Vef sabbatical á ný

Það er hollt að skipta reglulega um gír og endurskoða lífsmynstur sitt. Af þeim sökum hef ég ákveðið að taka mér vef-sabbatical um ótilgreindan tíma. Þar sem tölvu- og netnotkun er nauðsynleg vegna námsins míns get ég ekki einfaldlega slökkt á tölvunni minni. Þar af leiðandi hef ég sett mér ákveðnar reglur sem ég mun leitast við að fylgja.

  • Ég mun ekki lesa fréttamiðla á vefnum, blogg-síður, tengslavefi eða almennar upplýsingasíður. Þetta felur í sér að ég mun ekki notast við Google-Reader-inn minn. Þannig mun ég fjarlægja 10 af 18 hlekkjum af Bookmark Toolbar og jafnframt endurskipuleggja og fjarlægja smáforrit á símanum mínum.
  • Ég mun nota netið til að halda utan um glósur og við leitir í upplýsingagagnagrunnum í beinum tengslum við nám mitt og starf hjá Healthy Congregations. Þá mun ég notast við námsvef Trinity Lutheran Seminary.
  • Ég mun áfram sækja upplýsingar um sýningartíma kvikmynda, veður og sjónvarpsdagskrá úr símanum mínum, þegar þörf krefur.
  • Ég mun notast við bankavefi. Þá mun ég áfram versla hjá Amazon.com og iTunes, nota gCal til að skipuleggja dagatal fjölskyldunnar og Skype til að hafa samskipti við Ísland. Þá mun ég notast við tölvupóst líkt og áður.

Ég mun skrá hjá mér athugasemdir, vangaveltur og vandamál sem upp kunna að koma. Veffríið hefst formlega á miðnætti aðfararnætur 23. október 2009.

Röng frétt

Þrátt fyrir að TimeWarnerCable hafi reynt nú síðustu mánuði að sannfæra mig og nágranna mína um dauða loftnetssjónvarpsins, þá eru þær andlátsfréttir stórlega ýktar. Sjónvarpsútsendingar munu halda áfram í lofti eins og áður, hins vegar leggjast af hliðrænar útsendingar (analog) og einvörðungu verður boðið upp á stafrænar útsendingar (digital). Til að ná stafrænu útsendingunum dugar hefðbundið loftnet, en hins vegar þurfa eldri sjónvörp að notast við stafrænt mótakarabox sem Bandarísk yfirvöld hafa niðurgreitt fyrir þá sem það vilja.

TimeWarner og fleiri kapalfyrirtæki hafa hamrað á nauðsyn þess að allir fái sér kapalsjónvarp við þessi tímamót, enda sé samasemmerki milli digital og kapals en líkt og fyrirsögn fréttarinnar og innihald eru þær fullyrðingar kolrangar.

Upphaflega skrifað á halldorelias.blog.is sem viðbrögð við frétt á mbl.is.

iPhone tengdur annál

Nú er iPhone-inn minn tengdur vid annálasíduna mína mér til gledi og ánægju. Reyndar vantar suma íslenska stafi og síminn hefur mikla thörf til ad leidrétta innsláttinn med enskum ordum, en thetta er samt skemmtilegt.

Twitter er blogg samtímans

<p>Ég er sjaldnast alveg &quot;up-to-date&quot; á nýjungum og þegar Árni Svanur benti mér á twitter, var ég svo sem ekki of spenntur. Hins vegar held ég núna að óhætt sé að fullyrða að tweet er blogg framtíðarinnar (ef við skilgreinum framtíðina fremur stutt og þröngt). Af þeim sökum verður lítið um uppfærslur á þessari síðu í nánustu framtíð nema fréttaflutningur Morgunblaðsins hreinlega hrópi á viðbrögð. </p>

Twitter er blogg dagsins í dag

Eftir að hafa tekið mér frí frá bloggskrifum í sumar hef ég nú ákveðið að notast alfarið við Twitter í skemmri skrifum en notast við annálinn fyrir lengri pistla. Þetta þýðir í raun að ég mun ekki skrifa hér reglulega á næstu vikum og mánuðum, þó líklega muni birtast pistill og pistill. Hvort það skipti hins vegar miklu máli þar sem líklegast hefur dregið mjög úr lestri annálsins míns eftir langt hlé er hins vegar önnur saga.

