Stefnumótun kirkjunnar

Mér varð hugsað til þess rétt í þessu að í stefnumótun íslensku þjóðkirkjunnar til ársins 2010 er hvergi gert ráð fyrir því að á Íslandi búi fleiri en þeir sem eru fæddir og uppaldir á eyjunni. Þannig er áherslan í menningarkaflanum á íslenskan menningararf eingöngu, í fræðslukaflanum og kærleiksþjónustukaflanum er ekkert um íbúa landsins sem fæddir eru erlendis, en reyndar er mjög undarleg setning í boðunarhlutanum þar sem segir: “Við viljum eiga frumkvæði að því að nýta tækifæri varðandi fjölmenningarsamfélagið”. Þannig virðist íslenska þjóðkirkjan skilgreina sjálfa sig sem íslenska á mjög afgerandi hátt og setur þjóðerni ofar öðrum þáttum kirkjulífsins.

Ef við erum gagnrýnin á kirkjuna, mætti segja að stefnumótunin sé því óbein yfirlýsing um að kirkjan sé ekki lengur í þjónustu við alla sem búa á landinu. Fullyrðing sem hefur reyndar heyrst víðar. Ef þessi fullyrðing er réttmæt og kirkjan sjái einstaklinga sem eru fæddir utan landssteina ekki sem viðfang sitt og ef prédikanir í kirkjunni í auknum mæli tala um ákveðna hópa í samfélaginu sem siðlausa skv. skilgreiningu, verðum við að spyrja okkur hvort kirkjan geti og eigi að leita skjóls í stjórnarskránni.

Íslenska þjóðkirkjan er í dag stofnun hinnar ríkjandi stéttar samfélagsins og við verðum að spyrja gagnrýnið hvort og hvernig það á samhljóm í deilum gyðingkristinna og grísk kristinna á Postulafundinum 48 og í gagnrýni Jesús á ríkjandi trúarstofnanir síns tíma. Spurningin sem hljómaði í tíma í MTSO í gær var: Ef Jesús kæmi í messu í söfnuðinum þínum, væri hann ánægður með það sem fram færi?

Að bjóða upp á óbeinar vísanir

Það vekur athygli mína að ákvörðun mín um að loka fyrir bein ummæli hér skuli vera ein af sönnunum þess að íslenska þjóðkirkjan gengur á bak orða sinna í stefnumótunarplagginu um “kirkjan sé virk í að nýta nýja upplýsinga- og samskiptatækni til miðlunar og samræðu.”

Ég er greinilega mikilvægari maður en ég hélt. Það er kannski ástæða til að minna á að ég þarf einungis 1.500 undirskriftir til viðbótar til að geta boðið mig fram sem forseti í sumar.

Hafir þú athugasemdir eða viðbrögð við færslum á elli.annall.is er opið fyrir TrackBack vísanir af öðrum bloggsíðum. Upplýsingar um TrackBack/PingBack eru hér.

Erum við að taka þátt?

Í umræðum um Emerging Church í samnefndri bók Gibbs og Bolger, er vísað í Dou Pagitt þar sem hann veltir upp spurningunni um stöðu kirkjunnar og nefnir þrjá möguleika. Sá þriðji er að mínu viti mikilvægastur fyrir þjóðkirkjuna.

[S]eeing the church as not necessarily the center of God’s intentions. God is working in the world, and the church has the option to join God or not.

Hafir þú athugasemdir eða viðbrögð við færslum á elli.annall.is er opið fyrir TrackBack vísanir af öðrum bloggsíðum. Upplýsingar um TrackBack/PingBack eru hér.

Fjárhagslega illa stætt hvítt fólk

Það er áhugavert að sjá tölurnar hrynja inn fyrir Ohio, fátæka fólkið í Appalachiahéröðum og fyrrum stálsmiðjustarfsmennirnir við Ohio ánna kjósa lausnir en ekki hvatningu. Staðan í Toledo er jafnari, en tölur fyrir Franklin County (Columbus) og hinar stóru borgirnar tvær eru ókomnar. Enda gerðist það eins og jafnan áður að kjörgögn vantaði á kjörstaði í miðborgum Columbus og Cleveland, enda ekki löng hefð fyrir því í þessu landi að fólki af afrískum uppruna sé gert leyft að kjósa.

Hverjir eru annálistar?

Í ummælum hér áður komu fram ásakanir í garð Annálista, en þeir voru sakaðir um skoðanaleysi. Ég fór að velta fyrir mér hverjir þessir skoðanalausu annálistar eru, eða yfirleitt hverjir væru annálistar og hvað sameinaði þá.

