Hádegismatur á morgun

Í kvöld eldaði ég með aðstoð sjö fermingarbarna og eins prests máltíð fyrir 94 einstaklinga sem síðan tóku þátt í guðsþjónustu hér í Grensáskirkju. Þetta væri e.t.v. ekki í frásögur færandi nema fyrir mig, ef ekki kæmi til sú staðreynd að hráefnið kostaði 5.152 krónur í Krónunni og hefði dugað fyrir allt að 50 til viðbótar. Reyndar keypti ég einnig brauð í Bakaríinu Austurveri sem kostaði 2.458 krónur og kláraðist, en samt tel ég að 7.610 króna máltíð fyrir 94 sé nokkuð vel sloppið, rétt um 81 króna á mann.

Annars er nokkuð eftir af pastasalatinu og öllum velkomið að fá sér í svanginn í Grensáskirkju á morgun, föstudaginn 20. ágúst, milli kl. 12 og 13.

Uppskriftin er svona:

Slatti pasta, svolítið mikið af kínakáli, gúrkubitar, tómatar, rauðlaukur, skinka, smá af pepperone, paprika í öllum litum og loks mulið lay-paprikusnakk. Tær snilld!

2 thoughts on “Hádegismatur á morgun”

Comments are closed.