Jóhannesarguðspjall 18. kafli

Pétur fær svolítið harkalega útreið í Jóhannesarguðspjalli. Hann gengur ekki í takt, virðist óstöðugur og framkvæmir áður en hann hugsar. Ég velti fyrir mér hvert samband höfundar Jóhannesarguðspjalls var við Pétur. Ef til vill er skorturinn á einingunni sem talað er um í 17. kaflanum sjáanleg í spennunni milli þeirra tveggja. Continue reading Jóhannesarguðspjall 18. kafli

Jóhannesarguðspjall 17. kafli

Jóhannesarguðspjall er skrifað fyrst og fremst fyrir hina útvöldu, skrifað fyrir þá sem Guð hefur útvalið til að taka við Jesús Kristi. Þannig er bæn Jesús fyrst og fremst ætluð þeim sem trúa. Jesús biður fyrir þeim útvöldu og kallar þá til að bera orðið áfram. Verkefni þeirra sem trúa er að auðsýna kærleika í heiminum. 17. kaflinn er oft kallaður æðstaprestsbæn Jesús, bæn um að þau sem Guð hefur útvalið lifi í einingu. Ef þau sem trúa eru ekki eitt, þá hverfi trúverðugleiki fagnaðarerindisins um náð og kærleika Guðs. Continue reading Jóhannesarguðspjall 17. kafli

Jóhannesarguðspjall 16. kafli

Þau okkar sem taka Biblíulestur alvarlega þurfum að spyrja okkur spurninga um markmið höfundarins með skrifum sínum. Af hverju er textinn skrifaður, textinn sem við lesum og skiljum sem birtingarmynd á orði Guðs og fyrir hvaða lesendahóp er skrifað? Continue reading Jóhannesarguðspjall 16. kafli

Jóhannesarguðspjall 15. kafli

Jesús kallar lærisveina sína til að breiða út fagnaðarerindið. Hann gengur út frá því við lærisveina sína að ef Guð er ekki miðlægur í fagnaðarerindinu sé það marklaust, gagnslaust. Sá sem boðar fagnaðarerindið án Guðs, visnar upp og verður eldinum að bráð. Sumir vilja túlka þetta sem helvítishótun. Það er oftúlkun, byggir á þörfinni til að aðgreina, til að senda þá sem eru öðruvísi til andskotans. Continue reading Jóhannesarguðspjall 15. kafli

Jóhannesarguðspjall 14. kafli

Það er gospelpoplag sem ég hlusta stundum á sem er alveg rosalega grípandi, en guðfræðin óþolandi röng. Þegar MercyMe syngur “I Can Only Imagine” þá langar mig að syngja með, um leið og sjálfhverfan í söngnum fer í mínar fínustu taugar. Spurning Filippusar er eldri útgáfa af MercyMe villunni, hugmyndinni um að ef við bara sjáum Guð/Jesús þá verði allt æðislegt. Continue reading Jóhannesarguðspjall 14. kafli

Jóhannesarguðspjall 13. kafli

Höfundur Jóhannesarguðspjalls virðist taka ákveðna stöðu með Kalvín og útvalningarkenningu hans í 13. kaflanum (nú eða þá að Kalvín leiti í 13. kaflann til stuðnings sínum hugmyndum). Öllu og öllum er ákvörðuð stund og hlutverk. Frjáls vilji virðist ekki til í hlutverkum Júdasar, Jesús eða jafnvel Péturs. Höfundur Jóhannesarguðspjalls virðist sjá atburðarásina sem fyrirfram skrifað handrit af himnum. Þar sem hann situr og rifjar upp atburðina 50 árum áður, þá virðist allt passa saman. Jesús vissi, Júdas vissi og Pétur hefði átt að vita en var alltaf svolítið seinn. Continue reading Jóhannesarguðspjall 13. kafli

Jóhannesarguðspjall 12. kafli

Lasarus sagan virðist hafa vakið mikla athygli. Skyndilega er Lasarus líka orðin vandamál fyrir trúarleiðtoganna. Ef við gefum okkur í stutta stund að lærisveinninn sem Jesús elskaði, Lasarus og höfundur Jóhannesarguðspjalls séu einn og sami maðurinn, þá er óendanlega mikið skemmtilegra og mannlegra að lesa fyrri hluta 12. kaflans. Continue reading Jóhannesarguðspjall 12. kafli

Jóhannesarguðspjall 11. kafli

Mér finnst erfitt að glíma við kraftaverkasögur eins og Lasarus. Frásagnir sem ganga gegn öllu sem ég veit og skil um heiminn. Ég get vissulega nálgast hana út frá vangaveltum um hvort Lasarus hafi verið lærisveinninn sem Jesús elskaði. Einnig gæti ég velt upp hugmyndum um að Lasarus hafi verið aðalhöfundur Jóhannesarguðspjalls. Þannig gæti ég týnt mér í nútímavæddum akademískum pælingum um höfund guðspjallsins og sleppt upprisufrásögninni. Continue reading Jóhannesarguðspjall 11. kafli

Jóhannesarguðspjall 9. kafli

Það er auðvelt að festast í því sem skiptir ekki máli, sérstaklega ef það er erfitt að horfast í augu við aðalatriðin. Þannig hef ég oft lesið þessa frásögn og einblínt á kraftaverkið, hvernig Jesús breytti lífi blinda mannsins og hversu frábært það er að Jesús læknar. Á sama hátt þekki ég góða menn sem gera lítið úr frásögninni og benda í því sambandi á hversu ógeðslegt það sé að blanda saman munnvatni og drullu til að maka í augu einhvers. Continue reading Jóhannesarguðspjall 9. kafli

