Fyrir líklega 9-10 árum þróaði ég með fleirum hugmyndina um Möppuna mína! Möppu þar sem leiðtogar í æskulýðsstarfi gætu safnað saman skjölum hvers kyns, upplýsingum og fræðsluefni um æskulýðsmál. Mér fannst hugmyndin frábær, hún var síðan kynnt á námskeiði, að mig minnir í Skálholti, og síðan ekki söguna meir.
Í gær var ég síðan á kynningu hjá Gary frá Grove City, en þar hefur lútherska kirkjan þróað svona möppu til notkunar fyrir fermingarbörn og eldri unglinga í kirkjustarfi. Hugmyndin er snilld, útfærslan mun betri en leiðtogamappan mín og það sem skiptir meira máli. Hugmyndin hefur þróast áfram og virkar! Nú er unnið að frekari þróunarvinnu með hugmynd Gary’s og félaga og vefsíðan þeirra verður vonandi kynnt hér þegar þar að kemur.
Category: Íslenska
Talsmaður múslima
Eitt af vandamálum múslima víðast hvar í Evrópu er spurningin um talsmann. Það er ekki ljóst hver getur talað fyrir hönd hópsins. Það hefur leitt til þess að fjölmiðlar í leit að fréttum hafa skilgreint fyrir meginþorra fólks hver sé talsmaður og hver ekki. Þetta var eitt af félagslegum víddum Islam sem ég skoðaði í verkefni í Trúarbragðafræðum sem ég tók upp í Pontificium College Josephinum. Þar segi ég um stöðu talsmanna: Continue reading Talsmaður múslima
Upp á fjallið, niðr’í dalinn
Þrjú ár á annál
Í dag eru þrjú ár liðin síðan ég hóf skrif hér á annál og fékk varanlegt svæði fyrir færslur mínar. Þátttaka mín í vefskrifum á sér þó lengri sögu, en segja má að þau hafi hafist fyrir alvöru á umræðuþráðum strik.is meðan ég bjó í Danmörku veturinn 2000-2001. Þá gerði ég ýmsar tilraunir með eigin vefkerfi á simnet.is/jennyb um tíma og síðar á hvergikirkja.org. En hvað um það, 19. maí 2004 færði ég “merkilegustu” færslurnar af simnet-svæði konunnar og hóf skrif hér. Þegar ég leit yfir upphafsfærslurnar áðan var ein þeirra sem vakti sérstaka athygli mína, en það var færslan Að velta hlutunum fyrir sér. Þannig má segja að allt frá upphafi annálaskrifa minna hafi ég stefnt til náms hér í Trinity.
Þrátt fyrir að elli.annall.is sé aðalvettvangur minn í netheimum, er ekki svo að hann sé sá eini. Þannig opnaði fjölskyldan vefsvæðið hrafnar.net, með fréttum og myndum af fjölskyldunni í september 2005, þegar ljóst var að við værum á leið í nám erlendis. Í samvinnu við samnemendur mína í Trinity skrifaði ég um reynslu mína af hjálparstarfi í New Orleans á http://www.churchrespondstodisaster.blogspot.com/. Ég opnaði í nóvember 2006 blogsíðu til að tjá mig um fréttir á mbl.is, stöku sinnum set ég myndir á flickr-svæðið mitt og loks hef ég skrifað eina færslu í hvern flokk á tru.is.
Það er áhugaverð sjálfskoðun fólgin í að skoða eigið blogg, stara á sjálfsmynd sína og gleðjast yfir því sem maður sér, líkt og Narcissos, en ætli ég reyni ekki að forðast örlög hans og láta þessari færslu lokið.
Aimee Semple McPherson
Aimee Semple McPherson er viðfang mitt í verkefni í Kirkjusögu hér í BNA. Hún er líka viðfang kvikmyndar sem er kynnt til sögunnar á vefsíðu The Lot, sem er nýjasti raunveruleikaþátturinn hér (leiðrétt).
