að íhuga stöðu okkar í kirkjunni. Eða er okkur e.t.v. alveg sama?
Mikilvægar vangaveltur
Bók Donald G. Luck, Why study Theology? er viðfangsefni mitt þessarar viku. En eftir tæpa 40 tíma þarf ég að skila 8-10 síðna pappír þar sem ég rýni bókina. Ein af vangaveltum Luck snertir á mikilvægum þætti í embættisskilningi kirkjunnar. Þýðingin er mín og því e.t.v. vafasamt að tengja textann Luck og bók hans.
Continue reading Mikilvægar vangaveltur
Hver tilheyrir kirkjunni?
Patrik Hagman glímir við spurningar um hver tilheyri kirkjunni og hver ekki. Hann bendir þar á vanda barnaskírnar fyrir einstaklinginn sem er skírður en samsamar sig ekki kirkjunni, en hafnar því um leið að kirkjan hafi aðra mælikvarða en skírnina.
Mikilvægi umræðunnar
Umræðan um aðkomu kirkjunnar að opinberum grunnskólum hefur nú um skeið verið leidd af vantrúarmönnum hér á vefnum sem hafa gagnrýnt þá aðkomu harkalega eins og vænta má. Ég velti hins vegar fyrir mér hvort ekki sé nauðsynlegt að taka umræðuna alvarlega upp innan kirkjunnar. Það þarf að svara hvað felst í hugmyndum um nánara samstarf og leitast við að fylgja eftir þeim samþykktum sem gerðar hafa verið.
Kirkja kapítalismans
En kannski er Kringlan við hæfi. Er ekki verslunarmiðstöðin einhvers konar kirkja markaðssamfélagsins? Hof markaðshyggjunnar? Þangað förum við snemma á sunnudagsmorgnum. Messan er útsala. Fyrir framan afgreiðslukassann bíðum við í röð eins og í kapítalískri altarisgöngu. Líkami Krists eru Diesel-buxur og Nike-skór; pulsa og kók. Fyrirgefning syndanna, hugarró sóknarbarnsins. Ég er neytandi og kirkjan mín er Kringlan. (Af Múrnum, 8. júlí 2006)
Prestur sjálfs sín
Ég lendi í því alltaf öðru hvoru að vera bendlaður við prestsverk. Þetta gerist oft á þann veg að einhver nákominn kvarti undan því að ég hafi ekki gengið alla leið og orðið prestur. Fyrir utan þann misskilning sem þetta lýsir á eðli djáknaembættisins í lúterskri hefð og ekki síður óviljandi vanvirðingu í garð þeirrar köllunar sem ég hef til starfa í kirkjunni, þá varpar þetta í mínum huga fram vangaveltum um það að vera prestur sjálfs sín.
Continue reading Prestur sjálfs sín
Allir eldri
Einhverjum kynni að finnast það áhugavert innlegg um niðurstöður kosninga til kirkjuþings að allir nema hugsanlega einn sem kosnir voru til setu á þinginu eru eldri en Jesús var þegar hann var krossfestur.
Meira um hlutverk æskulýðsfulltrúa
andygoodliff heldur áfram að velta fyrir sér starfi og hlutverki æskulýðsfulltrúa í kirkjustarfi.
What about if the predominant role of the church youthworker was not to work with young people, but to encourage, equip and empower parents and other adults to be those who engage young people?
Á kirkjuþingi
Nú er kominn niðurstaða í kosningum til Kirkjuþings. Leikmannahlutinn í kosningum til Kirkjuþings fór eins vel og hægt var að búast við miðað við kjörlista.
Æskulýðsfulltrúar
andygoodliff sem starfar sem æskulýðsfulltrúi staldrar við spurningu sem skiptir miklu máli fyrir framtíð kirkjunnar: Should churches employ youthworkers?
Svarið liggur e.t.v. ekki beint við og mikilvægt að vera meðvitaður um gallana sem geta fylgt.
Köllunarferli ELCA
Köllunarferli og menntun ELCA á einstaklingum til prestsþjónustu er um margt áhugavert. Hér á eftir fara nokkrir þættir sem skipta máli fyrir ferlið.
Stjórnun NGO
Í Morgunblaðinu í dag bendir greinarhöfundur á mikilvægi hugmynda Peter Drucker um stjórnun félagsheilda, sér í lagi þegar kemur að frjálsum félagasamtökum (e. NGO). Þannig ber hann saman eðli og þjónustu mismunandi félagsheilda. Þetta væri gaman að skoða í ljósi hugmynda um eðli og hlutverk þjóðkirkjunnar.
Órói og hugarró
Hvert er hlutverk þjóðkirkjunnar er spurt á trú.is vefnum nýlega. Svarið er vel unnið og vandað af hendi Öddu Steinu eins og búast má við. Ég saknaði hins vegar baráttunnar í svarinu. Hér í BNA í hópi Left-wing Christians er stundum talað um að hlutverk kirkjunnar sé
[t]o Comfort The Disturbed, and to Disturb the Comfortable
og á þann hátt séum við að feta í fótspor frelsarans. Svo virðist sem að eðli þjóðkirkjuhugsunar sé að gleyma síðari hlutanum, en leitast einmitt við að styðja og styrkja ríkjandi ástand. Hér er má velta fyrir sér hvort að það leiði svo til þess að kirkjan lendi í
[t]o Comfort The Comfortable, and Disturb the Disturbed.
Ungt fólk og kirkjuþing
Eins og ég hef áður bent á þá er einungis ein manneskja á kjörlista leikmanna Kirkjuþings sem verður yngri 40 ára þegar kjörtímabilinu lýkur. Enginn á lista leikmanna er yngri en ég. Það er þrátt fyrir að nú séu liðin nærri 9 ár síðan ég fékk vígslu til starfa. Reyndar er fátt um ungt fólk á lista vígðra, því miður, en þó eru nokkur sem verða ekki orðin fertug þegar næsta kjörtímabili lýkur. Hvetjið þau til að bjóða sig fram og styðjið við bakið á þeim ef þau ákveða að skella sér í baráttuna.
Continue reading Ungt fólk og kirkjuþing
Salvar á Suðurland
Eins og allir vita þá er gífurlega mikilvægt að baráttuslagorð stuðli og séu grípandi. Af þeim sökum er það gleðilegt að Salvar Geir Guðgeirsson veðuráhugamaður kjósi að sækja um prestembætti á Suðurlandi, enda myndi slagorðið Salvar á Vestfirði alls ekki hljóma jafnvel.