Vonlaus tímasetning – Um það bil árlega veffríið mitt

Sú hugmynd að fara í veffrí (web sabbatical) í miðri atvinnuleit var augljóslega mjög misráðin og óskynsamleg af fjölmörgum ástæðum. Af þeim sökum hef ég ákveðið að láta tæpa viku í veffrí duga að þessu sinni og lýk þessu veffríi formlega í dag, 25. febrúar.

Nú eru rúmlega 7 ár síðan ég tók veffrí (web sabbatical) í fyrsta sinn. Þau hafa gengið misvel fyrir sig en um leið hafa þau gert mér kleift að staldra við vefnotkun mína og endurskoða hefðir og venjur sem myndast yfir árið. Þannig hefði ekki mér ekki dottið í hug fyrir 7 árum að ég gæti orðið háður Sudoku tölvuleik. Continue reading Vonlaus tímasetning – Um það bil árlega veffríið mitt

Vef-sabbatical (Web-sabbatical)

Nú mun ég enn á ný fara í tímabundið vef-sabbatical frá 9. desember 2012-10. janúar 2013. Vefnotkun er mikilvægur þáttur í lífi mínu og ekki síst í þeim fjölskylduaðstæðum sem fjölskylda mín býr við nú um stundir. Hins vegar er líka hollt að skipta um sjónarhorn og það hyggst ég gera næstu 32 daga. Continue reading Vef-sabbatical (Web-sabbatical)

Vefsabbatical

Nú er enn einu sinni komið að hinu mjög svo óreglulega vef-sabbatical. Að þessu sinni er slíkt frí nokkuð flóknara en venjulega, enda notast ég við Facebook í vinnunni og vinn að lokahönnun á nýrri vefsíðu KFUM og KFUK sem er væntanleg í loftið innan nokkurra daga. Þess utan er fjölskyldan í annarri heimsálfu og ég notast við Skype og gChat í samskiptum þangað á hverjum degi.  Continue reading Vefsabbatical

Vefsabbatical

Enn einu sinni mun ég taka mér vef-sabbatical. Vefnotkun er mjög mikilvægur þáttur í lífi mínu. Hins vegar er líka hollt að skipta reglulega um gír og endurskoða lífsmynstur sitt. Af þeim sökum hef ég ákveðið að taka mér vef-sabbatical fram til 11. janúar 2011 eða í 42 daga. Þar sem stór hluti lífs míns snýst um samskipti get ég að sjálfsögðu ekki lokað á alla netnotkun, enda í sjálfu sér ekki markmiðið, heldur mun ég á meðan vef-sabbaticalinu stendur takmarka netnotkun við ákveðna þætti.

  • Ég mun ekki lesa fréttamiðla á vefnum, tvít, blogg-síður eða almenna vefi. Þetta felur í sér að ég mun ekki notast við Google-Reader-inn minn eða notast við video-vefi líkt og google video, youtube.com eða ESPN360.
  • Ég mun ekki skrifa færslur á bloggsíður eða svara ummælum.
  • Ég mun ekki fara inn á Facebook, ekki svara athugasemdum á veggjum, skrifa á síðuna eða bæta við efni á þessum tíma.
  • Ég mun notast við vefi fjármálastofnanna bæði hér í BNA og á Íslandi ef þörf krefur.
  • Ég mun notast við Flight Track smáforritið til að halda utan um ferðaplön fjölskyldunnar.
  • Ég mun nota vefinn til að fá upplýsingar um sýningartíma kvikmynda og sjónvarpsdagskrá.
  • Ég mun einungis notast við Netflix til að horfa á kvikmyndir/sjónvarpsþætti með fjölskyldunni.
  • Ég mun nota gCal og Toodledo til að skipuleggja og samræma dagatal fjölskyldumeðlima.
  • Ég mun nota vefinn til að kaupa jólagjafir á Amazon.com og panta pizzur ef nauðsyn krefur.
  • Ég mun nota Skype til að hafa samskipti við Ísland.
  • Ég mun lesa tölvupóst að jafnaði daglega, en mun ekki fá hann sendan samstundis inn á símann minn.

Sabbatical-ið hefst á miðnætti 1. desember 2010 (kl. 5 að íslenskum tíma) og lýkur á hádegi 11. janúar 2011.