Hafir þú áhuga á að hugsunum mínum er mun vænlegra að fylgja mér eftir á twitter, en notendanafn mitt á þeim slóðum er halldorelias. Tweet-inn verða að mestu skrifuð á ensku. Til að auðvelda eftirlit birtast tweet-in einnig í Facebook statusnum mínum.

Ein af ástæðum þess að ég er áhugasamur um hið knappa twitter form er m.a. sú að möguleikarnir sem felast í samspili iPhone símans og twitter eru margfalt meira spennandi en á milli WP og símans. En ég stefni að því einnig á komandi hausti að draga nokkuð úr fartölvunotkun og notast meira við símann og blöð/penna við nám og störf.

Fíknin sterk

Það gekk mun verr að draga úr veflestri í sumar en ég ætlaði. Auðvelt væri að afsaka það að skjótast á síður hinna og þessa, enda alltaf eitthvað áhugavert í trúmálaumræðunni eða nauðsynlegt að fylgjast með krepputali landans enda erum við hjónin háð gengissveiflum. Veruleikinn er hins vegar sá að ég man mjög fátt af því sem ég varð að lesa.
Þannig fólst veffríið mitt aðallega í samdrætti í skrifum, þó ég gæti haldið því fram að lestur hefði eitthvað minnkað. Eftir þessa sumarreynslu hef ég því ákveðið að taka ekki upp notkun á rss-lesara á ný, heldur fylgjast með umræðunni á vefsvæðum á óskipulagðan hátt líkt og í sumar.
Ég hyggst heldur ekki opna fyrir umræður á vefjum mínum að jafnaði, enda lít ég á þetta sem mitt sápubox frekar en kaffihús. Hvort ég breyti þessu fyrir einstakar færslur mun hins vegar koma í ljós.

Meðan ég man. Í samræmi við þá fullyrðingu mína að launamál einstaklinga og skattgreiðslur séu ekki einkamál, þá er sjálfsagt að taka fram að ég greiddi enga skatta á síðasta ári og heildartekjur mínar á Íslandi og í BNA námu alls 26.908 krónum á mánuði.

Af vefnum

Nokkrum sinnum á undanförnum árum hef ég tekið mér vef-sabbatical eða veffrí, ýmist að fullu eða hluta í lengri eða skemmri tíma. Fyrir rúmum mánuði fór ég yfir netnotkun mína og síðustu daga, í tengslum við áhugaverða umfjöllun Thomas L. Friedman í “The World is Flat” um blogg hef ég ákveðið að nota tækifærið og gera nokkrar breytingar. Þar sem ég er ekki lengur í námi næstu fjóra mánuði mun ég draga verulega úr netneyslu. Þannig mun ég í sumar ekki notast við FaceBook, Twitter og hætta skrifum á blog.is og annall.is fram undir miðjan ágúst. Ég hyggst hætta alfarið að lesa blogg og draga úr lestri fréttamiðla sem frekast er kostur. Á þessum tíma mun ég ekki notast við Flock-vafrann heldur einvörðungu Safari.

Ég mun takmarka vefnotkun við upplýsingasíður um sýningartíma kvikmynda, sjónvarpsdagskrá og veður. Ég hyggst einskorða vefsamskipti við gmail, gCal og Skype. Ég mun notast við flickr og gVideo en einvörðungu í tengslum við upplýsingasíðu fjölskyldunnar. Aðrar síður sem ég mun nota þegar þörf krefur eru ferðasíður, heimabankar, Donatos, Amazon og Papa John’s. Loks mun ég annast nauðsynlegt viðhald á vefsíðum sem ég hef gert fyrir aðra ef þörf krefur, og í tengslum við sérverkefni mun ég notast við vefgögn The Benefit Bank, heimasíðu Healthy Congregations, OhioLink og heimasíðu Trinity.

