Ég trúi að ef kirkjan vill lifa heilbrigðu lífi þurfi hún að ná sem mestri fjarlægð frá ríkisvaldinu. Margvíslegur árangur hefur náðst, þó alltaf megi gera betur. Ástandið í Noregi er hins vegar dæmi um óheilbrigt umhverfi hvað þetta varðar. Er staðan virkilega sú að ríkisstjórnarsamstarf er í hættu vegna biskupskosninga og afstöðu kirkjunnar til samkynhneigðra?
Category: Íslenska
Til umhugsunar
Mér varð hugsað til þess áðan á fyrirlestri, hvort neðangreind setning væri rétt:
Það hvað þú lætur ofan í þig, segir til um hversu mikla [breytt] virðingu þú berð fyrir sjálfum þér.
Líkklæði Krists
Fyrir 6 árum fór ég með konunni minni í frábæra interrail-ferð um Evrópu, um Ítalíu, Austurríki, Sviss, Þýskaland og Danmörku [leiðr]. Við keyptum handunninn glös í Feneyjum og sáum merkilega sýningu í Zurich þar sem mismunandi skreyttar kýr léku aðalhlutverkið.
Í upphafi ferðarinnar fórum við hins vegar til Torino og skoðuðum líkklæði Krists í Dómkirkjunni þar. Á þeim tíma trúði ekki einu sinni páfinn að þau væru ekta.
Gleðidagur fyrir konuna – ekki mig
Ótrúleg umræða
Nú liggur það fyrir að Birgir vantrúarsinni byggir hugmyndir sínar um sköpunarsöguna á þeirri boðun sem enn er lifandi í huga hans úr sunnudagaskóla. Þannig fullyrðir hann að kirkjan hafi um allar aldir túlkað sköpunarsögu 1. Mósebókar bókstaflega, því þannig nálgaðist að hans mati sr. Árni Pálsson sögurnar í samtali við börn í kringum 1970. Hann reyndar gengur lengra. Hann yfirfærir minningar sínar úr sunnudagaskóla yfir alla presta á 20. öld og fullyrðir að þeir hafi verið sköpunarsinnar. Continue reading Ótrúleg umræða
Af hverju lét Guð koma flóð?
Dóttir mín spurði rétt í þessu, undir myndum af flóðinu í Asíu.
Af hverju lét Guð flóðið koma, trúði fólkið ekki á hann?
Hvers kyns stýrikerfi ertu?
Glíman við viðskiptasiðferði
Ég tók ákveðið til orða í máli mínu um ráðstefnu Glímunnar og fleiri um viðskiptasiðferði. Ég gaf mér tíma í gærkvöldi til að lesa innlegg Halldórs Reynissonar og Gylfa Magnússonar. Þriðja innleggið eftir Þröst Ólaf Sigurjónsson er hins vegar ekki þess virði að vísað sé á það á annálnum mínum.
Fegurðin í hlutunum
Stundum er eins og allar fréttir séu slæmar, pirringurinn ræður ríkjum á annálnum mínum og það er ekkert gaman. En þá skyndilega birtist fegurðin og snilldin í sinni skírustu mynd. Hvernig er hægt að vera leiður þegar svona hlutir birtast.
Annars, jú, það er auðvitað sorglegt að enn skuli vera til fólk sem vafrar um í vantrú og efa og missir af fegurðinni.
Much ado about nothing
Ég var að setjast niður í vinnunni, nýkomin af morgunverðarfundi á Grand Hótel um siðferði í íslensku viðskiptalífi. Glíman, SA og Verslunarráð héldu fundinn og ég hafði væntingar um spennandi þanka.
Áhugavert fjölmenningarverkefni
Ég fékk í tölvupóstinn minn rétt í þessu vísun á áhugavert fjölmenningarverkefni. Ég þarf einhvern daginn að finna mér tíma til að skoða það nánar.
Óheppni
Fyrsta frásagan í sunnudagaskólaefninu eftir jól, er um flótta Maríu og Jósefs og barns þeirra yfir til Egyptalands. Meginþemað í Barnamessu sem haldinn var 28. desember. Yfirskrift dagsins í bókinni sem börnin fá er hins vegar “Flóttinn frá Egyptalandi”, sem svo illa vill til að er allt annar atburður í Biblíunni. Þetta er óheppni.
Skrifað sem faðir sunnudagaskólabarns.
Merkisdagur hjá Önnu Laufeyju
Anna Laufey er sex ára á sunnudaginn. Hún er búin að vera spennt útaf þessu afmæli síðasta mánuðinn 🙂 Continue reading Merkisdagur hjá Önnu Laufeyju
Formleg tilkynning
Ég tilkynnti sóknarnefnd Grensáskirkju í kvöld, fimmtudagskvöld, að ég væri að öllum líkindum á leið í framhaldsnám í Leikmannafræðum næsta haust. Ég gerði þetta með svo löngum fyrirvara til að nú verði hægt að útbúa skipurit fyrir kirkjuna og kortleggja þarfir safnaðarins fyrir starfsfólk áður en að því kemur að ég segi upp.
Prédikun Karls á nýársdag – breytt fyrirsögn
Ég ber mjög mikla virðingu fyrir Herra Karli Sigurbjörnssyni. Hann virkar á mig sem góður trúmaður, einlægur, þægilegur í samskiptum, skemmtilegur og á allan hátt öðlingur. Hins vegar verð ég að segja að nostalgían vegna heimavinnandi húsmóðurinnar fer svakalega í taugarnar á mér.
Continue reading Prédikun Karls á nýársdag – breytt fyrirsögn
Kannski ekki smekklegt
Ég rakst á ágæta síðu fyrir nokkru síðan. Continue reading Kannski ekki smekklegt
Ríkasta persóna heims
Ekki bara vondu fjölmiðlarnir og tískublöðin
Einhverjum kann að virðast það undarlegt að ég skrifi um anorexíu, en ég rakst á þessa frétt á BBC.
Gleðilega hátíð
Ég óska lesendum annáls Ella gleðilegrar hátíðar, hvaða hátíð sem það er sem fagnað er um þessar mundir.
Uppbygging barna- og æskulýðsstarfs kirkjunnar
Í umræðum um nýja stétt æskulýðsstarfsmanna hefur nokkuð verið talað um starfshlutfall og vinnutíma líkt og hjá kennurum. Oft er hætt við að slík umræða valdi stöðnun, þreytu og óánægju. Af þeim sökum var þessi skilgreining skrifuð niður og er e.t.v. ágæt. Continue reading Uppbygging barna- og æskulýðsstarfs kirkjunnar