Vef sabbatical á ný

Það er hollt að skipta reglulega um gír og endurskoða lífsmynstur sitt. Af þeim sökum hef ég ákveðið að taka mér vef-sabbatical um ótilgreindan tíma. Þar sem tölvu- og netnotkun er nauðsynleg vegna námsins míns get ég ekki einfaldlega slökkt á tölvunni minni. Þar af leiðandi hef ég sett mér ákveðnar reglur sem ég mun leitast við að fylgja.

  • Ég mun ekki lesa fréttamiðla á vefnum, blogg-síður, tengslavefi eða almennar upplýsingasíður. Þetta felur í sér að ég mun ekki notast við Google-Reader-inn minn. Þannig mun ég fjarlægja 10 af 18 hlekkjum af Bookmark Toolbar og jafnframt endurskipuleggja og fjarlægja smáforrit á símanum mínum.
  • Ég mun nota netið til að halda utan um glósur og við leitir í upplýsingagagnagrunnum í beinum tengslum við nám mitt og starf hjá Healthy Congregations. Þá mun ég notast við námsvef Trinity Lutheran Seminary.
  • Ég mun áfram sækja upplýsingar um sýningartíma kvikmynda, veður og sjónvarpsdagskrá úr símanum mínum, þegar þörf krefur.
  • Ég mun notast við bankavefi. Þá mun ég áfram versla hjá Amazon.com og iTunes, nota gCal til að skipuleggja dagatal fjölskyldunnar og Skype til að hafa samskipti við Ísland. Þá mun ég notast við tölvupóst líkt og áður.

Ég mun skrá hjá mér athugasemdir, vangaveltur og vandamál sem upp kunna að koma. Veffríið hefst formlega á miðnætti aðfararnætur 23. október 2009.

Af vefnum

Nokkrum sinnum á undanförnum árum hef ég tekið mér vef-sabbatical eða veffrí, ýmist að fullu eða hluta í lengri eða skemmri tíma. Fyrir rúmum mánuði fór ég yfir netnotkun mína og síðustu daga, í tengslum við áhugaverða umfjöllun Thomas L. Friedman í “The World is Flat” um blogg hef ég ákveðið að nota tækifærið og gera nokkrar breytingar. Þar sem ég er ekki lengur í námi næstu fjóra mánuði mun ég draga verulega úr netneyslu. Þannig mun ég í sumar ekki notast við FaceBook, Twitter og hætta skrifum á blog.is og annall.is fram undir miðjan ágúst. Ég hyggst hætta alfarið að lesa blogg og draga úr lestri fréttamiðla sem frekast er kostur. Á þessum tíma mun ég ekki notast við Flock-vafrann heldur einvörðungu Safari.

Ég mun takmarka vefnotkun við upplýsingasíður um sýningartíma kvikmynda, sjónvarpsdagskrá og veður. Ég hyggst einskorða vefsamskipti við gmail, gCal og Skype. Ég mun notast við flickr og gVideo en einvörðungu í tengslum við upplýsingasíðu fjölskyldunnar. Aðrar síður sem ég mun nota þegar þörf krefur eru ferðasíður, heimabankar, Donatos, Amazon og Papa John’s. Loks mun ég annast nauðsynlegt viðhald á vefsíðum sem ég hef gert fyrir aðra ef þörf krefur, og í tengslum við sérverkefni mun ég notast við vefgögn The Benefit Bank, heimasíðu Healthy Congregations, OhioLink og heimasíðu Trinity.

Ég mun um miðjan ágúst, skrifa færslu hér á annál um hvernig meðvituð breyting á netnotkun hefur áhrif á atferli og líðan. Síðan mun auðvitað fljótlega koma í ljós hversu sterk fíkn blogglestur og -skrif er í raun og veru.

Veffríi lýkur

Nú hef ég lokið vef-sabbatical-inu mínu. Það varð ekki eins agað og ég hafði ætlað enda margt sem gerðist á þessum tíma í vefheimum. Hér fyrir neðan er yfirlit yfir hvernig ég tókst á við einstaka þætti.

  • Ég mun nota netið við leitir í upplýsingagagnagrunnum í tengslum við rannsóknir á vegum Healthy Congregations. Ég mun einungis notast við tölvur Trinity Lutheran Seminary í þessu skini, en mun ekki leita frá tölvum heima hjá mér.
  • Ég mun nota netið við að sækja efni sem kennarar í námskeiðum sem ég er að taka óska eftir að ég nálgist eða benda á. Til að nálgast slíkt efni mun ég að öðru jöfnu notast við tölvur skólans.

