
Í gær gerði ég mér ferð út á Hvalsnes til að mynda legstein Steinunnar Hallgrímsdóttur. En glíma föður hennar við sorgina er eitt af temunum í nýju fermingarfræðsluefni fyrir fermingarnámskeið í Vatnaskógi.

Í gær gerði ég mér ferð út á Hvalsnes til að mynda legstein Steinunnar Hallgrímsdóttur. En glíma föður hennar við sorgina er eitt af temunum í nýju fermingarfræðsluefni fyrir fermingarnámskeið í Vatnaskógi.
Oft hefur verið tekist hér á annálum og í ummælum um mismunandi nálganir á veruleikanum. Ég og dóttir mín 5 ára ræddum í dag um Menningarnótt. Hún sagði mér það að henni hefði þótt leiðinlegt. Þegar ég ynnti hana eftir ástæðunni, var svarið skýrt og klárt: “Ég sá ekkert nema fætur og rassa”.
Stundum eyðir maður löngum tíma í verkefni sem manni finnst lítilvæg og vart þess virði. Eitt þeirra var að fá leyfi fyrir flugeldasýningu á Sæludögum í Vatnaskógi 2003. Continue reading Fyrirhafnarinnar virði?
Hvernig útskýra Íslendingar fyrir sjálfum sér og öðrum, þegar 1/3 þjóðarinnar stendur niður við höfn og syngur í kór, í rokkaðri pönkstemmningu: Þið munuð öll, þið munuð öll DEYJA!
Þarfnast þetta annars ekki einhverrar útskýringar?
Að þessu sinni er dagskrá menningarnætur á netinu á gagnvirku korti eða á pdf-formi. Hugmyndin um gagnvirka kortið er skemmtileg en hins vegar er okkur með lélegu ADSL-tengingarnar lítill greiði gerður. Continue reading ADSL-tengingin mín er ekki nógu góð fyrir menningarnótt
Í kvöld eldaði ég með aðstoð sjö fermingarbarna og eins prests máltíð fyrir 94 einstaklinga sem síðan tóku þátt í guðsþjónustu hér í Grensáskirkju. Continue reading Hádegismatur á morgun
Það hringdi kona í vinnuna til mín fyrir hádegi. Hún vildi að ég útskýrði af hverju barnið hennar ætti að fara á Biblíusögunámskeið þegar það gæti farið á siðfræðinámskeið í vetur sem biði upp á virka þátttöku, umræður og þroskandi kennslu. Mér þótti spurningin góð. Continue reading Fermingar í vetur
Ég rakst á flakki mínu um netið á http://www.opensourcetheology.net. Þarna sýnist mér á öllu að glímt sé við alternative helgihald og leitast við að nálga kirkjuna þeim raunveruleika sem ríkir í post-religious heimi. Þ.e. þeim heimi sem Nick Hornby skrifar um, Robbie Williams syngur um og Bono boðar.
Stundum er maður ögn of sjálfhverfur. Mér flaug í hug færsla eftir sjálfan mig á trúmálaþráðum striksins fyrir nokkrum árum (lítillega breytt): Continue reading Ekki er allt sem sýnist
Það er snert við nokkrum áhugaverðum þáttum í samtali mínu og Matta Á. hér á annálnum í dag. Continue reading Að orða trú sína
Matti Á. sér ástæðu til þess að gera athugasemd við að Árni skyldi hafa lokað fyrir ummæli um sumarbæn. Continue reading Eðli texta
Á Matrix-ráðstefnunni sem ég hef fjallað um annars staðar var fjallað nokkuð um andlegheit (spirituality) á Bretlandseyjum og stöðu kirkjunnar í því samhengi. Continue reading Contemporary Anglicanism
Ég hef alltaf haft taugar til Fram, enda mætti ég á nokkrar fótboltaæfingar þar í æsku og dóttir mín er virkur íþróttaskólaiðkandi félagsins. Continue reading Merkilegt að vera Framari
Á hverju ári eru birtir listar yfir skattgreiðslur manna. Og á hverju ári mótmæla frjálshyggjupostular þessari framlagningu, telja hana brot á friðhelgi einkalífs og hnýsni. Continue reading Upplýsingar um laun einstaklinga
Í umræðu um “siðferðisglæpi” eða syndir í huga sumra kristinna, kemur oft í huga mér þegar ég sat í Afbrotafræði I upp í Háskóla og Helgi Gunnlaugsson fjallaði um kenningar George Vold um “Group Conflict Theory of Crime”. Continue reading Hvað er synd?
Það hefur gerst þrisvar í sögu Bandarísku þjóðarinnar að kaþólikki hafi verið útnefndur sem forsetaframbjóðandi stóru flokkanna tveggja. Continue reading Pápískur forseti?
Gunný veltir fyrir sér í ummælum um færsluna Árásir á Erfðagreiningu, hvort hugmyndir annálaskrifara og fleiri um bláeygða sakleysingja, feli ekki í sér vanmat á manneskjum almennt. Það virðist að okkur sé eðlislægt að ganga út frá því að fjöldinn sé fávís. Continue reading Bláeygðu sakleysingjarnir
Fyrr í kvöld fylltist ég þörf fyrir að lesa bók Nick Hornby, How to be Good. Eina vandamálið er að ég finn ekki bókina hérna heima. Ef einhver kannast við að hafa fengið hana lánaða má sá hinn sami láta mig vita.
Ég fletti upp í lagasafninu rétt í þess vegna færslu hjá Matta. Hvers vegna er þetta í gildi? Continue reading Tilskipun frá 27. maí 1746
Örn Bárður sér ástæðu til þess að ráðast harkalega að Íslenskri Erfðagreiningu í ummælum hér á vefsíðu minni fyrir nokkrum dögum. Ég er reyndar ekki mikill aðdáandi þess félags en sé mig tilneyddan til að svara ummælum Arnar þar sem í þeim felast að mínu mati órökstuddar fullyrðingar og árásir sem ástæða er til að leiðrétta. (Inndregin texti eru ásakanir Arnar.) Continue reading Árásir á Erfðagreiningu