Ég mun um miðjan ágúst, skrifa færslu hér á annál um hvernig meðvituð breyting á netnotkun hefur áhrif á atferli og líðan. Síðan mun auðvitað fljótlega koma í ljós hversu sterk fíkn blogglestur og -skrif er í raun og veru.

Að bjóða upp á óbeinar vísanir

Það vekur athygli mína að ákvörðun mín um að loka fyrir bein ummæli hér skuli vera ein af sönnunum þess að íslenska þjóðkirkjan gengur á bak orða sinna í stefnumótunarplagginu um “kirkjan sé virk í að nýta nýja upplýsinga- og samskiptatækni til miðlunar og samræðu.”

Ég er greinilega mikilvægari maður en ég hélt. Það er kannski ástæða til að minna á að ég þarf einungis 1.500 undirskriftir til viðbótar til að geta boðið mig fram sem forseti í sumar.

Hafir þú athugasemdir eða viðbrögð við færslum á elli.annall.is er opið fyrir TrackBack vísanir af öðrum bloggsíðum. Upplýsingar um TrackBack/PingBack eru hér.

Hverjir eru annálistar?

Í ummælum hér áður komu fram ásakanir í garð Annálista, en þeir voru sakaðir um skoðanaleysi. Ég fór að velta fyrir mér hverjir þessir skoðanalausu annálistar eru, eða yfirleitt hverjir væru annálistar og hvað sameinaði þá.

Hér er líklega verið að vísa til þeirra sem skrifa reglulega á Annál, svo ég fór á síðuna yfir notendur á annál og uppgötvaði að þetta er dágóður hópur fólks sem á það flest sameiginlegt að hafa einhvern tímann verið í guðfræðideild HÍ. Ég uppgötvaði að það er fólk sem skrifar á annál sem ég hef aldrei lesið, líklega um helmingurinn og bið þá afsökunar á því. En geri ráð fyrir að þeir lesi svo sem ekki mína pósta neitt frekar.

Ég uppgötvaði líka að þarna er fólk sem ég er stundum ósammála, án þess að skrifa hjá því ummæli. Það merkir ekki að ég samþykki orð þeirra, ég vona ekki. Það er fullt af fólki sem bloggar vitleysu án þess að ég geri athugasemdir. Meira að segja í kirkjunni er oft bullað og bullað, og ég læt það vera að skammast yfir því opinberlega, einfaldlega vegna þess að ég hef annað við tíma minn að gera.

Af þessum sökum og af ástæðum sem ég hyggst fjalla um í færslu eftir rúman sólarhring hef ég ákveðið að “downgrade-a” annál Ella frá og með fimmtudeginum úr Web 2.0 í Web 1.0 og loka fyrir öll viðbrögð við færslunum sem ég set á vefinn. Ég vil sérstaklega biðja Matta afsökunar en í öðrum ummælunum sem féllu hér á Annál Ella, 19. maí 2004, fagnaði hann sérstaklega tækifærinu til að skrifa ummæli við orð Djáknans, þeim fögnuði mun ljúka á fimmtudaginn.

Flock

Ég ákvað að prófa að notast við Flock-vafrann enda býr hann yfir fjölmörgum tækjum sem mér líkar við, svo sem blogg-publisher. Þetta er fyrstu not mín af publishernum.

Veffríi lýkur

Nú hef ég lokið vef-sabbatical-inu mínu. Það varð ekki eins agað og ég hafði ætlað enda margt sem gerðist á þessum tíma í vefheimum. Hér fyrir neðan er yfirlit yfir hvernig ég tókst á við einstaka þætti.