Hér er líklega verið að vísa til þeirra sem skrifa reglulega á Annál, svo ég fór á síðuna yfir notendur á annál og uppgötvaði að þetta er dágóður hópur fólks sem á það flest sameiginlegt að hafa einhvern tímann verið í guðfræðideild HÍ. Ég uppgötvaði að það er fólk sem skrifar á annál sem ég hef aldrei lesið, líklega um helmingurinn og bið þá afsökunar á því. En geri ráð fyrir að þeir lesi svo sem ekki mína pósta neitt frekar.

Ég uppgötvaði líka að þarna er fólk sem ég er stundum ósammála, án þess að skrifa hjá því ummæli. Það merkir ekki að ég samþykki orð þeirra, ég vona ekki. Það er fullt af fólki sem bloggar vitleysu án þess að ég geri athugasemdir. Meira að segja í kirkjunni er oft bullað og bullað, og ég læt það vera að skammast yfir því opinberlega, einfaldlega vegna þess að ég hef annað við tíma minn að gera.

Af þessum sökum og af ástæðum sem ég hyggst fjalla um í færslu eftir rúman sólarhring hef ég ákveðið að “downgrade-a” annál Ella frá og með fimmtudeginum úr Web 2.0 í Web 1.0 og loka fyrir öll viðbrögð við færslunum sem ég set á vefinn. Ég vil sérstaklega biðja Matta afsökunar en í öðrum ummælunum sem féllu hér á Annál Ella, 19. maí 2004, fagnaði hann sérstaklega tækifærinu til að skrifa ummæli við orð Djáknans, þeim fögnuði mun ljúka á fimmtudaginn.

Framboð

Í dag uppfyllti ég lokaskilyrðið fyrir því að vera kjörgengur til embættis forseta Íslands. Vegna hvatningar í kringum mig og þar sem styttist í kosningar hefur nú verið útbúin meðmælatexti til að auðvelda stuðningsfólki mínu að safna undirskriftum. Textinn er á þessa leið:

Ella í embættið
Ég tel Halldór Elías Guðmundsson fullfæran til þess að búa á Bessastöðum og starfa á Sóleyjargötu. Hæfileikar Halldórs eru vel nýtanlegir í embætti forseta. Ekki skemmir fyrir að hann er orðinn 35 ára og hefur mikla löngun til þess að verða ábyrgðarlaus í stjórnarathöfnum.

Rétt er að minna stuðningsfólk á að skrá með eigin hendi nafn sitt með prentstöfum, heimilisfang og kennitölu á meðmælabréf.

Flock

Ég ákvað að prófa að notast við Flock-vafrann enda býr hann yfir fjölmörgum tækjum sem mér líkar við, svo sem blogg-publisher. Þetta er fyrstu not mín af publishernum.

Obama til óþurftar

Það er margt sem segja má um forkosningarnar í BNA, en líklegast munu áhrif þeirra á mitt líf ná hámarki í dag. Í gær bárust fréttir um að Obama hyggðist trylla lýðinn í St Johns íþróttahöllinni milli kl. 8:30-10:00 árdegis í dag. Konunni leist ekki á blikuna, enda sá hún fram á mikinn bílastæðavanda þegar hún héldi í skólann. Þess til viðbótar eru börnin veik, svo hún gat ekki lagt af stað snemma þar sem ég þurfti í tíma í morgun. Hún hélt af stað fljótlega eftir að ég kom heim, en þurfti að leggja í næstum hálftíma göngufjarlægð frá skólanum og mætti u.þ.b. hálftíma of seint í tíma. Planið seinnipartinn var að hún keyrði í snatri heim eftir kennslu svo ég yrði einungis 10 mínútum of seinn í tíma síðdegis. Það gengur ekki upp, enda hefur bæst við tímaplanið 30 mínútna ganga konunnar að bílnum. Ef allt fer á besta veg úr því sem komið er, mun ég aðeins mæta 40 mínútum of seint í skólann seinnipartinn að því gefnu að Obama taki ekki upp á því að halda ræður á fleiri stöðum í Columbus í dag.

Predictably Irrational

Ein af grunnforsendum hagfræðinnar frá tíð Adam Smith hefur verið draumurinn um ósýnilegu höndina, markaðurinn myndi leiða okkur frá illu. Reyndar hafa stór högg verið hogginn í þessa hugmynd um að frjáls markaður leiddi til réttrar niðurstöðu, gott dæmi er leikjafræðin. Dan Ariely prófessor við MIT hefur nú gefið út bókina Predictably Irrational, Revised and Expanded Edition: The Hidden Forces That Shape Our Decisions þar sem hann færir rök fyrir því að hugmyndin um rational markað sé í raun irrational.

Í skemmtilegu viðtali á NPR.org í dag sagði hann frá skemmtilegum smárannsóknum sem hann gerði á börnum á Hallowen og benti á fjölmörg dæmi þess að markaðurinn væri gallaður, ekki bara þegar hann á ekki við, heldur jafnvel í verðlagningu á víni og súkkulaði.