Ég stóð við þessi markmið að öllu leiti, notaðist við tölvur skólans og bókasafna.

  • Ég mun notast við vefi fjármálastofnanna bæði hér í BNA og á Íslandi ef þörf krefur.
  • Ég mun notast við Blackboard síður Capital og Trinity Lutheran Seminary eins og þarf til að uppfylla kröfur námsins. Það á eins við um síðu kennsluskrár Trinity.
  • Ef dóttir mín óskar þess mun ég aðstoða hana í WebKinz eða öðrum veftengdum búnaði sem hún notar.
  • Ef konan óskar mun ég setja inn fjölskyldumyndir inn á hrafnar.net.

Það reyndi takmarkað á þetta.

  • Ég mun ef kennarinn í námskeiðinu “Urban Ministry in Detroit” óskar eftir því, taka þátt í að skrifa námstengt blogg á tímabilinu 12.-22. janúar 2008. Að öðru leiti mun ég ekki skrifa færslur, svara ummælum eða skrifa ummæli á vefsíðum á þessum tíma.

Við notuðum ekki bloggsvæði í námskeiðinu og ég skrifaði ekki neinar færslur eða ummæli á tímabilinu ef frá er talið færsla í gærdag með vísun í Jim Wallis og birting prédikunar úr Grensáskirkju.

  • Ég mun nota vefinn til að fá upplýsingar um sýningartíma kvikmynda og ef þarf upplýsingar um sjónvarpsdagskrá.

Hér gleymdi ég að setja inn veðurvefi sem ég nota töluvert. En annars reyndi lítið á þetta.

  • Ég mun nota gCal til að samræma dagatal fjölskyldumeðlima, þó hyggst ég takmarka þá notkun og notast ef kostur er við útprentun.

Ég notaðist einnig við dagatal í símanum mínum sem ég “sync-aði” við gCal.

  • Ég mun nota vefinn til að kaupa jólagjafir á Amazon.com ef nauðsyn krefur.

Ég gerði það nokkuð.

  • Ég mun nota Skype til að hafa samskipti við Ísland. Eðli málsins vegna verður þó að öllu jöfnu ekki kveikt á Skype nema þegar ég þarf að hafa samband. Þeir sem þurfa að ná á mig, geta samt sem áður hringt með hugbúnaðinum og símtalið færist þá sjálfvirkt í farsímann minn.

Ég gerði það.

  • Ég mun hins vegar ekki lesa fréttamiðla á vefnum, blogg-síður eða almenna vefi. Þetta felur í sér að ég mun ekki notast við Google-Reader-inn minn eða notast við video-vefi líkt og google video, youtube.com eða ESPN360.

Ég stóð við þetta fram í janúarbyrjun, að mestu leiti. Meðan ég var í Detroit fylgdist ég nokkuð með fréttum í gegnum símann minn. Eins hreinsaði ég nokkrum sinnum Google Reader-inn minn.

  • Ég mun ekki setja inn ný Application á FaceBook, ekki svara athugasemdum á veggjum, skrifa á síðuna eða bæta við efni á þessum tíma. Ég mun hins vegar samþykkja/synja vinabeiðnum sem ég fæ tilkynningar um í tölvupósti.

Stóð við þetta með einni undantekningu sem ég man ekki lengur hver var.

  • Ég mun að öllu jöfnu einungis athuga rafpósthólfið mitt tvisvar á dag, í kringum kl. 10 að Austurstrandartíma, kl. 15 á Íslandi og um kl. 15 hér í Ohio, eða kl. 20 á Íslandi. Ég mun ekki notast við gMail notification en sækja þess í stað allan póst með Mail þegar þess er kostur, sem ég hef stillt þannig að póstur er einungis sóttur þegar ég óska eftir því.

Þetta gekk ágætlega að standa við.