  • Ég mun nota netið við leitir í upplýsingagagnagrunnum í tengslum við rannsóknir á vegum Healthy Congregations. Ég mun einungis notast við tölvur Trinity Lutheran Seminary í þessu skini, en mun ekki leita frá tölvum heima hjá mér.
  • Ég mun nota netið við að sækja efni sem kennarar í námskeiðum sem ég er að taka óska eftir að ég nálgist eða benda á. Til að nálgast slíkt efni mun ég að öðru jöfnu notast við tölvur skólans.

Ég stóð við þessi markmið að öllu leiti, notaðist við tölvur skólans og bókasafna.

  • Ég mun notast við vefi fjármálastofnanna bæði hér í BNA og á Íslandi ef þörf krefur.
  • Ég mun notast við Blackboard síður Capital og Trinity Lutheran Seminary eins og þarf til að uppfylla kröfur námsins. Það á eins við um síðu kennsluskrár Trinity.
  • Ef dóttir mín óskar þess mun ég aðstoða hana í WebKinz eða öðrum veftengdum búnaði sem hún notar.
  • Ef konan óskar mun ég setja inn fjölskyldumyndir inn á hrafnar.net.

Það reyndi takmarkað á þetta.

  • Ég mun ef kennarinn í námskeiðinu “Urban Ministry in Detroit” óskar eftir því, taka þátt í að skrifa námstengt blogg á tímabilinu 12.-22. janúar 2008. Að öðru leiti mun ég ekki skrifa færslur, svara ummælum eða skrifa ummæli á vefsíðum á þessum tíma.

Við notuðum ekki bloggsvæði í námskeiðinu og ég skrifaði ekki neinar færslur eða ummæli á tímabilinu ef frá er talið færsla í gærdag með vísun í Jim Wallis og birting prédikunar úr Grensáskirkju.

  • Ég mun nota vefinn til að fá upplýsingar um sýningartíma kvikmynda og ef þarf upplýsingar um sjónvarpsdagskrá.

Hér gleymdi ég að setja inn veðurvefi sem ég nota töluvert. En annars reyndi lítið á þetta.

  • Ég mun nota gCal til að samræma dagatal fjölskyldumeðlima, þó hyggst ég takmarka þá notkun og notast ef kostur er við útprentun.

Ég notaðist einnig við dagatal í símanum mínum sem ég “sync-aði” við gCal.

  • Ég mun nota vefinn til að kaupa jólagjafir á Amazon.com ef nauðsyn krefur.

Ég gerði það nokkuð.

  • Ég mun nota Skype til að hafa samskipti við Ísland. Eðli málsins vegna verður þó að öllu jöfnu ekki kveikt á Skype nema þegar ég þarf að hafa samband. Þeir sem þurfa að ná á mig, geta samt sem áður hringt með hugbúnaðinum og símtalið færist þá sjálfvirkt í farsímann minn.

Ég gerði það.

  • Ég mun hins vegar ekki lesa fréttamiðla á vefnum, blogg-síður eða almenna vefi. Þetta felur í sér að ég mun ekki notast við Google-Reader-inn minn eða notast við video-vefi líkt og google video, youtube.com eða ESPN360.

Ég stóð við þetta fram í janúarbyrjun, að mestu leiti. Meðan ég var í Detroit fylgdist ég nokkuð með fréttum í gegnum símann minn. Eins hreinsaði ég nokkrum sinnum Google Reader-inn minn.

  • Ég mun ekki setja inn ný Application á FaceBook, ekki svara athugasemdum á veggjum, skrifa á síðuna eða bæta við efni á þessum tíma. Ég mun hins vegar samþykkja/synja vinabeiðnum sem ég fæ tilkynningar um í tölvupósti.

Stóð við þetta með einni undantekningu sem ég man ekki lengur hver var.