Trinity Lutheran Seminary
Nú þegar ég á aðeins eftir tvo daga í skólanum þetta fyrsta misseri er ástæða til að velta fyrir sér hvað það er sem skiptir mig mestu máli við Trinity. Í umræðum við ágætan prófessor við skólann fyrir nokkrum dögum, fórum við að ræða um hvers vegna Trinity. Mér flugu í hug nokkrar ástæður, sem skipta mig og fjölskyldu mína máli. Continue reading Trinity Lutheran Seminary
Segja frá
Ýmsir vinstrimenn gagnrýndu Halldór Laxnes á sínum tíma harðlega fyrir að segja ekki frá hvernig ástandið raunverulega var í Sovétríkjunum. Hann sagði ekki frá röðunum í búðunum, frá skortinum og fátæktinni heldur talaði á jákvæðum nótum um landið þrátt fyrir allt sem hann sá. Continue reading Segja frá
Snilld
Árni Svanur benti mér á Parallels, þannig að ég ákvað að prófa að setja upp tilraunaútgáfu. Út af því ég var byrjaður setti ég líka upp VirtueDesktops, þannig að nú get ég hoppað á milli Windows og MacOs X með því einu að slá létt á skjáinn á fartölvunni minni.
Boot Camp
Einn stærsti gallinn við Visi.is, er hversu illa vefurinn spilar með Firefox og Os X. Afleiðingin er sú að ég notast að jafnaði ekki við vefinn til fréttalesturs eða til sjónvarpsáhorfs. Það gerist hins vegar öðru hvoru að ég tel mig þurfa að sjá eitthvað í boði Baugs, og nú hefur Apple leyst vandamálið mitt. Boot Camp gerir mér mögulegt að ræsa tölvuna með Windows stýrikerfinu og nota Internet Explorer. Þessu fylgir að sjálfsögðu einhver virusahætta, en þar sem ég nota þetta einvörðungu til að horfa á Vísi.is þá er hættan vonandi ekki mikil.
Biðlisti
Nú er fullbókað er í 5. flokk í Skóginum í sumar og komin biðlisti, enda sögusagnir um að starfsfólkið í flokknum verði með ólíkindum hæfileikaríkt. En líklega er þó meira um vert að flokkurinn verður fyrstu vikuna í júlí.
Þrír dagar eftir
Nú á ég eftir að fara í skólann í þrjá daga á þessu misseri. Reyndar klárast skólinn ekki fyrr en á föstudag í næstu viku, en þar sem ég er einungis í tímum á þriðjudögum og fimmtudögum eru dagarnir bara þrír. Hins vegar á ég eftir tvö heimapróf og eitt verkefni, sem fjalla um jafn ólíka hluti og trúarstef í fjölskyldusögum og notkun þeirra í kirkjustarfi byggt á rannsóknum Diana Garland, greinargerð um helstu einkenni og áhrif pietisma og ecumenisma á kirkjuna í samtímanum. Ég þarf að kynna til sögunnar Friedrich Schleiermacher og Aimee Semple McPherson, auk þess sem hugmyndir mínar um eðli og hlutverk kirkjunnar í ljósi greinargerðar frá Alkirkjuráðinu og skrifa Rausch og Ted Peters, skilningur minn á frelsunarhugtakinu í samspili við önnur trúarbrögð og hvernig sá skilningur mun hafa áhrif á störf mín í kirkju framtíðarinnar kalla á úrlausn.
Öll þessi verkefni þurfa að liggja á borði kennaranna minna ýmist á þriðjudagsmorgun eða fimmtudag í næstu viku. Þannig að e.t.v. væri mér nær að byrja á því að svara einhverju af þessu en að skrifa þessa færslu.