Jóhannesarguðspjall 7. kafli

Áfram bendir höfundur Jóhannesarguðspjalls á hræsni trúarleiðtoganna. Jesús gagnrýnir opinberlega tvöfeldnina í túlkun lögmálsins og alþýðan lætur sér vel líka. Þekking og skilningur Jesús á lögmálinu er áberandi í lýsingu guðspjallsins og við lesum m.a. hvernig Jesús burtskýrir þörfina fyrir umskurn drengja. Continue reading Jóhannesarguðspjall 7. kafli

Jóhannesarguðspjall 6. kafli

Þung er þessi ræða. Hver getur hlustað á hana?

Jesús er ekki allra, það er ljóst í 6. kaflanum. Lærisveinar komu og fóru, sumum þeirra mislíkaði boðskapurinn og kannski helst það að enginn megnar að koma til Guðs fyrir eigin verðleika. Það er Guð sem kemur til okkar. Það getur líka hafa reynt á suma og sér í lagi trúarleiðtogana að heyra að vilji Guðs væri að allir yrðu hólpnir, ekki aðeins þeir sem uppfylltu skilyrðin sem sett voru í skjóli musterisins. Continue reading Jóhannesarguðspjall 6. kafli

Jóhannesarguðspjall 4. kafli

Höfundi Jóhannesarguðspjalls er umhugað um að það komi greinilega fram að Jesús hélt sig fjarri “VIP” partýjum trúarleiðtoganna. Þegar leiðtogarnir veita honum of mikla athygli, er komin tími til að leggja land undir fót og hanga með almúganum. Það eru engir “Lilju og Hildar Lífar” komplexar hjá Jesú.
Continue reading Jóhannesarguðspjall 4. kafli

Jóhannesarguðspjall 3. kafli

Nikódemus skyldi að það var eitthvað að. Eitthvað var ekki eins og það átti að vera í musterinu, staðnum sem margir trúðu að væri heimili Guðs. Hann hafði líklega heyrt af aðgerðum Jesús, þar sem hann réðst að sölumennskunni og sjálfhverfu trúarlegra yfirvalda. Kannski hafði hann séð Gallup-könnun sem sýndi 33% traust í garð trúarlegra stjórnvalda, kannski hafði hann séð til kynferðisglæpamanna sem notuðu trúfélög til að fela illverkin sín. Kannski hafði hann setið ótal námskeið og ráðstefnur um SVÓT-greiningar og hvernig hægt er að nota bókhaldstæknilegar aðferðir til að marka framtíðarsýn. Kannski hafði hann meira að segja velt fyrir sér samfélagsmiðlun. Continue reading Jóhannesarguðspjall 3. kafli

Jóhannesarguðspjall 1. kafli

Jóhannesarguðspjall er fyrsta guðspjallið sem ég glími við í þessum blogglestri. Áður en við hellum okkur í textann er rétt að taka fram að Jóhannesarguðspjall er yngst af guðspjöllunum fjórum. Það er kannski auðveldast að sjá með því að líta á upphaf hvers Guðspjalls fyrir sig. Við sjáum nefnilega glöggt hvernig staða Jesús þróast í hugum kristinna þegar líður á. Elsta guðspjallið, Markús, horfir til skírnar Jesús þegar hann er um þrítugt og markar hana í einhverjum skilningi sem komu Messíasar (meira um það í umfjöllun minni um Markús), Matteus og Lúkas eru uppteknir af því að Jesús hafi verið Messías strax frá fæðingu (nú eða getnaði öllu heldur). Jóhannes stígur hins vegar skrefinu lengra og heldur því fram að:

Í upphafi var Orðið og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð. Hann var í upphafi hjá Guði. Allt varð til fyrir hann, án hans varð ekki neitt sem til er. Continue reading Jóhannesarguðspjall 1. kafli

Júdasarbréf

Þegar ég les Júdasarbréf rifjast upp fyrir mér þegar ég tók kúrs í “Organizational Behavior” sem er kenndur sem hluti MBA námsins við Capital University. Kennslustundin fjallaði um hvers kyns “borderline” hegðun og narcissisma. Kennarinn listaði upp nokkur mismunandi einkenni slíks atferlis og spurði hversu mörg okkar hefðu verið í verulegum samskiptum, nánu samstarfi eða unnið með a.m.k. einum einstaklingi sem sýndi fleiri en eitt þessara einkenna yfir lengri tíma. Continue reading Júdasarbréf

Að lesa Biblíuna

Það er ekki auðvelt að lesa Biblíuna. Þegar við setjumst niður með bókina þá eru nefnilega ótal gleraugu sem við getum notað. Þannig hljótum við alltaf að leitast við að skilja hvað höfundurinn er að reyna að segja með því sem hún/hann skrifar. Slíkt kallar okkur til að finna út allt sem hægt er um höfundinn, aðstæður hans/hennar, hjúskaparstöðu, menningarumhverfi, aldur og fyrri störf. Þegar kemur að Biblíunni þá eru þessar upplýsingar í besta falli brotakenndar og oftast ekki til staðar. Continue reading Að lesa Biblíuna