  • Ég mun að öllu jöfnu einungis athuga rafpósthólfið mitt tvisvar á dag, í kringum kl. 10 að Austurstrandartíma, kl. 15 á Íslandi og um kl. 15 hér í Ohio, eða kl. 20 á Íslandi. Ég mun ekki notast við gMail notification en sækja þess í stað allan póst með Mail þegar þess er kostur, sem ég hef stillt þannig að póstur er einungis sóttur þegar ég óska eftir því.

Þetta gekk ágætlega að standa við.

Vef-sabbatical

Að gefnu tilefni hef ég tekið þá ákvörðun að taka vef-sabbatical. Vefnotkun er mjög mikilvægur þáttur í lífi mínu og síðustu mánuði og ár hefur upplýsingaöflun og greinalestur tekið sífellt meiri tíma, að ógleymdu fremur tilviljanakenndu vafri sem oft skilar áhugaverðum og á stundum gagnlegum skilningi á mannlegu lífi. Hins vegar er líka hollt að skipta reglulega um gír og endurskoða lífsmynstur sitt. Af þeim sökum hef ég ákveðið að taka mér vef-sabbatical fram til 24. janúar 2008 eða í 55 daga. Þar sem tölvu- og netnotkun er nauðsynleg vegna námsins míns get ég ekki einfaldlega slökkt á tölvunni minni á þessum tíma. Þar af leiðandi hef ég sett mér ákveðnar reglur sem ég mun leitast við að fylgja á þessum tíma.

  • Ég mun nota netið við leitir í upplýsingagagnagrunnum í tengslum við rannsóknir á vegum Healthy Congregations. Ég mun einungis notast við tölvur Trinity Lutheran Seminary í þessu skini, en mun ekki leita frá tölvum heima hjá mér.
  • Ég mun nota netið við að sækja efni sem kennarar í námskeiðum sem ég er að taka óska eftir að ég nálgist eða benda á. Til að nálgast slíkt efni mun ég að öðru jöfnu notast við tölvur skólans.
  • Ég mun notast við vefi fjármálastofnanna bæði hér í BNA og á Íslandi ef þörf krefur.
  • Ég mun notast við Blackboard síður Capital og Trinity Lutheran Seminary eins og þarf til að uppfylla kröfur námsins. Það á eins við um síðu kennsluskrár Trinity.
  • Ef dóttir mín óskar þess mun ég aðstoða hana í WebKinz eða öðrum veftengdum búnaði sem hún notar.
  • Ef konan óskar mun ég setja inn fjölskyldumyndir inn á hrafnar.net.
  • Ég mun ef kennarinn í námskeiðinu “Urban Ministry in Detroit” óskar eftir því, taka þátt í að skrifa námstengt blogg á tímabilinu 12.-22. janúar 2008. Að öðru leiti mun ég ekki skrifa færslur, svara ummælum eða skrifa ummæli á vefsíðum á þessum tíma.
  • Ég mun nota vefinn til að fá upplýsingar um sýningartíma kvikmynda og ef þarf upplýsingar um sjónvarpsdagskrá.
  • Ég mun nota gCal til að samræma dagatal fjölskyldumeðlima, þó hyggst ég takmarka þá notkun og notast ef kostur er við útprentun.
  • Ég mun nota vefinn til að kaupa jólagjafir á Amazon.com ef nauðsyn krefur.
  • Ég mun nota Skype til að hafa samskipti við Ísland. Eðli málsins vegna verður þó að öllu jöfnu ekki kveikt á Skype nema þegar ég þarf að hafa samband. Þeir sem þurfa að ná á mig, geta samt sem áður hringt með hugbúnaðinum og símtalið færist þá sjálfvirkt í farsímann minn.
  • Ég mun hins vegar ekki lesa fréttamiðla á vefnum, blogg-síður eða almenna vefi. Þetta felur í sér að ég mun ekki notast við Google-Reader-inn minn eða notast við video-vefi líkt og google video, youtube.com eða ESPN360.
  • Ég mun ekki setja inn ný Application á FaceBook, ekki svara athugasemdum á veggjum, skrifa á síðuna eða bæta við efni á þessum tíma. Ég mun hins vegar samþykkja/synja vinabeiðnum sem ég fæ tilkynningar um í tölvupósti.
  • Ég mun að öllu jöfnu einungis athuga rafpósthólfið mitt tvisvar á dag, í kringum kl. 10 að Austurstrandartíma, kl. 15 á Íslandi og um kl. 15 hér í Ohio, eða kl. 20 á Íslandi. Ég mun ekki notast við gMail notification en sækja þess í stað allan póst með Mail þegar þess er kostur, sem ég hef stillt þannig að póstur er einungis sóttur þegar ég óska eftir því.
  • Sabbatical-ið hefst á hádegi 30. nóvember 2007 (kl. 17 að íslenskum tíma) og lýkur á hádegi 24. janúar 2008.

