Vinaleiðarummæli

Það virðist tilhneiging sumra hér á vefnum að stela umræðum, þegar það gerist á eigin vefjum kalla þeir það troll. En ég veit ekki hvað það kallast hér, líklega pirrandi.

En ég hef ákveðið að færa umræðu um Vinaleið og síðkölt af færslu um bréf Menntamálaráðuneytisins um bann við fermingarferðalögum hingað: Continue reading Vinaleiðarummæli

Föstulok

Að lokinni upprisuhátíð er við hæfi að snúa til baka eftir bloggföstu. Ekki tókst mér jafnvel til og ég hugðist, en ég skannaði fréttir og bloggfyrirsagnir öðru hvoru á föstunni, þó mér hafi tekist að láta það vera að bregðast við. En ég lét hins vegar vera að skrifa færslur bæði hér og við fréttir á blog.mbl.is. Continue reading Föstulok

Að sigla undir fölsku flaggi

Það er ekki á hverjum degi gefið í skin að ég sigli undir fölsku flaggi, eða sé óheiðarlegur á einhvern hátt en það gerðist í ummælum í dag. En þar er ég sakaður um að gefa ekki upp tengsl við lykilmenn í Vinaleiðarmálinu, í þeim umræðum sem ég hef átt um leiðina. Hér er líkast til átt við hér og hér. Ég veit reyndar ekki um hvaða tengsl er verið að ræða, né hvernig þau eiga að skipta máli, en ég skal reyna. Continue reading Að sigla undir fölsku flaggi

Áhugavert innlegg og nokkur ekki

Svanur Sigurbjörnsson skrifar ágæta umfjöllun um Vinaleiðina á Vantrú.is þar sem hann einangrar umræðuna við spurninguna hvort trúarlegt starf eigi heima í grunnskólum. Þar sem ég persónulega tel mjög mikilvægt að þessi umræða eigi sér stað (bý í BNA), þá hrósaði ég honum fyrir að losa umræðuna undan trúboðsdeilum og fullyrðingum um almennt vanhæfi presta og djákna. Það verður hins vegar að segjast að viðbrögð sumra ummælamanna Vantrúar hafi komið óþægilega á óvart.

Continue reading Áhugavert innlegg og nokkur ekki

Vandi kirkjunnar

Arnold bendir á í ummælum við Trúarjátningarprófið á Vantrú að e.t.v. sé bilið milli guðfræðinnar og almennings (jafnvel kirkjunnar) of breytt. Þannig hafi hugtök í trúarjátningunni aðra merkingu í dag, en þegar hún var rituð s.s. heilagur. Þannig sé játningin heilög almenn kirkja í engu samræmi við hugmyndir höfunda játningarinnar og þann kirkjuskilning sem lútherska kirkjan aðhyllist. Heilagur sem einhvers konar fullkomlega góður, sem virðist vera skilningur margra á orðinu (sbr. prédikun Hildar Eir um Kárahnjúka) gerir kirkjuna í játningunni að einhverju allt öðru en hún er.
Continue reading Vandi kirkjunnar

Vangaveltur um guðfræði

Grundvöllur guðfræðinnar er fjölþættari en reynsla/opinberun. Ritningar, hefðir og rannsóknir mynda þarna samspil. Ég tel eðlilegt að trú manna sé viðfangsefni fræðigreinar. Hins vegar tel ég ekki að fræðigreinin þurfi að samþykkja frumsenduna um Guð. Ég veit að Kristján Búason heldur því fram en ég er ekki sammála honum. Hann myndi hugsanlega segja að guðfræði án frumsendunnar um Guð sé ekki guðfræði heldur trúarbragðafræði og það má vera að eðlilegra sé að nota það hugtak.
Continue reading Vangaveltur um guðfræði

Umræður um guðfræði

Ég átti í morgun ágætt netspjall við Arnold á vefsíðunni Vantru.is. Þar sem textarnir mínur voru í lengra lagi og taka að mínu mati á áhugaverðum vangaveltum. Þá ætla ég að halda mínum hluta þeirra til haga hér á annálnum mínum, ég sleppi þó minna gagnlegum athugasemdum. Umræður okkar í heild sinni tilheyra svarhalanum við greinina Nei, Örn Bárður, þróunarkenningin er ekki tilgáta. Innlegg Arnolds eru inndreginn.

Continue reading Umræður um guðfræði

Vantrú.is skv kenningum um jaðarhópa

Fyrr í vor sat ég mjög áhugaverðan fyrirlestur Dr. R. Scott Appleby um samspil trúar og ofbeldis, en þar fjallaði Dr. Appleby um nokkur lykileinkenni bókstafshreyfinga í sjö ólíkum trúarhreyfingum. Dr. Appleby varaði reyndar við bókstafshugtakinu og taldi það henta illa vegna mismunandi eðlis trúarrita í trúarhópunum og væri nær að tala um jaðar- eða öfgahópa. Þar sem öfgar er gildishlaðið og neikvætt orð á íslenku, mun ég hér notast við jaðarhópa.

Continue reading Vantrú.is skv kenningum um jaðarhópa