Meira um hlutverk æskulýðsfulltrúa

andygoodliff heldur áfram að velta fyrir sér starfi og hlutverki æskulýðsfulltrúa í kirkjustarfi.

What about if the predominant role of the church youthworker was not to work with young people, but to encourage, equip and empower parents and other adults to be those who engage young people?

Valkvætt hugmyndakerfi

Í færslu hér á undan notast ég við orðtakið valkvætt hugmyndakerfi. Ástæðan er sú að ég lýt ekki svo á að trúarbrögð séu markaðsvara á svipaðan hátt og t.d. þátttaka í Lions eða Kiwanis. Trú mín kallar mig til að eiga samfélag við Guð, sú köllun snýst ekki um hvort að mér líkar tónlistin í kirkjunni, hvort ég telji prestinn minn einstakan prédikara eður ei, hún er meira að segja óháð því hvort söfnuðurinn minn komi vel fram. Burtséð frá þessum þáttum á ég að leitast við að fylgja Kristi, eiga við hann samfélag og leitast við að gera sköpunarverkið að þeirri góðu sköpun sem Guð ætlaði því að vera.

Continue reading Valkvætt hugmyndakerfi

Óheppinn

Dagur B. sá ágæti skólabróðir minn sagði í stuðningsmannaræðunni sinni í gær að hátt í 90% kjósenda hefðu valið stefnumál Samfylkingarinnar í kosningunum í Reykjavík. Vísaði hann til þess að hann flokkarnir hefðu tekið upp stefnumál Samfylkingarinnar í aðdraganda kosninga. Þetta þótti flokksfélögum hans fyndið og skemmtilegt.

Continue reading Óheppinn

Innflytjendalög

Samkvæmt innflytjendalögum í Ísrael frá 2003 fá íbúar Gaza og Vesturbakkans ekki ríkisborgararétt í Ísrael þó þeir giftist ísraelskum ríkisborgara. Þessi lög eru reyndar talinn brjóta gegn stjórnarskrá Ísraels og verða tekinn upp fljótlega á ísrealska þinginu. Í grein um málið í Economist í síðustu viku er velt upp spurningunni hvort reynt verði að fara fram hjá stjórnarskránni með því að notast við dönsku aðferðina. Continue reading Innflytjendalög

Rosa Parks

Fyrir nokkrum vikum var í strætó hér í Columbus með Önnu Laufeyju. Á auglýsingaspjöldum í vagninum vorum við minnt á að minnast Rosa Parks og hennar framlags til réttindabaráttunnar. Það sem hins vegar stakk mig var sú pólítíska ranghugsun að framlag hennar hefði átt þátt í því að strætó hér í Columbus er “all-Black”. Þannig voru ég og Anna einu farþegarnir í vagninum í sem ekki voru African-American. Hvítt fólk getur ekki stokkið sagði í góðri mynd, en þeir virðast ekki heldur taka strætó.

Continue reading Rosa Parks

HÍ á 100 listann

Skilyrði er að viðkomandi hafi búsetu á höfuðborgarsvæðinu og gott svigrúm til að einbeita sér að æfingum og upptökum á þáttunum. Æskilegra væri því ef viðkomandi væri námsmaður eða ekki í fullri vinnu. (frétt um nýjan raunveruleikaþátt á Sýn)

Ég held að það gæti orðið flókið fyrir HÍ að verða einn af hundrað bestu í heimi ef þetta er viðhorfið til náms og námsmanna á Íslandi.

Tvö ár í dag

Í dag eru tvö ár síðan ég hóf að skrifa hér á annall.is, áður hafði ég reyndar skrifað hitt og þetta á netið, m.a. með mínum eigin bloggkerfum en það efni er ekki lengur aðgengilegt. Ég var ekki sannfærður um að ég myndi endast en nú tveimur árum og einni heimsálfu síðar er ég enn að. Skrifin hér hafa um margt hjálpað mér að átta mig á hvar ég stend í ýmsum málum og kannski gefið einhverjum öðrum mynd af því hver ég er.

Continue reading Tvö ár í dag

Ég er orðinn gamall

Ég uppgötvaði að ég er orðinn gamall rétt í þessu, en kosningabarátta Hjálmars Þ Hannessonar fer í mínar fínustu. Þetta minnir á svertuauglýsingar hér í BNA. Hér í BNA passa frambjóðendur sig á að hafna tengslum við lákúruna en láta gervihreyfingar eins og Moms for Ohio kosta skítkastið. Hér er það ungliðahreyfing fylkingarinnar sem stendur á bak við nálgunina og á heimasíðu framboðsins er vísað til Hjálmars.
Ég er líklega gamall þar sem mér líkar þetta ekki, en mér finnst Samfylkinguna setja niður.

Stjórnun NGO

Í Morgunblaðinu í dag bendir greinarhöfundur á mikilvægi hugmynda Peter Drucker um stjórnun félagsheilda, sér í lagi þegar kemur að frjálsum félagasamtökum (e. NGO). Þannig ber hann saman eðli og þjónustu mismunandi félagsheilda. Þetta væri gaman að skoða í ljósi hugmynda um eðli og hlutverk þjóðkirkjunnar.

Órói og hugarró

Hvert er hlutverk þjóðkirkjunnar er spurt á trú.is vefnum nýlega. Svarið er vel unnið og vandað af hendi Öddu Steinu eins og búast má við. Ég saknaði hins vegar baráttunnar í svarinu. Hér í BNA í hópi Left-wing Christians er stundum talað um að hlutverk kirkjunnar sé

[t]o Comfort The Disturbed, and to Disturb the Comfortable

og á þann hátt séum við að feta í fótspor frelsarans. Svo virðist sem að eðli þjóðkirkjuhugsunar sé að gleyma síðari hlutanum, en leitast einmitt við að styðja og styrkja ríkjandi ástand. Hér er má velta fyrir sér hvort að það leiði svo til þess að kirkjan lendi í

[t]o Comfort The Comfortable, and Disturb the Disturbed.