Modern eða post-modern

Prófkjör demókrata er ekki einvörðungu spurning um karl eða konu, reynslu eða ferskleika, hvítt eða svart, miðvestrið eða ströndina, lagadeildina í Harvard eða lagadeildina í Yale. Prófkjörið er líklega fyrst og fremst spurning um heimsmynd. Ekki svo að hugmyndir frambjóðendanna tveggja séu svo ólíkar, alls ekki. Ef við lítum til hefðbundina málaflokka þá eru þau sammála um allflest og þó sumir myndu segja Barack lengra til hægri en Hillary, þá er Michelle lengra til vinstri en Bill. Continue reading Modern eða post-modern

Um völd og ábyrgð

Toshiki Toma skrifar ágæta færslu um mannréttindi á bloginu sínu í dag. Eitt af því sem hann tæpir stuttlega á er grundvallarþáttur þegar kemur að umræðu um mannréttindi og fordóma. Atriði sem ég var minntur harkalega á í Detroit. Vissulega eru fordómar oft hvimleiðir og neikvæðir af mörgum sökum. Hins vegar er það ekki fyrr en þeir sem hafa fordóma eru í ráðandi stöðu sem ástandið verður hættulegt. Continue reading Um völd og ábyrgð

Messurýni

Fyrir 7-8 árum tók ungur penni sig til og heimsótti nokkur trúfélög og söfnuði og skrifaði gagnrýni í eitthvert af þeim blöðum sem lifðu þá. Ein af kirkjunum sem voru heimsóttar var einmitt Grensáskirkja og mér er minnistæð umræðan um hversu sárir nokkrir einstaklingar urðu vegna orðalags og ályktana. Það þrátt fyrir að umsögnin hafi í raun verið fremur jákvæð og ábendingarnar réttmætar, sýndu jafnvel óvenjulegt innsæi um heilsufar þeirra sem leiddu helgihaldið. Þessi gagnrýni sem ég finn ekki á vefnum lengur, var á sínum tíma einnig birt á strik.is ef ég man rétt, kallast skemmtilega á við Reggie McNeal, þar sem hann mælir með því að söfnuðir ráði utanaðkomandi fólk, sem er ekki og hefur ekki tengsl við kirkjuna, til að taka þátt í safnaðarstarfinu í tvær til þrjár vikur og greina síðan frá reynslu sinni.

Ég sá að Vésteinn Valgarðsson hefur skrifað um bókina I Sold my Soul on eBay, en þar skrifar slíkur messurýnir um reynslu sína. Ég mæli ekki endilega með Vantrúarmönnum í verkefnið, enda æskilegt að viðkomandi mæti til leiks með sem minnstar fyrirframgefnar skoðanir á verkefninu, en þeir eru vafalaust jafnhæfir til að greina hvað fer fram og mörg okkar sem erum kirkjueigendur.

Lýtalæknar eða líknardeild

Þetta misserið, það síðasta í MALM-náminu, þarf ég að glíma þónokkuð við ecclesiology (guðfræði kirkjunnar) og líklega er það eftir allt fræðiheitið á því sem ég er að gera hér, þó ég nálgist það meira út frá hagnýtri guðfræði en trúfræði, áhersla sem gæti breyst í STM-náminu ef ég tæki fleiri námskeið í trúfræði. Þörf mín fyrir að fara í svona nám vaknaði fyrir alvöru þegar ég var við störf í Grensáskirkju, mig langaði til að læra um það sem ég var að gera þar. Continue reading Lýtalæknar eða líknardeild

Elska til Guðs

Gestapistill frá Torfa Stefánssyni.

Að öllu jöfnu eyði ég ummælum sem snerta ekki viðkomandi færslu. Þessi skrif Torfa Stefánssonar um að greina á milli elsku Guðs og elsku til Guðs er hins vegar að mínu viti gagnleg og mikilvæg og eru því birt hér.

Ég vil benda ykkur annálslesendum á grein sem Steindór J. Erlingsson skrifaði í Fréttablaðið í dag, 5. febrúar 2008. Þar gagnrýnir hann með réttu sr. Maríu Ágústsdóttur fyrir fullyrðingu hennar í predikun sem birtist á tru.is, reyndar fyrir nokkur síðan eða í október á síðasta ári. Continue reading Elska til Guðs

Gleði er ofmetin!

Einn af skrautlegum fræðimönnum sem ég hef hitt stuttlega hér í BNA er Israel Galindo. Nýlega sá hann ástæða til að skrifa bloggfærslu sem ég vil halda til haga. Ég vil jafnframt taka fram að vísunin í færsluna hans merkir ekki að ég sé að fullu sammála öllu sem hann heldur fram, en lokaorðin eru sérlega áhugaverð að mínu mati.