Vef-sabbatical

Að gefnu tilefni hef ég tekið þá ákvörðun að taka vef-sabbatical. Vefnotkun er mjög mikilvægur þáttur í lífi mínu og síðustu mánuði og ár hefur upplýsingaöflun og greinalestur tekið sífellt meiri tíma, að ógleymdu fremur tilviljanakenndu vafri sem oft skilar áhugaverðum og á stundum gagnlegum skilningi á mannlegu lífi. Hins vegar er líka hollt að skipta reglulega um gír og endurskoða lífsmynstur sitt. Af þeim sökum hef ég ákveðið að taka mér vef-sabbatical fram til 24. janúar 2008 eða í 55 daga. Þar sem tölvu- og netnotkun er nauðsynleg vegna námsins míns get ég ekki einfaldlega slökkt á tölvunni minni á þessum tíma. Þar af leiðandi hef ég sett mér ákveðnar reglur sem ég mun leitast við að fylgja á þessum tíma.

  • Ég mun nota netið við leitir í upplýsingagagnagrunnum í tengslum við rannsóknir á vegum Healthy Congregations. Ég mun einungis notast við tölvur Trinity Lutheran Seminary í þessu skini, en mun ekki leita frá tölvum heima hjá mér.
  • Ég mun nota netið við að sækja efni sem kennarar í námskeiðum sem ég er að taka óska eftir að ég nálgist eða benda á. Til að nálgast slíkt efni mun ég að öðru jöfnu notast við tölvur skólans.
  • Ég mun notast við vefi fjármálastofnanna bæði hér í BNA og á Íslandi ef þörf krefur.
  • Ég mun notast við Blackboard síður Capital og Trinity Lutheran Seminary eins og þarf til að uppfylla kröfur námsins. Það á eins við um síðu kennsluskrár Trinity.
  • Ef dóttir mín óskar þess mun ég aðstoða hana í WebKinz eða öðrum veftengdum búnaði sem hún notar.
  • Ef konan óskar mun ég setja inn fjölskyldumyndir inn á hrafnar.net.
  • Ég mun ef kennarinn í námskeiðinu “Urban Ministry in Detroit” óskar eftir því, taka þátt í að skrifa námstengt blogg á tímabilinu 12.-22. janúar 2008. Að öðru leiti mun ég ekki skrifa færslur, svara ummælum eða skrifa ummæli á vefsíðum á þessum tíma.
  • Ég mun nota vefinn til að fá upplýsingar um sýningartíma kvikmynda og ef þarf upplýsingar um sjónvarpsdagskrá.
  • Ég mun nota gCal til að samræma dagatal fjölskyldumeðlima, þó hyggst ég takmarka þá notkun og notast ef kostur er við útprentun.
  • Ég mun nota vefinn til að kaupa jólagjafir á Amazon.com ef nauðsyn krefur.
  • Ég mun nota Skype til að hafa samskipti við Ísland. Eðli málsins vegna verður þó að öllu jöfnu ekki kveikt á Skype nema þegar ég þarf að hafa samband. Þeir sem þurfa að ná á mig, geta samt sem áður hringt með hugbúnaðinum og símtalið færist þá sjálfvirkt í farsímann minn.
  • Ég mun hins vegar ekki lesa fréttamiðla á vefnum, blogg-síður eða almenna vefi. Þetta felur í sér að ég mun ekki notast við Google-Reader-inn minn eða notast við video-vefi líkt og google video, youtube.com eða ESPN360.
  • Ég mun ekki setja inn ný Application á FaceBook, ekki svara athugasemdum á veggjum, skrifa á síðuna eða bæta við efni á þessum tíma. Ég mun hins vegar samþykkja/synja vinabeiðnum sem ég fæ tilkynningar um í tölvupósti.
  • Ég mun að öllu jöfnu einungis athuga rafpósthólfið mitt tvisvar á dag, í kringum kl. 10 að Austurstrandartíma, kl. 15 á Íslandi og um kl. 15 hér í Ohio, eða kl. 20 á Íslandi. Ég mun ekki notast við gMail notification en sækja þess í stað allan póst með Mail þegar þess er kostur, sem ég hef stillt þannig að póstur er einungis sóttur þegar ég óska eftir því.
  • Sabbatical-ið hefst á hádegi 30. nóvember 2007 (kl. 17 að íslenskum tíma) og lýkur á hádegi 24. janúar 2008.

Ég mun prenta út þessa færslu og skrá inn á það athugasemdir, vangaveltur og vandamál sem upp kunna að koma. Að kvöldi 24. janúar mun ég skrá færslu þar sem ég met verkefnið.