Ég mun prenta út þessa færslu og skrá inn á það athugasemdir, vangaveltur og vandamál sem upp kunna að koma. Að kvöldi 24. janúar mun ég skrá færslu þar sem ég met verkefnið.

Ekki alltaf “inn”

Fyrir nokkrum dögum ákvað ég að kíkja á Facebook, enda skylst mér að það sé búið að vera málið um nokkra hríð. Og það virðist vera rétt, kerfið er einfaldlega snilld í alla staði og virðist virka, annað en MySpace-conceptið, sem allir tóku þátt í en mér mistókst algjörlega að skilja, þrátt fyrir nokkrar tilraunir.

Facebook býður upp á endalausa möguleika til tenginga, upplýsingamiðlunar og skilaboðadreifingar sem á væntanlega eftir að þróast enn frekar. Einfaldlega snilld! En þar sem ég er búin að uppgötva og skilja dæmið, er ljóst að ekki er lengur um trend að ræða, enda er ágætt að miða við það að þegar ég er orðin hluti af einhverju, er það ekki lengur “inn”.

Snilld

Þegar ég var búin að pirra mig á því í rúman klukkutíma að ABC-6 væri að sýna USC-Washington á PrimeTime en ekki OSU-Minnesota, uppgötvaði ég espn360.com. En þar sem við erum með nettenginguna hjá AT&T er hægt að horfa á útsendingu ESPN á fjölmörgum íþróttaviðburðum á netinu. Þannig er HM í knattspyrnu kvenna snemma í fyrramálið og síðan get ég valið um alla helstu leikina í meistaradeildinni í beinni á þriðjudag og miðvikudag.

Meira að segja er hægt að streyma allt að 5 leiki í minni gæðum í smámynd meðan horft er á 6 leikinn. Enn ein frábær ástæða fyrir að hafa ekki kapal. Nú get ég lagst upp í rúm og horft á OSU valta yfir Minnesota.

Annars er ABC með alla framhaldsþætti á vefnum, NBC býður upp á svipaða þjónustu og Comedy Central einnig (Jon Stewart).

Hugbúnaðarbreytingar

Í gær eyddi ég síðasta forritinu af tölvunni minni sem ekki uppfyllti skilyrðið að vera annað tveggja FreeWare eða keypt. Ef til vill er ekki við hæfi að viðurkenna að hafa um 22 ára skeið notast við hugbúnað sem er ekki að fullu í samræmi við reglur, en ég vona að mér verði fyrirgefið enda búin að greiða Adobe það sem Adobe ber.

Microsoft fékk meira en þeir áttu skilið fyrir mörgum árum.

Nýr hugbúnaður

Í dag kom staðfesting á því að ég fæ Adobe Creative Suite Design Standard á stúdentaverði, en ég hef stefnt að því að endurnýja skjáborðsuppsetningarbúnaðinn í tölvunni hjá mér í þónokkurn tíma. En það liggur fyrir að í næstu viku fæ ég send

InDesign CS3

Photoshop CS3

Illustrator CS3

Acrobat 8 Professional

Þá verður allt gott!