D og S
Mikið er blogað og bloggað um mögulega stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Þar væri á ferðinni öflugur hópur þar sem að Pétrar Blöndalar og Jóhönnur Sigurðardætur gætu ekki sett stólinn fyrir dyrnar í neinum málum, hægt væri að bruna áfram, ekkert stopp. Ef könnun Bifrastar er höfð til hliðsjónar væri afstaða slíkrar ríkisstjórnar í helstu málum líklega á þessa leið. Continue reading D og S
13 atkvæði
Það eru einhverjir blogarar sem hafa bent á að einungis munaði 13 atkvæðum á kaffibandalaginu og ríkisstjórninni, kaffibandalaginu í hag. En atkvæði sem skiptast á þrjá nýtast ekki jafnvel og atkvæði skipt á tvo. Því fór sem fór.
Hlutfall kvenna
Nú er lokið þessari kosninganótt og nýliðun á þingi hlýtur að teljast óvenjumikil, en 24 ný andlit munu birtast á þingi í haust skv. Visi.is. Það sem er miður jákvætt er þó útkoma kvenna. Continue reading Hlutfall kvenna
Tap Samfylkingarinnar
Það er ekki mikið rætt í kosningasjónvarpi RÚV að Samfylkingin virðist hafa tapað 3,5% atkvæða frá síðustu kosningum og það sem meira er, Samfylkingin var stærsta stjórnmálaaflið í tveimur kjördæmum í síðustu kosningum en hefur tapað þeirri stöðu, reyndar munaði minna en 0,5% í suðurkjördæminu en munurinn milli Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar í suðri er í ár nær 7,5%.
Framtíð Framsóknar liggur í fortíðinni
Skilaboð kjósenda til Framsóknarflokksins eru skýr. Flokkurinn á ekki samleið með sollinum, Guðjón Ólafur, Magnússynir, Björn Ingi, félagar Finns og Hvítasunnukirkjan eru ekki sá bakgrunnur sem flokkurinn getur treyst á til áhrifa. Vonandi er innrás þeirra líka liðin. Framtíð flokksins liggur í fortíð hans, í hinum dreifðari byggðum. Í tengslum við formannskjörið á liðnu ári skrifaði ég færslu sem virðist hafa ræst í kvöld.
Viðbrögð Guðna og landsbyggðarhópsins í flokknum hljóta að vera ákveðinn og skýr ef flokkurinn á að lifa.
Ríkisstjórnin fellur
Viðbót: Nema það takist að sannfæra alla Íslendinga um að hér hafi verið á ferðinni samsæri austantjaldsþjóða og vinstri manna.
Um vígsluskilning
Eitt af hugtökunum sem hefur vafist fyrir fólki í umræðunni um stöðu samkynhneigðra í kirkjunni er vígsluhugtakið. Vígslan er í einhverjum skilningi talin heilög og ekki sé heimilt að víkja frá hefðbundnum skilningi hugtaksins. En er það svo að kirkjan standi vörð um þröngan skilning þessa hugtaks? Continue reading Um vígsluskilning
Þakkargjörð
Í tíma hjá Dr. Dahill var umræða um kvöldmáltíðarsakramentið og kenningar einhvers um tengingu við sérstakt máltíðarsamfélag gyðinga. Í kjölfarið spruttu upp hugmyndir um útfærslu á samfélagi þar sem brauðið og vínið móta umgjörð um hefðbundna máltíð, sem hæfist á brotningu brauðsins og endaði á því að allir dreyptu á sameiginlegum bikar. Dr. Dahill virtist ekki jafnspennt yfir þessu og sumir aðrir, án þess að hún hafnaði hugmyndinni.
En kannski væri ástæða til að leggjast í Didache og útfæra þetta nánar. Síðan er bara að plata einhvern af ungu prestunum á Íslandi til að taka þátt í þessu í sumar. 🙂
Leikið við Guð
Í fjölskyldunámskeiðinu hérna í Trinity hefur nokkuð verið rætt um hugmyndafræði Godly play. En þeir byggja kennsluhugmyndir sínar á Montessori kennsluhugmyndum. Ég hef ekki kynnt mér málið sjálfur, en á http://www.godlyplay.org.uk/whatisgodlyplay.html er kynning á sumum hugmyndunum. Það sem greip mig er það sem kallað er “parable boxes”, en ég þarf að líta á þetta við tækifæri.