Ég var rétt í þessu að ljúka við fyrstu drög að kennslustund sem ég mun nota í Christ Lutheran, sunnudaginn 3. febrúar. Hún er núna í yfirlestri hjá kennaranum mínum í Ministry of Educating. Þetta er þriðja stundin af þremur í kennsluröð en hinar tvær voru sóttar í Æskulýðsefni þjóðkirkjunnar 2001-2002 og staðfærðar að aðstæðum hér í BNA. Áhugasömum til gagns og yndisauka þá er stundin hér, á ensku:
Continue reading Að mæta Jesú – Meeting Jesus
Tag: youthwork
Vinaleiðin
Ég var fyrir margt löngu búin að ákveða að skrifa ekki færslu um Vinaleiðina hér á annálinn minn, nema undir rós. En þar sem ég er ekki mikill prinsipmaður, þá ætla ég að nótera nokkra mikilvæga þætti, sem ég tel að þurfi að líta til og byggi á ummælum mínum á Vantrúarvefnum.
Áhugavert innlegg og nokkur ekki
Svanur Sigurbjörnsson skrifar ágæta umfjöllun um Vinaleiðina á Vantrú.is þar sem hann einangrar umræðuna við spurninguna hvort trúarlegt starf eigi heima í grunnskólum. Þar sem ég persónulega tel mjög mikilvægt að þessi umræða eigi sér stað (bý í BNA), þá hrósaði ég honum fyrir að losa umræðuna undan trúboðsdeilum og fullyrðingum um almennt vanhæfi presta og djákna. Það verður hins vegar að segjast að viðbrögð sumra ummælamanna Vantrúar hafi komið óþægilega á óvart.
Orðanotkun
Um þessar mundir er mikið rætt á vefnum um Vinaleiðina. Mér finnst mikilvægt að koma að smá innleggi um orðanotkun. Hér er notast við hugtök eins og viðtöl, spjall, samtöl, sálgæslu, meðferð, meðferðarviðtöl og sálgæsluviðtöl. Ég geri ekki kröfu um að áhugafólk um samskipti hafi muninn á öllu þessu á hreinu. Ekki hef ég það. Hitt er ljóst að það er mjög óæskilegt að sérfræðingar smætti hugtök eins og sálgæsla til þess að styrkja röksemdafærslu sína.
Fermingar
Líklega er merkilegasta innleggið um stöðu fermingarinnar á þessum síðustu tímum heimasíðan www.ferming.is. Ég held að við þurfum að íhuga stöðu okkar í kirkjunni. Eða er okkur e.t.v. alveg sama?
Sumarbúðirnar hans Jesús
Ég fór með nokkrum skólafélögum á Jesus Camp í kvöld. Carlos lét ekki sjá sig enda lítt að treysta á hann (hugsanlega spoiler en þetta er heimildamynd svo…).
Jesus Camp
Fyrir nokkrum dögum myndaðist umræða um Jesus Camp á vef Carlosar. Ég nefndi þar að ef einhver hefði áhuga á að koma með mér á frumsýninguna hér í Columbus á morgun væri það velkomið. Ég hef ákveðið að bæta um betur, þar sem ég á nokkra miða á forsýningu í kvöld kl. 19:00 (kl. 23 að ísl. tíma). Ef þið hafið áhuga er ykkur velkomið að mæta um kl. 18:30 framan við Drexel Theater og ég reyni að redda ykkur inn.
Uppgötvun um játningar
Eitt af því sem stundum er gert, t.d. í nýju fræðsluefni fyrir fermingarfræðslunámskeið í Vatnaskógi, er að fá einstaklinga til að orða eigin trúarjátningu. Spennandi leið til að fá fólk til að svara því á hvað þeir trúa. Þrátt fyrir að játningastöðin í messuratleiknum í Vatnaskógi sé að einhverju leiti mín hönnun, þá var ég að uppgötva í umræðum hér á vefnum að ég sjálfur hef aldrei skráð niður, alla vega hér á annálum mína eigin játningu.
- Hvað er það sem ég trúi á?
- Hverjar eru mínar dogmur?
Þökk fyrir samveruna, takk fyrir traustið
Það var blendin tilfinning sem fylgdi því fyrir nokkrum dögum að rífa sig frá fjölskyldunni til að vinna sem forstöðumaður í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Það er nefnilega erfitt að byrja að vinna á ný eftir að hafa haft tækifæri til að vera heima með nýfæddum syni sínum í rúma sex mánuði. Um leið var spennandi að mæta í Vatnaskóg eftir nokkurra ára hlé. Á staðnum beið nýtt samstarfsfólk, nýir strákar, sömu sumarbúðir. Continue reading Þökk fyrir samveruna, takk fyrir traustið
Meira um hlutverk æskulýðsfulltrúa
andygoodliff heldur áfram að velta fyrir sér starfi og hlutverki æskulýðsfulltrúa í kirkjustarfi.
What about if the predominant role of the church youthworker was not to work with young people, but to encourage, equip and empower parents and other adults to be those who engage young people?
Æskulýðsfulltrúar
andygoodliff sem starfar sem æskulýðsfulltrúi staldrar við spurningu sem skiptir miklu máli fyrir framtíð kirkjunnar: Should churches employ youthworkers?
Svarið liggur e.t.v. ekki beint við og mikilvægt að vera meðvitaður um gallana sem geta fylgt.
Trúarþroskinn
Ég átti áhugavert samtal 1. desember um trúarþroska. E.t.v. er reyndar réttara að segja að samtalið hafi snúist um það hvernig þau sem alast upp í tiltölulega þröngu trúarsamfélagi, takast á við veruleikann þegar þau mæta honum.
Continue reading Trúarþroskinn
Frelsuð!
Ég og Jenný fórum á Frelsuð (Saved) í gær enda hafði Árni Svanur mælt með henni. Myndin stóð fullkomlega undir þeim væntingum sem ég hafði gert mér til hennar. Continue reading Frelsuð!
Ekki frétt
Morgunblaðið birtir í dag frétt um neikvæð tengsl tónlistarnáms og vímuefnaneyslu . Þetta er EKKI frétt. Staðreyndin er einfaldlega sú að börn sem eru í góðum tengslum við foreldra sína eru líklegri til að nota ekki vímuefni.
Það á að öllu jöfnu við um tónlistarnemendur, sérstaklega í efri bekkjum grunnskóla. Þau þurfa skilning og stuðning foreldra sinna til að geta sinnt náminu sem skyldi.
Námið er fokdýrt sem segir okkur að viðkomandi foreldrar hafi MEIRI peninga milli handanna en gengur og gerist. Þá er mikilvægt að foreldrarnir þurfa að gefa sér tíma til að taka þátt í náminu að einhverju leiti. Það hefði verið frétt og það stórfrétt ef ekki hefðu verið neikvæð tengsl milli vímuefnanotkunar og tónlistarnáms. (Upphaflega skrifað 22. febrúar 2004)